Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 11. mars 2017 12:00 Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi vísir/gva Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. Þjóðgarðsvörður fundaði með Samgöngustofu vegna málsins í morgun. Lokun Silfru tók gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Slysið í gær er tíunda alvarlega slysið í Silfru á síðustu sjö árum, en þar af eru fimm þeirra banaslys. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðargarðsvörður á Þingvöllum segir að tíðni alvarlegra slysa í Silfru á Þingvöllum geri það að verkum að grípa verði til aðgerða.Ólafur Örn Haraldsson„Við viljum með þessu leggja áherslu á það, við rekstaraðilar þarna, að við ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta eða afþreyingar,“ segir Ólafur Örn í samtali við fréttastofu. Maðurinn sem lést í gær var ferðamaður í skipulagðri ferð með fjölskyldu sinni. Hann var á sjötugsaldri og var við yfirborðsköfun þegar slysið átti sér stað. Alls eru níu fyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir í Silfru. Ólafur Örn segir að öll þessi fyrirtæki vandi starf sitt mjög vel en grípa verði til aðgerða. „Við gerum okkur engan leik að því að spilla þeim en nú er málið bara komið á það stig að það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Ólafur Örn sem mun kalla forsvarsmenn fyrirtækjanna til sín til þess að fara yfir stöðu mála. Í morgun fundaði þjóðgarðsvörður með Samgöngustofu og umhverfisráðuneytinu. Fara á yfir verklag rekstraraðika og þær reglur sem gilda um þá sem stunda köfun og yfirborðsköfun í gjánni. Ólafur Örn segir að óvíst sé hvort að lokunin vari lengur en fram á mánudag eða hvort Silfra opni með nýjum skilyrðum. Lögregla mun aðstoða þjóðgarðsverði við að framfylgja lokuninni. Tengdar fréttir Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Grét í bílnum eftir að hafa orðið vitni að slysinu við Silfru Bandarískur ferðamaður lýsir slysinu sem varð við Silfru þar sem samlandi hans lést. 17. febrúar 2017 10:50 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. Þjóðgarðsvörður fundaði með Samgöngustofu vegna málsins í morgun. Lokun Silfru tók gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Slysið í gær er tíunda alvarlega slysið í Silfru á síðustu sjö árum, en þar af eru fimm þeirra banaslys. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðargarðsvörður á Þingvöllum segir að tíðni alvarlegra slysa í Silfru á Þingvöllum geri það að verkum að grípa verði til aðgerða.Ólafur Örn Haraldsson„Við viljum með þessu leggja áherslu á það, við rekstaraðilar þarna, að við ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta eða afþreyingar,“ segir Ólafur Örn í samtali við fréttastofu. Maðurinn sem lést í gær var ferðamaður í skipulagðri ferð með fjölskyldu sinni. Hann var á sjötugsaldri og var við yfirborðsköfun þegar slysið átti sér stað. Alls eru níu fyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir í Silfru. Ólafur Örn segir að öll þessi fyrirtæki vandi starf sitt mjög vel en grípa verði til aðgerða. „Við gerum okkur engan leik að því að spilla þeim en nú er málið bara komið á það stig að það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Ólafur Örn sem mun kalla forsvarsmenn fyrirtækjanna til sín til þess að fara yfir stöðu mála. Í morgun fundaði þjóðgarðsvörður með Samgöngustofu og umhverfisráðuneytinu. Fara á yfir verklag rekstraraðika og þær reglur sem gilda um þá sem stunda köfun og yfirborðsköfun í gjánni. Ólafur Örn segir að óvíst sé hvort að lokunin vari lengur en fram á mánudag eða hvort Silfra opni með nýjum skilyrðum. Lögregla mun aðstoða þjóðgarðsverði við að framfylgja lokuninni.
Tengdar fréttir Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Grét í bílnum eftir að hafa orðið vitni að slysinu við Silfru Bandarískur ferðamaður lýsir slysinu sem varð við Silfru þar sem samlandi hans lést. 17. febrúar 2017 10:50 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58
Grét í bílnum eftir að hafa orðið vitni að slysinu við Silfru Bandarískur ferðamaður lýsir slysinu sem varð við Silfru þar sem samlandi hans lést. 17. febrúar 2017 10:50
Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35
Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00
Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12