Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 93-82 | Grindavík sendi Þórsara í sumarfrí Smári Jökull Jónsson í Mustad-höllinni skrifar 26. mars 2017 22:00 Grindavík er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir 93-82 sigur á Þór frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum í Grindavík í kvöld. Grindavík mætir Stjörnunni í undanúrslitum. Fyrri hálfleikur byrjaði af krafti. Liðin voru að skora töluvert en Þórsarar voru aðeins á undan í upphafi og komust mest í 16-12 forystu í fyrsta leikhluta. Þá tóku Grindvíkingar heldur betur við sér, skoruðu 12 stig í röð og voru skyndilega komnir með ágæta forystu. Þeir hlutir sem Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs talaði um fyrir leik að hans menn þyrftu að laga, vörn og fráköst, voru alls ekki í lagi. Grindvíkingurinn Ómar Sævarsson var kominn með fimm fráköst áður en fyrsta leikhluta lauk en gestirnir hirtu ekki nema sex fráköst í heildina í leikhlutanum. Staðan að honum loknum 26-21 eftir að Davíð Arnar Ágústsson skoraði körfu og sett niður víti að auki undir lok leikhlutans. Heimamenn juku muninn smátt og smátt í öðrum leikhluta og margir að leggja í púkkið. Ólafur Ólafsson var frábær og fór fyrir sínum mönnum auk þess sem Lewis Clinch var að leika vel. Þorsteinn Finnbogason lokaði fyrri hálfleik með frábærri flautukörfu og allt ætlaði um koll að keyra í Mustad-höllinni. Staðan í hálfleik 51-36, heimamenn fimmtán stigum yfir. Þórsarar virtust svo ætla að mæta af miklum krafti inn í 3.leikhluta. Vörnin var vel með á nótunum í fyrstu sóknunum og menn að sækja fráköst báðum megin. Grindvíkingar gerðu hins vegar það sem þeir hafa gert í öllum leikjunum á heimavelli í þessari seríu. Þeir svöruðu að bragði og settu niður þriggja stiga körfur þegar munurinn var orðinn hættulega lítill í þeirra augum. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 67-55. Tobin Carberry kominn með 15 stig en með slaka nýtingu. Fjórði leikhlutinn byrjaði með þristi frá Ingva Guðmundssyni, hans þriðja í leiknum úr fjórum skotum. Þórsarar tóku svo ágætis áhlaup og náðu muninum niður í 5 stig en heimamenn svöruðu líkt og áður. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu en þeir gulklæddu voru einfaldlega of sterkir fyrir gestina. Grindvíkingar voru traustir á vítalínunni undir lokin þegar Þórsarar sendu þá þangað og unnu að lokum sanngjarnan 11 stiga sigur, 93-82 og eru því komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Stjörnunni. Þórsarar eru komnir í sumarfrí. Lewis Clinch skoraði 30 stig fyrir Grindavík en Tobin Carberry var stigahæstur gestanna með 28 stig.Af hverju vann Grindavík?Heilt yfir í einvíginu voru þeir sterkara liðið og heimavöllurinn, sem margir töluðu um að myndu ekki skipta sköpum, gerði gæfumuninn. Grindvíkingar náðu forystu í leiknum í kvöld sem þeir létu aldrei af hendi eftir það og fyrri hálfleikurinn af þeirra hálfu var frábær. Heimamenn fengu gott framlag af bekknum frá Ingva Guðmundssyni, Þorsteini Finnbogasyni og Hamid Dicko sem var gríðarlega mikilvægt. Grindvíkingar tóku nærri 20 fleiri fráköst en Þór í kvöld og það segir ýmislegt. Varnarleikur heimamanna var sömuleiðis til fyrirmyndar og þeir virðast vera komnir með ágætis stöðugleika sem Jóhann Þór þjálfari kallaði oft eftir í vetur og brotnuðu ekki þegar Þórsarar nálguðust þá að ráði heldur svöruðu að bragði. Rimma þeirra gegn Stjörnunni verður afar áhugaverð.Bestu menn vallarins:Lewis Clinch var frábær hjá Grindavík og fór í fimmta gírinn eins og Fannar Ólafsson í Körfuboltakvöldi kallaði eftir fyrir leikinn. Hann var öflugur sóknarlega og traustur á vítalínunni þegar á reyndi. Hann spilaði auk þess fína vörn á Tobin Carberry. Ómar Sævarsson var sömuleiðis góður og barðist eins og ljón undir körfunum. Þá skilaði Ólafur Ólafsson sínu og bróðir hans Þorleifur kom með mikilvæg stig inn á milli. Þáttur þeirra Ingva og Þorsteins af bekknum var afar mikilvægur. Hjá Þór var áðurnefndur Carberry stigahæstur að vanda en hittnin var slök hjá honum í kvöld.Áhugaverð tölfræði:Hittni Þórsara var engan vegin nógu góð í kvöld en þeir voru aðeins með 42% nýtingu úr tveggja stiga skotum. Tobin Carberry var að skjóta 9/24 utan af velli og stóru skotin voru ekki að detta. Grindavík tók 53 fráköst gegn 35 slíkum hjá gestunum og tvöfalt fleiri sóknarfráköst, 14 gegn 7. Þá er áhugavert að skoða stigin sem bekkirnir skila. Grindavík fékk 25 stig frá sínum bekk en Þórsarar aðeins 5.Hvað gekk illa?Þórsurum gekk illa að færa þann leik sem þeir náðu í Þorlákshöfn með sér til Grindavíkur. Suðurstrandavegurinn var greinilega eitthvað að stríða þeim og Einar Árni Jóhannsson þjálfari talaði um það í viðtölum eftir leik að heimavöllurinn hefði skipt meiru máli en hann gerði ráð fyrir áður en einvígið hófst. Þórsarar voru undir í frákastabaráttunni í öllum leikjunum og þurftu framlag frá fleiri mönnum þegar þeir léku í Mustad-höllinni. Það fengu þeir ekki og því fór sem fór. Jóhann: Ég er virkilega ánægðurJóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með að sætið í undanúrslitum Dominos-deildarinar væri tryggt og sagði spilamennskuna í einvíginu gegn Þór hafa verið góða heilt yfir. „Ég get ekki verið annað en sáttur. Það voru einhverjir kaflar í Þorlákshöfn sem urðu okkur að falli þar en ég er sérstaklega ánægður með kvöldið í kvöld. Við héldum okkur inni í augnablikinu allan tímann og það hefur ekki gengið svona vel í allan vetur. Það er framför og ég er virkilega ánægður,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Vísi eftir leik. „Fyrri hálfleikur var mjög góður en Þórsararnir gefast ekkert upp og það var smá stress að þeir myndu ná okkur. Það að við héldum einbeitingunni skóp þetta og svo var varnarleikurinn góður. Lewis (Clinch) var frábær á báðum endum og ég er mjög sáttur,“ bætti Jóhann við. Tobin Carberry hefur verið einn besti maður deildarinnar en þrátt fyrir ágætis stigaskor hjá honum í kvöld gerðu Grindvíkingar honum afar erfitt fyrir og nýting hans í leiknum í kvöld var ekki góð. „Plan A var að lifa og deyja með því sem hann myndi gera og halda hinum í skefjum. Mér fannst það takast vel í dag en það tókst ekki í þeim leikjum sem við töpuðum í Þorlákshöfn. Það tókst í þeim leikjum sem við unnum.“ Grindavík heldur næst í Garðabæinn þar sem þeir mæta Stjörnunni í afar áhugaverðri undanúrslitaeinvígi. „Þeir eru með hörkulið og góða leikmenn í öllum stöðum. Það verður verðugt verkefni fyrir okkur og við höfum lagt upp með það að njóta þess að fá að taka þátt í þessu. Það er fullt af fólki, það er sjónvarp og fullt af gaurum heima að horfa á og eru hundsvekktir.“ „Við mætum í Bláa Sovétið á fimmtudag og bara „let´s go“,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Einar Árni: Bjóst ekki við að heimavöllurinn myndi ráða förEinar Árni Jóhannsson þjálfari Þórsara var hundsvekktur eftir að lið hans var slegið út í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar enn eitt árið. Hann sagðist þó ekki kvíða vinnunni fyrir næsta tímabil og verður áfram í Þorlákhöfn. „Þetta eru mikil vonbrigði að falla úr leik og ná ekki að afgreiða þetta einvígi. Fyrir einvígið horfði ég ekki í það að heimavöllurinn myndi ráða för. Það var of mikill munur á okkur hér annars vegar og í Þorlákshöfn hins vegar. Frammistaðan í kvöld var betri en í fyrsta og þriðja leik en það var samt ekki nógu gott ástand á okkur fyrstu 20 mínúturnar,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi en Grindvíkingar leiddu 51-36 í hálfleik í leiknum í kvöld. „Frákastalega voru þeir að setja okkur í vandræði og þeir taka 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik og skora körfu úr átta þeirra. Við vorum búnir að fara yfir ákveðna hluti og skerpa á því að menn haldi einbeitingu. Ég efast ekkert um að mínir menn ætluðu sér að gera betur í þessum hlutum. Því miður þá virtust Grindvíkingar hafa meiri orku í fyrri hálfleiknum,“ bætti Einar Árni við. Þegar Þórsarar gerðu sig líklega til að minnka muninn af einhverju ráði komu Grindvíkingar vel til baka og héldu gestunum í hæfilegri fjarlægð. „Ég er ánægður að mínir menn reyndu virkilega að koma til baka í síðari hálfleiknum. Það voru augnablik þar sem við nálgumst og þá koma stórar körfur frá þeim. Hrós til þeirra, þetta hefur ekki verið á herðum eins eða tveggja heldur hafa margir lagt til veglegt framlag. Það er einkenni góðra liða að fá framlag úr öllum áttum,“ sagði Einar Árni sem sagði að hann yrði áfram þjálfari Þórs. „Ég gerði þriggja ára samning á sínum tíma og eftir tímabilið í fyrra tókum við sameiginlega ákvörðun um það að við myndum starfa saman í þrjú ár. Ég fer inn í fríið með það í huga að fara fljótlega að hugsa um framhaldið. Ég kvíði því ekki, þetta eru ungir strákar sem hafa verið tilbúnir að leggja mikið á sig.“ „Við þurfum að horfast í augu við það að síðan 2012, þegar liðið fer alla leið í úrslit, hefur Þór ekki komist áfram úr 8-liða úrslitum. Við verðum að trúa því að við tökum næstu tröppu að ári þó það sé langt í það,“ bætti Einar Árni við. Að lokum spurði blaðamaður Einar Árna að því hverja hann myndi tippa á sem Íslandsmeistara að lokinni úrslitakeppninni. „Ég myndi eiga töluvert erfitt með að veðja á það, ég myndi örugglega bara stinga peningnum í vasann. Það er asnalegt að segja ekki KR, þeir eru þrefaldir meistarar með fáránlega gott og vel þjálfað lið. Stjarnan er búin að vinna þá í báðum deildarleikjum í vetur og hafa gert vel gegn KR." „Suðurnesjaliðin eru líka til alls líkleg og Keflavíkur liðið hefur tekið stórt skref fram á við síðan Friðrik Ingi tók við. Grindavík hefur vaxið mikið í vetur og Jóhann Þór á mikið hrós skilið. Hann fékk mikla gagnrýni í fyrra, breytti litlu í taktík en sótti rétta leikmenn og þeir eru með fantalið. Þetta verður taumlaus skemmtun og ég yrði ekkert hissa þó við myndum sjá tvö fimm leikja einvígi,“ sagði Einar Árni að lokum. Þorsteinn: Hver einasti leikmaður skiptir máliÞorsteinn Finnbogason kom sterkur inn af bekknum í liði Grindavíkur í kvöld. Hann skoraði 12 stig og þar af frábæra flautukörfu undir lok fyrri hálfleiks. „Ég held að fyrri hálfleikur hafi verið eitt það besta sem við höfum sýnt í vetur. Við sýndum að við gætum spilað vörn, allir voru að leggja í púkkið og þá kom sóknin. Við vorum að berjast og frákasta vel og það þurfum við að sýna alltaf,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir hitti hann og bætti við að flautukarfan hefði verið sæt „Hún gerði helling fyrir mig persónulega. Ég hef ekki verið að spila minn besta leik undanfarið og þetta er það sem koma skal. Þetta kveikti í okkur öllum og ekki bara þetta heldur hvernig við töluðum saman og spiluðum sem lið,“ bætti Þorsteinn við. „Breiddin skiptir máli þegar komið er svona langt í mótinu, þá skiptir hver einasti leikmaður máli og næsta einvígi gæti alveg farið í fimm leiki líka." Framundan er spennandi einvígi í undanúrslitum við Stjörnuna sem sló út ÍR í þremur leikjum í 8-liða úrslitum. Þorsteinn sagði það verðugt verkefni. „Þeir eru með Hlyn sem sitt aðalvopn og hann mun taka sín fráköst. Við þurfum bara að gera eins og í kvöld. Við þurfum að stoppa hina og ekki leyfa öllum að koma með gott framlag. Ef liðin gera eins og við í kvöld, þar sem allir ná að leggja í púkkið, þá er erfitt að stoppa þau,“ sagði Þorsteinn að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jóhann: Ég er virkilega ánægður Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með að sætið í undanúrslitum Dominos-deildarinnar væri tryggt og sagði spilamennskuna í einvíginu gegn Þór hafa verið góða heilt yfir. 26. mars 2017 21:33 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Grindavík er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir 93-82 sigur á Þór frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum í Grindavík í kvöld. Grindavík mætir Stjörnunni í undanúrslitum. Fyrri hálfleikur byrjaði af krafti. Liðin voru að skora töluvert en Þórsarar voru aðeins á undan í upphafi og komust mest í 16-12 forystu í fyrsta leikhluta. Þá tóku Grindvíkingar heldur betur við sér, skoruðu 12 stig í röð og voru skyndilega komnir með ágæta forystu. Þeir hlutir sem Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs talaði um fyrir leik að hans menn þyrftu að laga, vörn og fráköst, voru alls ekki í lagi. Grindvíkingurinn Ómar Sævarsson var kominn með fimm fráköst áður en fyrsta leikhluta lauk en gestirnir hirtu ekki nema sex fráköst í heildina í leikhlutanum. Staðan að honum loknum 26-21 eftir að Davíð Arnar Ágústsson skoraði körfu og sett niður víti að auki undir lok leikhlutans. Heimamenn juku muninn smátt og smátt í öðrum leikhluta og margir að leggja í púkkið. Ólafur Ólafsson var frábær og fór fyrir sínum mönnum auk þess sem Lewis Clinch var að leika vel. Þorsteinn Finnbogason lokaði fyrri hálfleik með frábærri flautukörfu og allt ætlaði um koll að keyra í Mustad-höllinni. Staðan í hálfleik 51-36, heimamenn fimmtán stigum yfir. Þórsarar virtust svo ætla að mæta af miklum krafti inn í 3.leikhluta. Vörnin var vel með á nótunum í fyrstu sóknunum og menn að sækja fráköst báðum megin. Grindvíkingar gerðu hins vegar það sem þeir hafa gert í öllum leikjunum á heimavelli í þessari seríu. Þeir svöruðu að bragði og settu niður þriggja stiga körfur þegar munurinn var orðinn hættulega lítill í þeirra augum. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 67-55. Tobin Carberry kominn með 15 stig en með slaka nýtingu. Fjórði leikhlutinn byrjaði með þristi frá Ingva Guðmundssyni, hans þriðja í leiknum úr fjórum skotum. Þórsarar tóku svo ágætis áhlaup og náðu muninum niður í 5 stig en heimamenn svöruðu líkt og áður. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu en þeir gulklæddu voru einfaldlega of sterkir fyrir gestina. Grindvíkingar voru traustir á vítalínunni undir lokin þegar Þórsarar sendu þá þangað og unnu að lokum sanngjarnan 11 stiga sigur, 93-82 og eru því komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Stjörnunni. Þórsarar eru komnir í sumarfrí. Lewis Clinch skoraði 30 stig fyrir Grindavík en Tobin Carberry var stigahæstur gestanna með 28 stig.Af hverju vann Grindavík?Heilt yfir í einvíginu voru þeir sterkara liðið og heimavöllurinn, sem margir töluðu um að myndu ekki skipta sköpum, gerði gæfumuninn. Grindvíkingar náðu forystu í leiknum í kvöld sem þeir létu aldrei af hendi eftir það og fyrri hálfleikurinn af þeirra hálfu var frábær. Heimamenn fengu gott framlag af bekknum frá Ingva Guðmundssyni, Þorsteini Finnbogasyni og Hamid Dicko sem var gríðarlega mikilvægt. Grindvíkingar tóku nærri 20 fleiri fráköst en Þór í kvöld og það segir ýmislegt. Varnarleikur heimamanna var sömuleiðis til fyrirmyndar og þeir virðast vera komnir með ágætis stöðugleika sem Jóhann Þór þjálfari kallaði oft eftir í vetur og brotnuðu ekki þegar Þórsarar nálguðust þá að ráði heldur svöruðu að bragði. Rimma þeirra gegn Stjörnunni verður afar áhugaverð.Bestu menn vallarins:Lewis Clinch var frábær hjá Grindavík og fór í fimmta gírinn eins og Fannar Ólafsson í Körfuboltakvöldi kallaði eftir fyrir leikinn. Hann var öflugur sóknarlega og traustur á vítalínunni þegar á reyndi. Hann spilaði auk þess fína vörn á Tobin Carberry. Ómar Sævarsson var sömuleiðis góður og barðist eins og ljón undir körfunum. Þá skilaði Ólafur Ólafsson sínu og bróðir hans Þorleifur kom með mikilvæg stig inn á milli. Þáttur þeirra Ingva og Þorsteins af bekknum var afar mikilvægur. Hjá Þór var áðurnefndur Carberry stigahæstur að vanda en hittnin var slök hjá honum í kvöld.Áhugaverð tölfræði:Hittni Þórsara var engan vegin nógu góð í kvöld en þeir voru aðeins með 42% nýtingu úr tveggja stiga skotum. Tobin Carberry var að skjóta 9/24 utan af velli og stóru skotin voru ekki að detta. Grindavík tók 53 fráköst gegn 35 slíkum hjá gestunum og tvöfalt fleiri sóknarfráköst, 14 gegn 7. Þá er áhugavert að skoða stigin sem bekkirnir skila. Grindavík fékk 25 stig frá sínum bekk en Þórsarar aðeins 5.Hvað gekk illa?Þórsurum gekk illa að færa þann leik sem þeir náðu í Þorlákshöfn með sér til Grindavíkur. Suðurstrandavegurinn var greinilega eitthvað að stríða þeim og Einar Árni Jóhannsson þjálfari talaði um það í viðtölum eftir leik að heimavöllurinn hefði skipt meiru máli en hann gerði ráð fyrir áður en einvígið hófst. Þórsarar voru undir í frákastabaráttunni í öllum leikjunum og þurftu framlag frá fleiri mönnum þegar þeir léku í Mustad-höllinni. Það fengu þeir ekki og því fór sem fór. Jóhann: Ég er virkilega ánægðurJóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með að sætið í undanúrslitum Dominos-deildarinar væri tryggt og sagði spilamennskuna í einvíginu gegn Þór hafa verið góða heilt yfir. „Ég get ekki verið annað en sáttur. Það voru einhverjir kaflar í Þorlákshöfn sem urðu okkur að falli þar en ég er sérstaklega ánægður með kvöldið í kvöld. Við héldum okkur inni í augnablikinu allan tímann og það hefur ekki gengið svona vel í allan vetur. Það er framför og ég er virkilega ánægður,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Vísi eftir leik. „Fyrri hálfleikur var mjög góður en Þórsararnir gefast ekkert upp og það var smá stress að þeir myndu ná okkur. Það að við héldum einbeitingunni skóp þetta og svo var varnarleikurinn góður. Lewis (Clinch) var frábær á báðum endum og ég er mjög sáttur,“ bætti Jóhann við. Tobin Carberry hefur verið einn besti maður deildarinnar en þrátt fyrir ágætis stigaskor hjá honum í kvöld gerðu Grindvíkingar honum afar erfitt fyrir og nýting hans í leiknum í kvöld var ekki góð. „Plan A var að lifa og deyja með því sem hann myndi gera og halda hinum í skefjum. Mér fannst það takast vel í dag en það tókst ekki í þeim leikjum sem við töpuðum í Þorlákshöfn. Það tókst í þeim leikjum sem við unnum.“ Grindavík heldur næst í Garðabæinn þar sem þeir mæta Stjörnunni í afar áhugaverðri undanúrslitaeinvígi. „Þeir eru með hörkulið og góða leikmenn í öllum stöðum. Það verður verðugt verkefni fyrir okkur og við höfum lagt upp með það að njóta þess að fá að taka þátt í þessu. Það er fullt af fólki, það er sjónvarp og fullt af gaurum heima að horfa á og eru hundsvekktir.“ „Við mætum í Bláa Sovétið á fimmtudag og bara „let´s go“,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Einar Árni: Bjóst ekki við að heimavöllurinn myndi ráða förEinar Árni Jóhannsson þjálfari Þórsara var hundsvekktur eftir að lið hans var slegið út í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar enn eitt árið. Hann sagðist þó ekki kvíða vinnunni fyrir næsta tímabil og verður áfram í Þorlákhöfn. „Þetta eru mikil vonbrigði að falla úr leik og ná ekki að afgreiða þetta einvígi. Fyrir einvígið horfði ég ekki í það að heimavöllurinn myndi ráða för. Það var of mikill munur á okkur hér annars vegar og í Þorlákshöfn hins vegar. Frammistaðan í kvöld var betri en í fyrsta og þriðja leik en það var samt ekki nógu gott ástand á okkur fyrstu 20 mínúturnar,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi en Grindvíkingar leiddu 51-36 í hálfleik í leiknum í kvöld. „Frákastalega voru þeir að setja okkur í vandræði og þeir taka 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik og skora körfu úr átta þeirra. Við vorum búnir að fara yfir ákveðna hluti og skerpa á því að menn haldi einbeitingu. Ég efast ekkert um að mínir menn ætluðu sér að gera betur í þessum hlutum. Því miður þá virtust Grindvíkingar hafa meiri orku í fyrri hálfleiknum,“ bætti Einar Árni við. Þegar Þórsarar gerðu sig líklega til að minnka muninn af einhverju ráði komu Grindvíkingar vel til baka og héldu gestunum í hæfilegri fjarlægð. „Ég er ánægður að mínir menn reyndu virkilega að koma til baka í síðari hálfleiknum. Það voru augnablik þar sem við nálgumst og þá koma stórar körfur frá þeim. Hrós til þeirra, þetta hefur ekki verið á herðum eins eða tveggja heldur hafa margir lagt til veglegt framlag. Það er einkenni góðra liða að fá framlag úr öllum áttum,“ sagði Einar Árni sem sagði að hann yrði áfram þjálfari Þórs. „Ég gerði þriggja ára samning á sínum tíma og eftir tímabilið í fyrra tókum við sameiginlega ákvörðun um það að við myndum starfa saman í þrjú ár. Ég fer inn í fríið með það í huga að fara fljótlega að hugsa um framhaldið. Ég kvíði því ekki, þetta eru ungir strákar sem hafa verið tilbúnir að leggja mikið á sig.“ „Við þurfum að horfast í augu við það að síðan 2012, þegar liðið fer alla leið í úrslit, hefur Þór ekki komist áfram úr 8-liða úrslitum. Við verðum að trúa því að við tökum næstu tröppu að ári þó það sé langt í það,“ bætti Einar Árni við. Að lokum spurði blaðamaður Einar Árna að því hverja hann myndi tippa á sem Íslandsmeistara að lokinni úrslitakeppninni. „Ég myndi eiga töluvert erfitt með að veðja á það, ég myndi örugglega bara stinga peningnum í vasann. Það er asnalegt að segja ekki KR, þeir eru þrefaldir meistarar með fáránlega gott og vel þjálfað lið. Stjarnan er búin að vinna þá í báðum deildarleikjum í vetur og hafa gert vel gegn KR." „Suðurnesjaliðin eru líka til alls líkleg og Keflavíkur liðið hefur tekið stórt skref fram á við síðan Friðrik Ingi tók við. Grindavík hefur vaxið mikið í vetur og Jóhann Þór á mikið hrós skilið. Hann fékk mikla gagnrýni í fyrra, breytti litlu í taktík en sótti rétta leikmenn og þeir eru með fantalið. Þetta verður taumlaus skemmtun og ég yrði ekkert hissa þó við myndum sjá tvö fimm leikja einvígi,“ sagði Einar Árni að lokum. Þorsteinn: Hver einasti leikmaður skiptir máliÞorsteinn Finnbogason kom sterkur inn af bekknum í liði Grindavíkur í kvöld. Hann skoraði 12 stig og þar af frábæra flautukörfu undir lok fyrri hálfleiks. „Ég held að fyrri hálfleikur hafi verið eitt það besta sem við höfum sýnt í vetur. Við sýndum að við gætum spilað vörn, allir voru að leggja í púkkið og þá kom sóknin. Við vorum að berjast og frákasta vel og það þurfum við að sýna alltaf,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir hitti hann og bætti við að flautukarfan hefði verið sæt „Hún gerði helling fyrir mig persónulega. Ég hef ekki verið að spila minn besta leik undanfarið og þetta er það sem koma skal. Þetta kveikti í okkur öllum og ekki bara þetta heldur hvernig við töluðum saman og spiluðum sem lið,“ bætti Þorsteinn við. „Breiddin skiptir máli þegar komið er svona langt í mótinu, þá skiptir hver einasti leikmaður máli og næsta einvígi gæti alveg farið í fimm leiki líka." Framundan er spennandi einvígi í undanúrslitum við Stjörnuna sem sló út ÍR í þremur leikjum í 8-liða úrslitum. Þorsteinn sagði það verðugt verkefni. „Þeir eru með Hlyn sem sitt aðalvopn og hann mun taka sín fráköst. Við þurfum bara að gera eins og í kvöld. Við þurfum að stoppa hina og ekki leyfa öllum að koma með gott framlag. Ef liðin gera eins og við í kvöld, þar sem allir ná að leggja í púkkið, þá er erfitt að stoppa þau,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jóhann: Ég er virkilega ánægður Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með að sætið í undanúrslitum Dominos-deildarinnar væri tryggt og sagði spilamennskuna í einvíginu gegn Þór hafa verið góða heilt yfir. 26. mars 2017 21:33 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Jóhann: Ég er virkilega ánægður Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með að sætið í undanúrslitum Dominos-deildarinnar væri tryggt og sagði spilamennskuna í einvíginu gegn Þór hafa verið góða heilt yfir. 26. mars 2017 21:33