Sport

Hrafnhildur býður sig fram í stjórn Sundsambandsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur vann til þrennra verðlauna á EM í fyrra.
Hrafnhildur vann til þrennra verðlauna á EM í fyrra. vísir/anton
Hrafnhildur Lúthersdóttir býður sig fram í stjórn Sundsambands Íslands á 62. ársþingi sambandsins sem fer fram um helgina.

Hrafnhildur hefur verið í hópi fremstu sundkvenna Íslands undanfarin ár. Hún vann til þrennra verðlauna á EM í fyrra og lenti svo í 6. sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún keppti einnig á ÓL í London 2012.

Sundþingið verður sett á morgun og áætlað er að því ljúki á laugardaginn.

Miklar breytingar verða á stjórn SSÍ því níu af 11 stjórnar- og  varastjórnarmönnum ganga úr stjórn. Sjö gefa ekki kost á sér til endurkjörs þar á meðal varaformaður sambandsins, Hlín Ástþórsdóttir, sem gengur úr stjórn eftir 16 ára farsælan feril, lengst af sem varaformaður.

Formaður SSÍ, Hörður Oddfríðarson, gengur líka úr stjórn á þessu þingi en gefur kost á sér til endurkjörs.  

Þá liggur fyrir að landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin lætur af störfum fyrir SSÍ eftir HM í 50 metra laug í sumar.

Þeir sem hafa gefið kost á sér í stjórn SSÍ fram að þessu eru:



Hörður J. Oddfríðarson ÍBR sem formaður til fjögurra ára.

Björn Sigurðsson, ÍBH, Hilmar Örn Jónasson, ÍRB, Jón Hjaltason, ÍBR, Jóna Margrét Ólafsdóttir, UMSK, sem meðstjórnendur til fjögurra ára.

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir, báðar úr ÍBH, sem meðstjórnendur til tveggja ára.

Eva Hannesdóttir, ÍBR, og Helga Sigurðardóttir, UMFB, sem varastjórnamenn til tveggja ára.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×