Þetta tókst hjá heimamönnum en þurfti mikið átak til þar sem ÍR-ingar komu klárir í slaginn og tilbúnir að vinna leikinn.
Það var algert jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og aðeins tvö hetjuskot heimamanna sem skildu liðin að þegar gengið var til leikhlés og staðan 33-28.
Baráttan í varnarleik beggja liða var mikið í fyrri hálfleiknum og hún hélt áfram í þeim seinni.
Heimamenn náðu þó meiri tökum á leiknum í seinni og náðu að byggja litla forystu sem ÍR reyndi að elta það sem eftir lifði leiks.
Hlynur Bæringsson tók til sinna ráða í lokafjórðungnum og setti mjög mikilvæg skot niður sem náðu í raun að slökkva aðeins á gestunum.
Eftir mikla spennu á lokamínútum leiks náðu heimamenn að ríghalda í forystuna, sem var aðeins þrjú stig þegar Sigurkarl Róbert Jóhannesson fékk galopið þriggja stiga skot til þess að jafna leikinn á lokasekúndu leiksins. Stjarnan er því komin áfram í fjögurra liða úrslit og óljóst núna hverjum þeir mæta þar.
Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson besti maður liðsins með 20 stig og 10 fráköst og 4 stoðsendingar.
Hjá ÍR var Matthías Orri Sigurðarsson bestur með21 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar.
Stjarnan-ÍR 75-72 (15-16, 18-12, 20-21, 22-23)
Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/10 fráköst, Anthony Odunsi 10, Marvin Valdimarsson 10/4 fráköst, Justin Shouse 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 7, Tómas Þórður Hilmarsson 7/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 2, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0.
ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 21/10 fráköst, Quincy Hankins-Cole 14/14 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 10, Hákon Örn Hjálmarsson 9, Trausti Eiríksson 5, Danero Thomas 4/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Kristinn Marinósson 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 1, Ólafur Barkarson 0, Stefán Ásgeir Arnarsson 0.