Metnaður í mikilvægum greinum Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 23. mars 2017 07:00 Það var aðdáunarvert að fylgjast með ungum metnaðarfullum nemendum keppa nýverið á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum. Metnaðurinn leyndi sér ekki og ljóst að framtíðin er björt fyrir íslenskan iðnað hvað varðar hæfileika nemenda í iðn-, tækni- og verkgreinum í dag. Eða hvað? Veruleikinn í íslensku atvinnulífi er því miður sá að mörg fyrirtæki og margar greinar skortir fagmenntað fólk og sú staðreynd kemur niður á afkastagetu þeirra. Það er ekki lengur framtíðarógn heldur staðreynd að nýliðun er ábótavant og fagmenn standa frammi fyrir miklum vanda. Íslenskt atvinnulíf hefur vissulega aðgang að öflugum nemendum sem ljúka metnaðarfullu námi, en betur má ef duga skal. Hlutfall þeirra sem velja iðn-, tækni- og verknám að loknu grunnskólanámi verður að hækka og megináhersla okkar sem vinnum að menntamálum verður á næstu misserum að stuðla að því að svo verði. Hindranir Í þessari vinnu eru þó nokkrar hindranir sem mikilvægt er að menntakerfið í samstarfi við atvinnulífið skoði saman og þrói með þeim hætti að námið sé aðgengilegt þeim sem hafa áhuga á að mennta sig í þessum greinum. Í því sambandi þarf að horfa jafnt til ímyndarmála og kerfisins sem menntuninni eru búnar. Hvað ímynd varðar þá virðist sú mynd sem margir hafa af tilteknum iðngreinum lítið eiga skylt við raunveruleikann t.d. hvað varðar snyrtimennsku, vinnuaðstöðu, verkefni og tekjur. Eins hafa fyrirframgefnar hugmyndir varðandi hlutverk kynjanna verið áberandi og hlutur kvenna í iðn-, tækni- og verknámi hefur ekki verið jafn hár og eðlilegt mætti teljast í samfélagi sem komið er jafn langt í jafnréttisumræðunni og raun ber vitni. Hvað varðar kerfislægan vanda má m.a. benda á það óöryggi og flækjustig sem fylgt getur því að nemendur útvegi sér samning í þeirri grein sem sótt er um nám í, ferlið verður flóknara og þegar við bætist námstími sem er, eftir nýjustu breytingar, orðinn lengri en hefðbundið bóknám til stúdentsprófs vinnur það ekki með greinunum. Við þetta bætist svo að enn eru leiðir til framhaldsnáms óskýrar, margar iðngreinar eru skilgreindar sem fámennar iðngreinar sem veldur því að erfitt er að halda uppi hefðbundnu námi og mikilvægt er að þróa leið sem gerir nemendum á landsbyggðinni kleift að ljúka námi í iðngreinum í sinni heimabyggð, enda eru menntamál líka byggðamál. Framtíðin er björt, við eigum einstaklega hæfileikaríkt ungt fólk sem hefur ákveðið að leggja fyrir sig nám í iðn-, verk- og tæknigreinum en við þurfum að auka veg þessara greina hvað fjölda nemenda varðar og þá sér í lagi að horfa til þess að auka hlut ungra kvenna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það var aðdáunarvert að fylgjast með ungum metnaðarfullum nemendum keppa nýverið á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum. Metnaðurinn leyndi sér ekki og ljóst að framtíðin er björt fyrir íslenskan iðnað hvað varðar hæfileika nemenda í iðn-, tækni- og verkgreinum í dag. Eða hvað? Veruleikinn í íslensku atvinnulífi er því miður sá að mörg fyrirtæki og margar greinar skortir fagmenntað fólk og sú staðreynd kemur niður á afkastagetu þeirra. Það er ekki lengur framtíðarógn heldur staðreynd að nýliðun er ábótavant og fagmenn standa frammi fyrir miklum vanda. Íslenskt atvinnulíf hefur vissulega aðgang að öflugum nemendum sem ljúka metnaðarfullu námi, en betur má ef duga skal. Hlutfall þeirra sem velja iðn-, tækni- og verknám að loknu grunnskólanámi verður að hækka og megináhersla okkar sem vinnum að menntamálum verður á næstu misserum að stuðla að því að svo verði. Hindranir Í þessari vinnu eru þó nokkrar hindranir sem mikilvægt er að menntakerfið í samstarfi við atvinnulífið skoði saman og þrói með þeim hætti að námið sé aðgengilegt þeim sem hafa áhuga á að mennta sig í þessum greinum. Í því sambandi þarf að horfa jafnt til ímyndarmála og kerfisins sem menntuninni eru búnar. Hvað ímynd varðar þá virðist sú mynd sem margir hafa af tilteknum iðngreinum lítið eiga skylt við raunveruleikann t.d. hvað varðar snyrtimennsku, vinnuaðstöðu, verkefni og tekjur. Eins hafa fyrirframgefnar hugmyndir varðandi hlutverk kynjanna verið áberandi og hlutur kvenna í iðn-, tækni- og verknámi hefur ekki verið jafn hár og eðlilegt mætti teljast í samfélagi sem komið er jafn langt í jafnréttisumræðunni og raun ber vitni. Hvað varðar kerfislægan vanda má m.a. benda á það óöryggi og flækjustig sem fylgt getur því að nemendur útvegi sér samning í þeirri grein sem sótt er um nám í, ferlið verður flóknara og þegar við bætist námstími sem er, eftir nýjustu breytingar, orðinn lengri en hefðbundið bóknám til stúdentsprófs vinnur það ekki með greinunum. Við þetta bætist svo að enn eru leiðir til framhaldsnáms óskýrar, margar iðngreinar eru skilgreindar sem fámennar iðngreinar sem veldur því að erfitt er að halda uppi hefðbundnu námi og mikilvægt er að þróa leið sem gerir nemendum á landsbyggðinni kleift að ljúka námi í iðngreinum í sinni heimabyggð, enda eru menntamál líka byggðamál. Framtíðin er björt, við eigum einstaklega hæfileikaríkt ungt fólk sem hefur ákveðið að leggja fyrir sig nám í iðn-, verk- og tæknigreinum en við þurfum að auka veg þessara greina hvað fjölda nemenda varðar og þá sér í lagi að horfa til þess að auka hlut ungra kvenna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun