Kolefnisbinding er náttúruvernd Pétur Halldórsson skrifar 7. apríl 2017 10:00 Um þetta erum við sammála, Tómas Grétar Gunnarsson, sem skrifar grein á visir.is 3. apríl með fyrirsögninni „Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd“. Kolefnisbinding er náttúruvernd og ber að þakka Tómasi fyrir að vekja máls á því. Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera. Skógrækt er ein öflugasta aðgerð sem Íslendingum stendur til boða til að ná markmiðum sínum í Parísarsamkomulaginu. Ráðast þarf í miklu fleiri aðgerðir og leggja áherslu á að draga úr losun. Það nægir þó ekki að draga úr losun því minnka þarf þann koltvísýring sem þegar hefur verið losaður út í andrúmsloftið og enn á eftir að bætast við á komandi árum. Skógrækt er besta og öruggasta leiðin sem við höfum til þess. Aðrar leiðir, svo sem að bleyta aftur upp í framræstu landi eða að græða upp land án skógræktar, geta vafalaust verið góðar loftslagsaðgerðir í mörgum tilvikum. Enn er þó ekki er til vöktunarkerfi til að mæla ávinninginn og nokkuð vantar upp á þekkinguna svo við getum spáð fyrir um árangur einstakra aðgerða. Miklar rannsóknir eru aftur á móti til um bindingu í skógi á Íslandi og Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá rekur vöktunarkerfi sem mælir bindingu alls skóglendis á Íslandi og skilar til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Skógrækt á Íslandi ógnar ekki náttúrugæðum landsins. Í skógræktaráætlunum er ávallt sneitt hjá votlendi, fornleifum og öðrum verndarsvæðum. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að skógrækt spilli fyrir því að Íslendingar geti staðið við Ramsarsáttmálann um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffjölbreytni eða Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða. Yfirleitt eykur skógrækt líffjölbreytni, ekki síst þar sem skógur er ræktaður á nær líflausum auðnum og gildir þá einu hvaða trjátegundir eru notaðar. Á slíkum svæðum er vonast til að aukið samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins beri mikinn ávöxt á komandi árum með ræktun öflugra skóga þeirra trjátegunda sem best henta til að ná settum markmiðum. Með því er jafnframt tryggt að gróður, jarðvegur og uppsafnað kolefni landgræðslusvæða haldist við til frambúðar og eigi ekki á hættu að eyðast snögglega, til dæmis í einu öskugosi.Engin ógn af skógrækt Þetta þýðir þó ekki að skógrækt eigi að vera án takmarkana og hömlulaus. Langt er frá því að svo sé. Miklar skorður eru settar við skógrækt á Íslandi og skýrar reglur sem fylgja þarf við gerð skógræktaráætlana. Skógrækt fer að langmestu leyti fram á landbúnaðarlandi annars vegar og auðnum hins vegar. Þegar tekið er tillit til þess að ræktaður skógur nær ekki hálfu prósenti flatarmáls Íslands er óhætt að fullyrða að af skógrækt standi engin ógn. Jafnvel þótt við tífölduðum flatarmál ræktaðra skóga yrðu þeir ekki nema á 5 hundraðshlutum landsins, sem er lítið miðað við allt það villta birkiskóglendi sem á landinu var við landnám. Í nýjum lögum um skóga og skógrækt sem umhverfis og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að ráðherra leggi fram landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Hafa skuli víðtækt samráð við gerð áætlunarinnar, til dæmis um forsendur fyrir vali á landi til skógræktar með tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og landslags. Sú áætlun minnkar áreiðanlega núning milli hagaðila um nýtingu lands. Áhugavert er að skoða þær plöntutegundir sem eru friðaðar samkvæmt íslenskum lögum. Þá kemur í ljós að á listanum eru ýmsar tegundir sem í öðrum löndum þrífast helst í skógi svo sem súrsmæra, skógfjóla, ferlaufungur og eggtvíblaðka. Fleiri íslenskar tegundir ættu að geta breiðst út með auknum skógum, til dæmis burknategundir sem nú finnast eingöngu í dimmum klettaskorum og giljum. Ástæða væri til að dreifa slíkum tegundum í skógum landsins til að auðga flóru skóganna og tryggja viðgang tegundanna. Skógrækt á Íslandi er stunduð með varfærnum og vönduðum hætti. Auðvitað má þó alltaf gera betur og að því er stefnt. Upplýsingar og rannsóknir hjálpa þar mjög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Um þetta erum við sammála, Tómas Grétar Gunnarsson, sem skrifar grein á visir.is 3. apríl með fyrirsögninni „Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd“. Kolefnisbinding er náttúruvernd og ber að þakka Tómasi fyrir að vekja máls á því. Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera. Skógrækt er ein öflugasta aðgerð sem Íslendingum stendur til boða til að ná markmiðum sínum í Parísarsamkomulaginu. Ráðast þarf í miklu fleiri aðgerðir og leggja áherslu á að draga úr losun. Það nægir þó ekki að draga úr losun því minnka þarf þann koltvísýring sem þegar hefur verið losaður út í andrúmsloftið og enn á eftir að bætast við á komandi árum. Skógrækt er besta og öruggasta leiðin sem við höfum til þess. Aðrar leiðir, svo sem að bleyta aftur upp í framræstu landi eða að græða upp land án skógræktar, geta vafalaust verið góðar loftslagsaðgerðir í mörgum tilvikum. Enn er þó ekki er til vöktunarkerfi til að mæla ávinninginn og nokkuð vantar upp á þekkinguna svo við getum spáð fyrir um árangur einstakra aðgerða. Miklar rannsóknir eru aftur á móti til um bindingu í skógi á Íslandi og Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá rekur vöktunarkerfi sem mælir bindingu alls skóglendis á Íslandi og skilar til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Skógrækt á Íslandi ógnar ekki náttúrugæðum landsins. Í skógræktaráætlunum er ávallt sneitt hjá votlendi, fornleifum og öðrum verndarsvæðum. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að skógrækt spilli fyrir því að Íslendingar geti staðið við Ramsarsáttmálann um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffjölbreytni eða Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða. Yfirleitt eykur skógrækt líffjölbreytni, ekki síst þar sem skógur er ræktaður á nær líflausum auðnum og gildir þá einu hvaða trjátegundir eru notaðar. Á slíkum svæðum er vonast til að aukið samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins beri mikinn ávöxt á komandi árum með ræktun öflugra skóga þeirra trjátegunda sem best henta til að ná settum markmiðum. Með því er jafnframt tryggt að gróður, jarðvegur og uppsafnað kolefni landgræðslusvæða haldist við til frambúðar og eigi ekki á hættu að eyðast snögglega, til dæmis í einu öskugosi.Engin ógn af skógrækt Þetta þýðir þó ekki að skógrækt eigi að vera án takmarkana og hömlulaus. Langt er frá því að svo sé. Miklar skorður eru settar við skógrækt á Íslandi og skýrar reglur sem fylgja þarf við gerð skógræktaráætlana. Skógrækt fer að langmestu leyti fram á landbúnaðarlandi annars vegar og auðnum hins vegar. Þegar tekið er tillit til þess að ræktaður skógur nær ekki hálfu prósenti flatarmáls Íslands er óhætt að fullyrða að af skógrækt standi engin ógn. Jafnvel þótt við tífölduðum flatarmál ræktaðra skóga yrðu þeir ekki nema á 5 hundraðshlutum landsins, sem er lítið miðað við allt það villta birkiskóglendi sem á landinu var við landnám. Í nýjum lögum um skóga og skógrækt sem umhverfis og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að ráðherra leggi fram landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Hafa skuli víðtækt samráð við gerð áætlunarinnar, til dæmis um forsendur fyrir vali á landi til skógræktar með tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og landslags. Sú áætlun minnkar áreiðanlega núning milli hagaðila um nýtingu lands. Áhugavert er að skoða þær plöntutegundir sem eru friðaðar samkvæmt íslenskum lögum. Þá kemur í ljós að á listanum eru ýmsar tegundir sem í öðrum löndum þrífast helst í skógi svo sem súrsmæra, skógfjóla, ferlaufungur og eggtvíblaðka. Fleiri íslenskar tegundir ættu að geta breiðst út með auknum skógum, til dæmis burknategundir sem nú finnast eingöngu í dimmum klettaskorum og giljum. Ástæða væri til að dreifa slíkum tegundum í skógum landsins til að auðga flóru skóganna og tryggja viðgang tegundanna. Skógrækt á Íslandi er stunduð með varfærnum og vönduðum hætti. Auðvitað má þó alltaf gera betur og að því er stefnt. Upplýsingar og rannsóknir hjálpa þar mjög.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar