Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. mars 2017 04:23 Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. Sunna mætti Mallory Martin á Invicta FC 22 bardagakvöldinu í Kansas í nótt. Sunna vann fyrsta atvinnubardaga sinn í Invicta í september þegar hún sigraði Ashley Greenway eftir dómaraákvörðun í fremur einhliða bardaga. Bardaginn gegn Martin í nótt var talsvert erfiðari fyrir Sunnu og gríðarlega jafn. Sunna vann fyrstu lotuna og náði að vanka Martin í 1. lotu með góðri fléttu. Martin kom sterk til leiks í 2. lotu og náði sjálf að vanka Sunnu og valda henni töluverðum vandræðum. Sunna fékk smá skurð fyrir ofan vinstra augað og kláraði Martin 2. lotuna með fellu. Á þessum tímapunkti var farið að hægjast á Sunnu á meðan Martin virtist vera að sækja í sig veðrið. Það var því allt undir fyrir þriðju og síðustu lotuna. Sunna kom sterk til baka og endaði á að sigra lotuna sem skilaði henni sigri. Sunna sigraði eftir einróma dómaraákvörðun en tveir dómaranna gáfu henni tvær lotur (1. og 3. lotuna) og Martin eina en einn dómaranna gaf Sunnu allar þrjár loturnar. Sunna er því 2-0 sem atvinnumaður og getur vel við unað eftir frábæra frammistöðu í afar jöfnum og erfiðum bardaga. Í viðtalinu eftir bardagann þakkaði Sunna fyrir stuðninginn heima en bardaginn var einn besti bardagi kvöldsins á Invicta FC 22 bardagakvöldinu. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Það gekk erfiðlega hjá Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur að komast til Kansas en nú er allt klárt fyrir bardagann annað kvöld. 24. mars 2017 10:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. Sunna mætti Mallory Martin á Invicta FC 22 bardagakvöldinu í Kansas í nótt. Sunna vann fyrsta atvinnubardaga sinn í Invicta í september þegar hún sigraði Ashley Greenway eftir dómaraákvörðun í fremur einhliða bardaga. Bardaginn gegn Martin í nótt var talsvert erfiðari fyrir Sunnu og gríðarlega jafn. Sunna vann fyrstu lotuna og náði að vanka Martin í 1. lotu með góðri fléttu. Martin kom sterk til leiks í 2. lotu og náði sjálf að vanka Sunnu og valda henni töluverðum vandræðum. Sunna fékk smá skurð fyrir ofan vinstra augað og kláraði Martin 2. lotuna með fellu. Á þessum tímapunkti var farið að hægjast á Sunnu á meðan Martin virtist vera að sækja í sig veðrið. Það var því allt undir fyrir þriðju og síðustu lotuna. Sunna kom sterk til baka og endaði á að sigra lotuna sem skilaði henni sigri. Sunna sigraði eftir einróma dómaraákvörðun en tveir dómaranna gáfu henni tvær lotur (1. og 3. lotuna) og Martin eina en einn dómaranna gaf Sunnu allar þrjár loturnar. Sunna er því 2-0 sem atvinnumaður og getur vel við unað eftir frábæra frammistöðu í afar jöfnum og erfiðum bardaga. Í viðtalinu eftir bardagann þakkaði Sunna fyrir stuðninginn heima en bardaginn var einn besti bardagi kvöldsins á Invicta FC 22 bardagakvöldinu.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Það gekk erfiðlega hjá Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur að komast til Kansas en nú er allt klárt fyrir bardagann annað kvöld. 24. mars 2017 10:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00
Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00
Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Það gekk erfiðlega hjá Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur að komast til Kansas en nú er allt klárt fyrir bardagann annað kvöld. 24. mars 2017 10:30