Uppnámið í Leifsstöð: Tuttugu flugferðum seinkaði og starfsfólk þurfti að öskra til að koma upplýsingum til farþega Birgir Olgeirsson skrifar 30. mars 2017 11:25 Mynd sem tekin var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær þegar hún var rýmd. Twitter/Felix Bergsson Um tuttugu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli seinkaði vegna óreiðunnar sem skapaðist á flugvellinum í gær þegar uppgötvaðist að tæplega fjörutíu farþegar frá Grænlandi höfðu ekki farið í gegnum vopnaleit. Mesta seinkunin nam fjórum klukkutímum en allt tiltækt starfsfólk Keflavíkurflugvallar var kallað til, þar að auki þeir sem voru á frívakt, til að aðstoða við að rýma Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar málið uppgötvaðist, en senda þurfti þrjú þúsund farþega í gegnum vopnaleit. Þegar mest var voru rúmlega 300 starfsmenn sem tóku þátt í þessari aðgerð.Thousands of us stranded at @kefairport due to a security breach. Not going to make the connection! #Thissucks pic.twitter.com/4NLAdFOFbk— Rick Crandall (@rc1430) March 29, 2017 Mistökin uppgötvuðust eftir 45 mínútur Farþegarnir frá Grænlandi voru í Dash 8 Q200 flugvél frá Bombardier, sem tekur 37 farþega, sem hafði flogið með þá frá Nuuk til Keflavíkur. Vélin lenti um þrjú leytið í gær en um 45 mínútum síðar uppgötvaðist að farþegunum hafði verið ekið að röngu landgönguhliði, sem þýddi að þeir fóru ekki í gegnum vopnaleit líkt og til stóð. Farþegarnir dreifðust þar með um flugstöðina en þegar mistökin voru ljós þurfti að hafa samráð við öll flugfélögin á vellinum og önnur fyrirtæki sem eru með starfsemi þar til að ákveða næstu skref.Still waiting @kefairport poorly organized. Glad there was no danger it would not have been good. pic.twitter.com/3m53i8m4mJ— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ferli hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig, en á um tíu mínútum var búið að ákveða að rýma alla flugstöðina og senda alla þrjú þúsund farþegana sem þar voru í vopnaleit. Við þessar aðstæður kallar verklag Keflavíkurflugvallar á það að leit sé gerð í allri flugstöðinni þar að auki.Airport security doing their best to move passengers @kefairport pic.twitter.com/JBtoNXdyUh— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017 Farþegarnir frá Nuuk höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og áttu þeir því að fara í gegnum aðra vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hefðu mistökin uppgötvast fyrr hefði ekki þurft að fara í jafn umfangsmikla aðgerð og raun bara vitni að sögn Guðna. Ferlið allt saman tók um fjóra klukkutíma, sem þýðir að vopnaleitinni var lokið um klukkan átta í gærkvöldi, en fyrsta vélin fór frá Keflavíkurflugvelli um þremur tímum eftir að flugstöðin var rýmd.I would never make a news correspondent. But while I'm here, here's a pic of the very well mannered crowd @kefairport @crossingculture pic.twitter.com/fsX4OqFMv0— Rachel Yates (@expatlifeline) March 29, 2017 Ætla að bæta hátalarakerfið Guðni segir Isavia ætla að læra af þessum mistökum og skoða hvernig er hægt að bæta verklagið þegar kemur að rýmingu flugstöðvarinnar.Very bad situation @kefairport pic.twitter.com/tOpwHpsThI— Retno Suprabasasi (@retna_nunung) March 29, 2017 Vísir ræddi við farþega sem var staddur í flugstöðinni í gær sem sagði að engin tilkynning hefði borist í gegnum hátalarakerfi um ástæður aðgerðarinnar. Guðni staðfestir að margar kvartanir hafi borist vegna þessa og að Isavia muni fara í það að bæta kallkerfið í innritunarsal. Starfsfólk hafi þurft að standa í tröppum og öskra yfir farþegahópinn til að koma upplýsingum til skila.Fun at @kefairport apparently their PA system is not working as they have staff running around the airport yelling out flights. Wow. pic.twitter.com/f0Dt8kuOBY— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Einhverjir höfðu einnig áhyggjur af því að áfengi sem þeir höfðu keypt í Fríhöfninni yrði tekið af þeim við öryggisleitina vegna gildandi vökvatakmarkanna. Guðni sagði við Vísi í gærkvöldi að farþegarnir fengju ekki að fara með áfengið í gegnum vopnaleitina en allir sem höfðu keypt eitthvað fengu kvittun sem þeir gátu framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.@kefairport you need to work on getting better at this. pic.twitter.com/GAlYUfNoVx— (@twong328) March 29, 2017 Brjáluð stemmning @kefairport Tek minn ofan fyrir starfsfólki @isavia og farþegum. Allir rólegir pic.twitter.com/B98RVpWRqa— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 29, 2017 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48 Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13 Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Um tuttugu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli seinkaði vegna óreiðunnar sem skapaðist á flugvellinum í gær þegar uppgötvaðist að tæplega fjörutíu farþegar frá Grænlandi höfðu ekki farið í gegnum vopnaleit. Mesta seinkunin nam fjórum klukkutímum en allt tiltækt starfsfólk Keflavíkurflugvallar var kallað til, þar að auki þeir sem voru á frívakt, til að aðstoða við að rýma Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar málið uppgötvaðist, en senda þurfti þrjú þúsund farþega í gegnum vopnaleit. Þegar mest var voru rúmlega 300 starfsmenn sem tóku þátt í þessari aðgerð.Thousands of us stranded at @kefairport due to a security breach. Not going to make the connection! #Thissucks pic.twitter.com/4NLAdFOFbk— Rick Crandall (@rc1430) March 29, 2017 Mistökin uppgötvuðust eftir 45 mínútur Farþegarnir frá Grænlandi voru í Dash 8 Q200 flugvél frá Bombardier, sem tekur 37 farþega, sem hafði flogið með þá frá Nuuk til Keflavíkur. Vélin lenti um þrjú leytið í gær en um 45 mínútum síðar uppgötvaðist að farþegunum hafði verið ekið að röngu landgönguhliði, sem þýddi að þeir fóru ekki í gegnum vopnaleit líkt og til stóð. Farþegarnir dreifðust þar með um flugstöðina en þegar mistökin voru ljós þurfti að hafa samráð við öll flugfélögin á vellinum og önnur fyrirtæki sem eru með starfsemi þar til að ákveða næstu skref.Still waiting @kefairport poorly organized. Glad there was no danger it would not have been good. pic.twitter.com/3m53i8m4mJ— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ferli hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig, en á um tíu mínútum var búið að ákveða að rýma alla flugstöðina og senda alla þrjú þúsund farþegana sem þar voru í vopnaleit. Við þessar aðstæður kallar verklag Keflavíkurflugvallar á það að leit sé gerð í allri flugstöðinni þar að auki.Airport security doing their best to move passengers @kefairport pic.twitter.com/JBtoNXdyUh— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017 Farþegarnir frá Nuuk höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og áttu þeir því að fara í gegnum aðra vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hefðu mistökin uppgötvast fyrr hefði ekki þurft að fara í jafn umfangsmikla aðgerð og raun bara vitni að sögn Guðna. Ferlið allt saman tók um fjóra klukkutíma, sem þýðir að vopnaleitinni var lokið um klukkan átta í gærkvöldi, en fyrsta vélin fór frá Keflavíkurflugvelli um þremur tímum eftir að flugstöðin var rýmd.I would never make a news correspondent. But while I'm here, here's a pic of the very well mannered crowd @kefairport @crossingculture pic.twitter.com/fsX4OqFMv0— Rachel Yates (@expatlifeline) March 29, 2017 Ætla að bæta hátalarakerfið Guðni segir Isavia ætla að læra af þessum mistökum og skoða hvernig er hægt að bæta verklagið þegar kemur að rýmingu flugstöðvarinnar.Very bad situation @kefairport pic.twitter.com/tOpwHpsThI— Retno Suprabasasi (@retna_nunung) March 29, 2017 Vísir ræddi við farþega sem var staddur í flugstöðinni í gær sem sagði að engin tilkynning hefði borist í gegnum hátalarakerfi um ástæður aðgerðarinnar. Guðni staðfestir að margar kvartanir hafi borist vegna þessa og að Isavia muni fara í það að bæta kallkerfið í innritunarsal. Starfsfólk hafi þurft að standa í tröppum og öskra yfir farþegahópinn til að koma upplýsingum til skila.Fun at @kefairport apparently their PA system is not working as they have staff running around the airport yelling out flights. Wow. pic.twitter.com/f0Dt8kuOBY— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Einhverjir höfðu einnig áhyggjur af því að áfengi sem þeir höfðu keypt í Fríhöfninni yrði tekið af þeim við öryggisleitina vegna gildandi vökvatakmarkanna. Guðni sagði við Vísi í gærkvöldi að farþegarnir fengju ekki að fara með áfengið í gegnum vopnaleitina en allir sem höfðu keypt eitthvað fengu kvittun sem þeir gátu framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.@kefairport you need to work on getting better at this. pic.twitter.com/GAlYUfNoVx— (@twong328) March 29, 2017 Brjáluð stemmning @kefairport Tek minn ofan fyrir starfsfólki @isavia og farþegum. Allir rólegir pic.twitter.com/B98RVpWRqa— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 29, 2017
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48 Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13 Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48
Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13
Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52