„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. mars 2017 15:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir breytingarnar koma til með að skila um 16 milljörðum. Helga Árnadóttir, framkvæmdaastjóri SAF, segir breytingarnar ógna samkeppnishæfni ferðaþjónustufyrirtækja. Vísir Í fjármálaáætlun ársins 2018 til 2022 snúa helstu breytingar á skattkerfinu framundan að breyttu virðisaukaskattskerfi og afnámi ívilnana. Það felur í sér að flestar tegundir ferðaþjónustunnar verða felldar undir almennt þrep virðisaukaskatts. Breytingin tekur gildi 1. júlí 2018 en veitingaþjónusta verður áfram í lægra virðisaukaskattþrepi. Þessi breyting mun koma til með að færa ríkissjóði um sextán milljarða króna aukalega í skatttekjur árlega. Þannig myndast svigrúm til að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts umtalsvert, eða úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Sú breyting taki gildi 1. janúar 2019. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir tímabært að ferðaþjónustan greiði virðisaukaskatt til jafns við aðra atvinnustarfsemi. „Fyrsta júlí 2018 hækkar virðisaukaskattur á stærstan hluta ferðaþjónustunnar,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „Hann fer úr ellefu prósentum í almennt þrep. Við lítum sem svo á þetta að ferðaþjónustan hafi slitið barnskónum. Hún er okkar stærsta atvinnugrein og það er eðlilegt að hún sé skattlögð til jafns við aðrar atvinnugreinar,“ segir Benedikt. Benedikt segir að tekjuauki ríkissjóðs vegna þessa breytinga sé um sextán milljarðar króna árlega. „En við ætlum að skila þessu aftur til almennings með því að lækka virðisaukaskattþrepið, það er stefna okkar að einfalda skattkerfið, og við teljum það að lækka virðisaukaskattinn úr 24 prósentum í 22,5 prósent þá séum við líka að koma til móts við launþega þar sem ekki þarf að hækka laun jafn mikið til að ná kjarabótum,“ segir Benedikt. Ferðaþjónustan gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á virðisaukaskattinum harðlega. Samtök aðila í ferðaþjónustu stóðu fyrir hitafundi um málið í gær.Grímur Sæmundsen, formaður SAF, á hitafundi samtakanna í gær.vísir/eyþórHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, segir aðila innan ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af breytingunum. „Við áætlum að þessi ætlaða aðgerð þýði að auknar álögur á greinina á ársgrundvelli nemi 20 milljörðum,“ segir Helga. „Ég held að það sé fáheyrt að nokkurntíman hafi komið til með einu pennastriki slíkar álögur á eina atvinnugrein með þessum hætti.“ Hún hefur mestar áhyggjur af smærri ferðaþjónustufyrirtækjum. „Stærstur hluti fyrirtækja í ferðaþjónustunni eru í raun og veru lítil og búa við viðkvæman rekstur, eru búin að fjárfesta mikið og svoleiðis. Þannig að þau eru ekki í stakk búin fyrir svona miklar viðbótaálögur, sér í lagi þar sem við höfum verið að eiga við stórar breytingar í gengismálum auk þess hefur verið mikið um launahækkanir og þess háttar. Þannig að fyrirtækin hafa verið að berjast í bökkum þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir hún. Hún segir breytingar á virðisaukaskattinum geta ógnað samkeppnisstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Við erum í gífurlegri samkeppni við aðra áfangastaði,“ segir Helga. „Ástæðan er einföld, það er útaf samkeppnishæfninni, flestir áfangastaðir eru í neðra virðisaukaskattþrepi. Danmörk er til dæmis með eitt skattþrep og er þannig með ferðaþjónustuna í þessu eina þrepi og er þessvegna með ýmsar undanþágur og flókið regluverk til að koma til móts við greinina. Men verða að skilja það að ferðaþjónustan er ekki sjálfsögð stærð og það er ekki hægt að taka af henni og auka við hana skattheimtu eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
Í fjármálaáætlun ársins 2018 til 2022 snúa helstu breytingar á skattkerfinu framundan að breyttu virðisaukaskattskerfi og afnámi ívilnana. Það felur í sér að flestar tegundir ferðaþjónustunnar verða felldar undir almennt þrep virðisaukaskatts. Breytingin tekur gildi 1. júlí 2018 en veitingaþjónusta verður áfram í lægra virðisaukaskattþrepi. Þessi breyting mun koma til með að færa ríkissjóði um sextán milljarða króna aukalega í skatttekjur árlega. Þannig myndast svigrúm til að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts umtalsvert, eða úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Sú breyting taki gildi 1. janúar 2019. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir tímabært að ferðaþjónustan greiði virðisaukaskatt til jafns við aðra atvinnustarfsemi. „Fyrsta júlí 2018 hækkar virðisaukaskattur á stærstan hluta ferðaþjónustunnar,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „Hann fer úr ellefu prósentum í almennt þrep. Við lítum sem svo á þetta að ferðaþjónustan hafi slitið barnskónum. Hún er okkar stærsta atvinnugrein og það er eðlilegt að hún sé skattlögð til jafns við aðrar atvinnugreinar,“ segir Benedikt. Benedikt segir að tekjuauki ríkissjóðs vegna þessa breytinga sé um sextán milljarðar króna árlega. „En við ætlum að skila þessu aftur til almennings með því að lækka virðisaukaskattþrepið, það er stefna okkar að einfalda skattkerfið, og við teljum það að lækka virðisaukaskattinn úr 24 prósentum í 22,5 prósent þá séum við líka að koma til móts við launþega þar sem ekki þarf að hækka laun jafn mikið til að ná kjarabótum,“ segir Benedikt. Ferðaþjónustan gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á virðisaukaskattinum harðlega. Samtök aðila í ferðaþjónustu stóðu fyrir hitafundi um málið í gær.Grímur Sæmundsen, formaður SAF, á hitafundi samtakanna í gær.vísir/eyþórHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, segir aðila innan ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af breytingunum. „Við áætlum að þessi ætlaða aðgerð þýði að auknar álögur á greinina á ársgrundvelli nemi 20 milljörðum,“ segir Helga. „Ég held að það sé fáheyrt að nokkurntíman hafi komið til með einu pennastriki slíkar álögur á eina atvinnugrein með þessum hætti.“ Hún hefur mestar áhyggjur af smærri ferðaþjónustufyrirtækjum. „Stærstur hluti fyrirtækja í ferðaþjónustunni eru í raun og veru lítil og búa við viðkvæman rekstur, eru búin að fjárfesta mikið og svoleiðis. Þannig að þau eru ekki í stakk búin fyrir svona miklar viðbótaálögur, sér í lagi þar sem við höfum verið að eiga við stórar breytingar í gengismálum auk þess hefur verið mikið um launahækkanir og þess háttar. Þannig að fyrirtækin hafa verið að berjast í bökkum þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir hún. Hún segir breytingar á virðisaukaskattinum geta ógnað samkeppnisstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Við erum í gífurlegri samkeppni við aðra áfangastaði,“ segir Helga. „Ástæðan er einföld, það er útaf samkeppnishæfninni, flestir áfangastaðir eru í neðra virðisaukaskattþrepi. Danmörk er til dæmis með eitt skattþrep og er þannig með ferðaþjónustuna í þessu eina þrepi og er þessvegna með ýmsar undanþágur og flókið regluverk til að koma til móts við greinina. Men verða að skilja það að ferðaþjónustan er ekki sjálfsögð stærð og það er ekki hægt að taka af henni og auka við hana skattheimtu eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent