Vitni lýsa hrikalegum aðstæðum í miðbæ Stokkhólms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2017 16:41 Minnst þrír eru látnir. Vísir/EPA „Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Þrír eru látnir og minnst átta slasaðir. Christoffer Ung var inn í verslun Åhlens City en vörubílnum var ekkið inn í versluna. Hann lýsir því hvernig mikill hvellur heyrðist og taldi hann víst að sprengja hefði sprungið. Í samtali við SVT segir kona að nafni Nasrin að vörubílnum hafi verið ekið á miklum hraða um götuna áður en hann skall á versluninni. Lýsir hún því hvernig vörubíllinn hafi verið ekki á allt sem var í vegi hans og að hún hafi séð konu sem hafði misst lappir sínar.Sjá einnig: Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg StokkhólmsNasrin kom til Svíþjóðar sem flóttamaður frá Sýrlandi fyrir um áratugi síðan og segist hún ekki vita hvernig henni eigi að líða núna.Lögregla leitar að þessum manni í tengslum við árásina.„Ég reyni að halda í vonina en mér sýnist engin von vera lengur fyrir mannkynið,“ sagði Nasrin í samtali við SVT. Vörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann.Í samtali við AFP lýsa vitni því hvernig vörubíllinn hafi allt í einu birst á miklum hraða, nánast upp úr þurru. Maður að nafni Dimitris segist ekki hafa séð hvort að einhver hafi verið við stýri bílsins en hann hafi séð tvo vegfarendur verða fyrir bílnum og þá hafi hann ákveðið að hlaupa á brott eins hratt og hægt var. Lögreglan í Stokkhólmi hefur lýst eftir manni í tengslum við árásina í borginni fyrr í dag. Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. Mynd af manninum var birt á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar fyrir stundu en þar óskaði lögreglan eftir því að fá upplýsingar um manninn. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir allt benda til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08 Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
„Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Þrír eru látnir og minnst átta slasaðir. Christoffer Ung var inn í verslun Åhlens City en vörubílnum var ekkið inn í versluna. Hann lýsir því hvernig mikill hvellur heyrðist og taldi hann víst að sprengja hefði sprungið. Í samtali við SVT segir kona að nafni Nasrin að vörubílnum hafi verið ekið á miklum hraða um götuna áður en hann skall á versluninni. Lýsir hún því hvernig vörubíllinn hafi verið ekki á allt sem var í vegi hans og að hún hafi séð konu sem hafði misst lappir sínar.Sjá einnig: Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg StokkhólmsNasrin kom til Svíþjóðar sem flóttamaður frá Sýrlandi fyrir um áratugi síðan og segist hún ekki vita hvernig henni eigi að líða núna.Lögregla leitar að þessum manni í tengslum við árásina.„Ég reyni að halda í vonina en mér sýnist engin von vera lengur fyrir mannkynið,“ sagði Nasrin í samtali við SVT. Vörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann.Í samtali við AFP lýsa vitni því hvernig vörubíllinn hafi allt í einu birst á miklum hraða, nánast upp úr þurru. Maður að nafni Dimitris segist ekki hafa séð hvort að einhver hafi verið við stýri bílsins en hann hafi séð tvo vegfarendur verða fyrir bílnum og þá hafi hann ákveðið að hlaupa á brott eins hratt og hægt var. Lögreglan í Stokkhólmi hefur lýst eftir manni í tengslum við árásina í borginni fyrr í dag. Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. Mynd af manninum var birt á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar fyrir stundu en þar óskaði lögreglan eftir því að fá upplýsingar um manninn. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir allt benda til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08 Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10
Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08
Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent