Íhuga alvarlega úrsögn úr BSRB Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. apríl 2017 23:31 Tvö fagfélög til viðbótar við Landssamband lögreglumanna skoða nú stöðu sína með tilliti til úrsagnar úr BSRB eftir að Alþingi samþykkti lög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Félögin eru afar ósátt við breytingarnar sem taka gildi í sumar. Fjögur fagfélög mótmæltu síðastliðið haust að formaður BSRB myndi skrifa undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Samkomulagið fór þó í gegn og var að lögum á alþingi skömmu fyrir síðustu jól og taka gildi nú í sumar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna, að sambandið vinni nú að því að hefja úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. Sjá: Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsögn úr BSRBMikið hitamálStefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að málið hafi verið rætt innan stjórnar og í lok apríl verður málið tekið fyrir á ársfundi sambandsins. Í framhaldi af því verður hugur félagsmanna kortlagður. „Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur barist fyrir því í 20 ár að lækka lífeyristökualdur sinna félagsmanna,“ segir Stefán. Hann segir það íþyngjandi fyrir atvinnurekendur á þessu sviði að vera með starfsmenn sem nálgast eftirlaunaaldur með tilliti til starfsgetu. „Þetta er mikið hitamál innan okkar raða og sérstaklega þessi hækkun á lífeyristökualdri. Mér finnst því ekki ólíklegt að niðurstaðan yrði eitthvað á þá leið sem að lögreglan er að fara í núna.“Tollverðir reiðir yfir stöðunniTollvarðafélag Íslands hefur einnig verið mótfallið breytingunum og í mars síðastliðnum mótmælti félagið á aðalfundi sínum stefnuleysi og linkind BSRB í garð samningsaðila, ekki síst í málum er tengjast breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Jafnframt lýsti félagið yfir vantrausti á stjórn BSRB og sérstaklega á formann bandalagsins. „Félagsmenn eru mjög ósáttir með þá stöðu sem að tollverðir eru í í dag vegna breytinga á lífeyrisréttindum okkar,“ segir Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. Segir hann að félagsmenn hafi óskað eftir líkt og hjá hinum félögunum að staða þeirra innan BSRB yrði könnuð. Tollverðir séu mjög reiðir yfir stöðu sinni og ekki sé ólíklegt að þeir myndu fylgja Landsambandi lögreglumanna fari þeir úr BRSB.Engar breytingar á lífeyrisréttindumBSRB sendu inn breytingartillögu á frumvarpi fjármálaráðherra áður en það varð að lögum en Alþingi hefur ekki fallist á tillögu bandalagsins. „Við höldum áfram í því að láta uppfylla það samkomulag sem gert var en það er ekki komið í höfn ennþá,“segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þá segir hún formann Landssambands lögreglumanna ekki hafa farið með rétt mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um að við gildistöku laganna í sumar komi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til með að skerðast. „Það er byggt á einhverjum misskilningi vegna þess að það verða engar breytingar á lífeyrisréttindum." Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Tvö fagfélög til viðbótar við Landssamband lögreglumanna skoða nú stöðu sína með tilliti til úrsagnar úr BSRB eftir að Alþingi samþykkti lög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Félögin eru afar ósátt við breytingarnar sem taka gildi í sumar. Fjögur fagfélög mótmæltu síðastliðið haust að formaður BSRB myndi skrifa undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Samkomulagið fór þó í gegn og var að lögum á alþingi skömmu fyrir síðustu jól og taka gildi nú í sumar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna, að sambandið vinni nú að því að hefja úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. Sjá: Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsögn úr BSRBMikið hitamálStefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að málið hafi verið rætt innan stjórnar og í lok apríl verður málið tekið fyrir á ársfundi sambandsins. Í framhaldi af því verður hugur félagsmanna kortlagður. „Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur barist fyrir því í 20 ár að lækka lífeyristökualdur sinna félagsmanna,“ segir Stefán. Hann segir það íþyngjandi fyrir atvinnurekendur á þessu sviði að vera með starfsmenn sem nálgast eftirlaunaaldur með tilliti til starfsgetu. „Þetta er mikið hitamál innan okkar raða og sérstaklega þessi hækkun á lífeyristökualdri. Mér finnst því ekki ólíklegt að niðurstaðan yrði eitthvað á þá leið sem að lögreglan er að fara í núna.“Tollverðir reiðir yfir stöðunniTollvarðafélag Íslands hefur einnig verið mótfallið breytingunum og í mars síðastliðnum mótmælti félagið á aðalfundi sínum stefnuleysi og linkind BSRB í garð samningsaðila, ekki síst í málum er tengjast breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Jafnframt lýsti félagið yfir vantrausti á stjórn BSRB og sérstaklega á formann bandalagsins. „Félagsmenn eru mjög ósáttir með þá stöðu sem að tollverðir eru í í dag vegna breytinga á lífeyrisréttindum okkar,“ segir Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. Segir hann að félagsmenn hafi óskað eftir líkt og hjá hinum félögunum að staða þeirra innan BSRB yrði könnuð. Tollverðir séu mjög reiðir yfir stöðu sinni og ekki sé ólíklegt að þeir myndu fylgja Landsambandi lögreglumanna fari þeir úr BRSB.Engar breytingar á lífeyrisréttindumBSRB sendu inn breytingartillögu á frumvarpi fjármálaráðherra áður en það varð að lögum en Alþingi hefur ekki fallist á tillögu bandalagsins. „Við höldum áfram í því að láta uppfylla það samkomulag sem gert var en það er ekki komið í höfn ennþá,“segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þá segir hún formann Landssambands lögreglumanna ekki hafa farið með rétt mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um að við gildistöku laganna í sumar komi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til með að skerðast. „Það er byggt á einhverjum misskilningi vegna þess að það verða engar breytingar á lífeyrisréttindum."
Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45