Keflavík keppi við Helsinki sem tengistöð heimsálfa Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2017 10:15 Skúli Mogensen, eigandi WOW-air, segir eitt stærsta tækifæri Íslendinga felast í því að efla Keflavíkurflugvöll sem alþjóðlega tengimiðstöð. Áætlanir WOW um stækkun flugflotans og tvöföldun farþegafjölda knýja á um hraða stækkun Leifsstöðvar. Þetta kom fram í frétt Stöðvar, sem sjá má hér að ofan. WOW-flugfélagið hyggst stækka flugflota sinn úr 17 þotum upp í 24 á næsta ári en stærsta viðbótin felst í fjórum nýjum langdrægum breiðþotum. Skúli Mogensen hyggst bæta við nýjum heimsálfum í leiðakerfið með Keflavíkurflugvöll sem miðstöð og segist ætla að tvöfalda farþegafjölda WOW úr þremur milljónum upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. „Megnið af þessari aukningu verða svokallaðir via-farþegar, það er að segja, þá erum við að nota Ísland sem stoppistöð,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. „Ég held einmitt að eitt stærsta tækifæri sem við höfum núna framundan, - ekki bara WOW, heldur í rauninni við sem þjóð, - er að búa hér til alþjóðlegan flugvöll sem er fókuseraður á að efla þessa tengimiðstöð. Lega landsins er þannig að við getum stækkað töluvert, ef við horfum til dæmis á hvernig Helsinki hefur byggt upp sinn flugvöll sem tengistöð Asíu og Evrópu. Besta dæmið er Dubai, sem er búið að fara úr engu í tæplega hundrað milljón farþega á síðastliðnum tuttugu árum, fyrst og fremst til að tengja saman heimsálfur.“Keflavíkurflugvöllur í framtíðinni, samkvæmt þróunaráætlun til ársins 2040.Það var á árunum fyrir 1990 sem Flugleiðir hófu kerfisbundið að breyta leiðakerfi sínu með það í huga að nota Leifsstöð sem skiptistöð, sem önnur flugfélög hafa síðan nýtt sér. Hjá Flugleiðum byrjaði þetta á sex borgum í Evrópu og þremur borgum í Ameríku og allar flugvélarnar mættust svo á sama tíma í Keflavík. Þrjátíu árum síðar hefur borgafjöldinn og farþegafjöldinn næstum tífaldast. Í sumar verður flogið frá um sextíu stöðum í Evrópu og yfir tuttugu stöðum í Ameríku. Og nú eru horfur á að það verði ekki bara flogið í austur og vestur heldur einnig í norður en stórborgir Asíu, eins og Tókýó og Sjanghæ, eru líklegastar til að verða með þeim fyrstu þegar skiptistöðin Keflavík fer að þjóna fleiri heimsálfum. -Getur Keflavíkurflugvöllur tekið við þessu? „Ekki í núverandi mynd, engan veginn,“ svarar Skúli. „Ísland er að verða uppselt. Bæði þá, eins og staðan er núna, komufarþegar en líka, ef þessi sýn á að verða að veruleika, þá þarf að taka til hendinni og stækka flugvöllinn umtalsvert.“ WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13 Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Skúli Mogensen, eigandi WOW-air, segir eitt stærsta tækifæri Íslendinga felast í því að efla Keflavíkurflugvöll sem alþjóðlega tengimiðstöð. Áætlanir WOW um stækkun flugflotans og tvöföldun farþegafjölda knýja á um hraða stækkun Leifsstöðvar. Þetta kom fram í frétt Stöðvar, sem sjá má hér að ofan. WOW-flugfélagið hyggst stækka flugflota sinn úr 17 þotum upp í 24 á næsta ári en stærsta viðbótin felst í fjórum nýjum langdrægum breiðþotum. Skúli Mogensen hyggst bæta við nýjum heimsálfum í leiðakerfið með Keflavíkurflugvöll sem miðstöð og segist ætla að tvöfalda farþegafjölda WOW úr þremur milljónum upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. „Megnið af þessari aukningu verða svokallaðir via-farþegar, það er að segja, þá erum við að nota Ísland sem stoppistöð,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. „Ég held einmitt að eitt stærsta tækifæri sem við höfum núna framundan, - ekki bara WOW, heldur í rauninni við sem þjóð, - er að búa hér til alþjóðlegan flugvöll sem er fókuseraður á að efla þessa tengimiðstöð. Lega landsins er þannig að við getum stækkað töluvert, ef við horfum til dæmis á hvernig Helsinki hefur byggt upp sinn flugvöll sem tengistöð Asíu og Evrópu. Besta dæmið er Dubai, sem er búið að fara úr engu í tæplega hundrað milljón farþega á síðastliðnum tuttugu árum, fyrst og fremst til að tengja saman heimsálfur.“Keflavíkurflugvöllur í framtíðinni, samkvæmt þróunaráætlun til ársins 2040.Það var á árunum fyrir 1990 sem Flugleiðir hófu kerfisbundið að breyta leiðakerfi sínu með það í huga að nota Leifsstöð sem skiptistöð, sem önnur flugfélög hafa síðan nýtt sér. Hjá Flugleiðum byrjaði þetta á sex borgum í Evrópu og þremur borgum í Ameríku og allar flugvélarnar mættust svo á sama tíma í Keflavík. Þrjátíu árum síðar hefur borgafjöldinn og farþegafjöldinn næstum tífaldast. Í sumar verður flogið frá um sextíu stöðum í Evrópu og yfir tuttugu stöðum í Ameríku. Og nú eru horfur á að það verði ekki bara flogið í austur og vestur heldur einnig í norður en stórborgir Asíu, eins og Tókýó og Sjanghæ, eru líklegastar til að verða með þeim fyrstu þegar skiptistöðin Keflavík fer að þjóna fleiri heimsálfum. -Getur Keflavíkurflugvöllur tekið við þessu? „Ekki í núverandi mynd, engan veginn,“ svarar Skúli. „Ísland er að verða uppselt. Bæði þá, eins og staðan er núna, komufarþegar en líka, ef þessi sýn á að verða að veruleika, þá þarf að taka til hendinni og stækka flugvöllinn umtalsvert.“
WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13 Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00
WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33
Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13
Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13
WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01