Geldur eldislax er málið Bubbi Morthens skrifar 21. mars 2017 07:00 Laxeldi er mengunarfrekur iðnaður, um það er ekki hægt að deila. Laxeldi gefur af sér miklar tekjur handa þeim sem eiga fyrirtækið, um það er heldur ekki hægt að deila. Og laxeldi skemmir lífríkið á botninum í firðinum þar sem það er sett niður. Um það er heldur ekki hægt að deila. Það útrýmir hægt og rólega villtum laxastofnum í þeim löndum þar sem það er stundað. Um það er heldur ekki hægt að deila. Fórnarkostnaðurinn við laxeldið hér á landi er óafturkræfar skemmdir á náttúrulegum stofni íslenska laxins ef ógeldur lax er notaður við eldið, eins og áform eru um, og gríðarleg mengun af áður óþekktri stærðargráðu í sjó hér við land. Við sem höfum áhyggjur af því að norskir laxeldisaurgoðar hafi keypt upp firði landsins fyrir smánaraur höfum líka áhyggjur af því að þeir skuli hafa ráðið fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis sem talsmann sinn. Það sýnir auðvitað hvers konar vald er við að eiga. Á sínum tíma var enginn ráðherra sem þjónaði Vestfjörðum tilbúinn til að gera eitthvað róttækt til þess að halda kvótanum heima í héraði en nú á að bjarga því með laxeldi. Það er verið að undirbúa hundrað þúsund tonna laxeldi hér á landi á næstu árum. Loðnukvótinn var 57 þúsund tonn í ár. Nú þegar er áætlun upp á 60 þúsund tonn í laxeldinu. Sannkölluð villtavestursstemning ræður ríkjum hér. Gerir fólk sér grein fyrir hvers konar magn þetta er og menguninni sem þessu fylgir? Við erum að tala um úrgang sem mun leggja lífríki heilu fjarðanna í rúst. Nánast leggja þá í eyði. Nú eru Svíar að banna laxeldi í opnum kvíum sem betur fer. Við sem erum á móti þessum vágesti í íslenska lífríkið vitum líka að menn verða að ná sátt. Það er hægt að sætta sig við margt ef geldur lax verður notaður, um það ætti að vera hægt að ná sátt. Geldur lax mengar ekki íslenskar ár nema að því leyti að hann mun finnast í þeim, hann mun ekki blandast þeim stofni sem þar er fyrir. Geldur lax er það sem ég tel að væri lausnin á þessum óleik sem norskir aurgoðar og talsmenn þeirra vilja gera íslenskri náttúru með því að ætla að ala hér ógeldan norskan lax í fjörðum Íslands. Um það verður aldrei sátt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Laxeldi er mengunarfrekur iðnaður, um það er ekki hægt að deila. Laxeldi gefur af sér miklar tekjur handa þeim sem eiga fyrirtækið, um það er heldur ekki hægt að deila. Og laxeldi skemmir lífríkið á botninum í firðinum þar sem það er sett niður. Um það er heldur ekki hægt að deila. Það útrýmir hægt og rólega villtum laxastofnum í þeim löndum þar sem það er stundað. Um það er heldur ekki hægt að deila. Fórnarkostnaðurinn við laxeldið hér á landi er óafturkræfar skemmdir á náttúrulegum stofni íslenska laxins ef ógeldur lax er notaður við eldið, eins og áform eru um, og gríðarleg mengun af áður óþekktri stærðargráðu í sjó hér við land. Við sem höfum áhyggjur af því að norskir laxeldisaurgoðar hafi keypt upp firði landsins fyrir smánaraur höfum líka áhyggjur af því að þeir skuli hafa ráðið fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis sem talsmann sinn. Það sýnir auðvitað hvers konar vald er við að eiga. Á sínum tíma var enginn ráðherra sem þjónaði Vestfjörðum tilbúinn til að gera eitthvað róttækt til þess að halda kvótanum heima í héraði en nú á að bjarga því með laxeldi. Það er verið að undirbúa hundrað þúsund tonna laxeldi hér á landi á næstu árum. Loðnukvótinn var 57 þúsund tonn í ár. Nú þegar er áætlun upp á 60 þúsund tonn í laxeldinu. Sannkölluð villtavestursstemning ræður ríkjum hér. Gerir fólk sér grein fyrir hvers konar magn þetta er og menguninni sem þessu fylgir? Við erum að tala um úrgang sem mun leggja lífríki heilu fjarðanna í rúst. Nánast leggja þá í eyði. Nú eru Svíar að banna laxeldi í opnum kvíum sem betur fer. Við sem erum á móti þessum vágesti í íslenska lífríkið vitum líka að menn verða að ná sátt. Það er hægt að sætta sig við margt ef geldur lax verður notaður, um það ætti að vera hægt að ná sátt. Geldur lax mengar ekki íslenskar ár nema að því leyti að hann mun finnast í þeim, hann mun ekki blandast þeim stofni sem þar er fyrir. Geldur lax er það sem ég tel að væri lausnin á þessum óleik sem norskir aurgoðar og talsmenn þeirra vilja gera íslenskri náttúru með því að ætla að ala hér ógeldan norskan lax í fjörðum Íslands. Um það verður aldrei sátt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar