Forviðaflokkurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Sjaldan hefur sést annar eins söfnuður af forviða fólki og íslenskir ráðamenn tíunda áratugarins voru í síðustu viku þegar þeir fréttu, eftir öll þessi ár, að þýski héraðsbankinn og kjölfestufjárfestirinn í Búnaðarbankanum hefði í raun bara verið leppur fyrir Ólaf Ólafsson.Dj-Dabbi&Dóri Þetta þurftu þau að láta segja sér þrisvar, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir, Davíð Oddsson og Geir Haarde. Hann Ólafur?!? Brögð í tafli? Ha? Leynt eignarhald? Leynireikningar? Hann Ólafur?!? Við hin vitum ekki alveg hvort við eigum að leika með í leikritinu enn einn ganginn, og leyfa þeim að halda að við ætlum að leyfa þeim að trúa því að við hin trúum þeim. Sem við gerum auðvitað ekki – eins og þau vita öll. En það rifjast upp þessir tímar, þegar stórar eignir í almannaeigu voru færðar vildarmönnum í nafni einhverrar hugmyndafræði sem sagði að óhjákvæmilegt væri að eftirláta einkaaðilum bankaviðskipti. Það tók íslenska einkaframtakið örfá ár að keyra allt í þrot. Þetta voru leiðindatímar. Umskiptin stóru í íslensku þjóðlífi urðu þarna um miðjan tíunda áratug síðustu aldar þegar Framsóknarmenn og Sjálfstæðisflokkurinn náðu saman í ríkisstjórn og stjórnuðu landinu í tíu ár. Gáfu vinum, lögðu niður stofnanir, ofsóttu óvini. Fóru fram með frekjulátum og sigri hrósandi markaðshyggju sem boðaði okkur endalok sögunnar á þeirri forsendu að Berlínarmúrinn féll og Sovétríkin hrundu, eins og það gerði óðakapítalisma eitthvað gáfulegri að kommúnisminn reyndist svindl og svínarí. Með aðild að EES sáu þessi flokkar til þess að hér var innleidd séríslensk útgáfa af kapítalisma; nokkurs konar sérstök svindl-og-svínarísútgáfa þar sem því var sleppt að innleiða reglurnar sem gilda víðast á Evrópumarkaði en þeim mun meira gefið laust. Eftirlit í orði kveðnu, eins og átti eftir að koma á daginn rækilega. Leiðindatímar. Og leiðinda-hugarfar sem ríkti þá, og vekur hjá manni ónot þó að erfitt kunni að vera að koma orðum að því. Nú þegar við sameinumst öll í óbeit okkar á Ólafi Ólafssyni og viðskiptaháttum hans – ekki síst Forviðaflokkurinn sem forðum gekk undir nafninu Framsóknarflokkurinn – er kannski ágætt að rifja upp að hann var ekki einn að verki, hann var ekki undantekning, ekki minkurinn í hænsnabúinu. Hann var bara einn af mörgum sem hleypt var út úr búrinu og sagt að gera svo vel. Hann var bara einn group-gaurinn og rétt eins og Bakkavararbræður og Kaupþingsmenn, Baugsmenn og Milestonemenn, Vafningsmenn, S-hópsmenn og Landsbankamenn var hann barn síns tíma, afurð aldarinnar, niðurstaða kerfis, hugsjón óðakapítalismans holdi klædd – hlýddi kallinu að ofan og dansaði eftir þeim takti sem dunaði undir stjórn þeirra Dj-Dabba&Dóra. Nýir group-gaurar Bólufurstarnir urðu ekki til í tómarúmi. Það verðum við að muna og alveg sérstaklega núna. Bankar eru kannski ekki jafn mikilvægir og spítalar og skólar – og ekki jafn arðberandi – en mikilvægir engu að síður. Þeir geyma og ávaxta sparifé vinnandi fólks og hjálpa fólki við að hrinda úr vör arðsömum og fallegum verkefnum, þeir geyma jafnvel fjöregg heilu fjölskyldnanna. Þegar vel tekst til eru þeir blóðið í þjóðarlíkamanum sem flytur næringu á milli. Það á ekki að þurfa máladeildarstúdent og fallista í reikningi á borð við mig til að segja ráðamönnum að það sé með öllu ólíðandi að slíkar stofnanir séu í eigu ókunnra aðilja, manna sem hafa ekki meiri samfélagslega ábyrgð en svo að þeir kjósa að dyljast bak við ókennileg númer og nöfn sem skráð eru í skúmaskotum fjármálaheimsins. Gætu þess vegna verið sömu group-gaurarnir aftur. Það er aldrei markmið banka að vera rekinn eingöngu með hámarksgróða hluthafa að leiðarljósi. Það getur aldrei verið markmið neinnar starfsemi. Þetta snýst ekki um sérstakan karakterbrest tiltekinna einstaklinga. Þetta snýst um leikreglur samfélagsins, sem settar eru af stjórnmálamönnum í umboði okkar. Kapítalisminn ýtir undir og þrífst á löstum á borð við græðgi og eigingirni og óheiðarleika; og mikilvægt er að samfélagið sendi með vönduðu regluverki skýr skilaboð um siðferðislega ábyrgð þeirra sem fara með fé sem annað fólk hefur trúað þeim fyrir. Einkaframtakið er gott, eins og forsætisráðherrann okkar minnti okkur á nú um daginn, í kjölfarið á nýjustu uppljóstrunum á hneykslinu kringum einkvæðingu bankanna hinna fyrri. Mikið ósköp. En er endilega víst að það eigi við í bankarekstri hér á landi? Erum við sem sagt ekki nógu brennd af einkavæðingu banka eftir Hrunið og Icesave og allt bóluruglið sem upphófst hér í kjölfar fyrri einkavæðingar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur sést annar eins söfnuður af forviða fólki og íslenskir ráðamenn tíunda áratugarins voru í síðustu viku þegar þeir fréttu, eftir öll þessi ár, að þýski héraðsbankinn og kjölfestufjárfestirinn í Búnaðarbankanum hefði í raun bara verið leppur fyrir Ólaf Ólafsson.Dj-Dabbi&Dóri Þetta þurftu þau að láta segja sér þrisvar, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir, Davíð Oddsson og Geir Haarde. Hann Ólafur?!? Brögð í tafli? Ha? Leynt eignarhald? Leynireikningar? Hann Ólafur?!? Við hin vitum ekki alveg hvort við eigum að leika með í leikritinu enn einn ganginn, og leyfa þeim að halda að við ætlum að leyfa þeim að trúa því að við hin trúum þeim. Sem við gerum auðvitað ekki – eins og þau vita öll. En það rifjast upp þessir tímar, þegar stórar eignir í almannaeigu voru færðar vildarmönnum í nafni einhverrar hugmyndafræði sem sagði að óhjákvæmilegt væri að eftirláta einkaaðilum bankaviðskipti. Það tók íslenska einkaframtakið örfá ár að keyra allt í þrot. Þetta voru leiðindatímar. Umskiptin stóru í íslensku þjóðlífi urðu þarna um miðjan tíunda áratug síðustu aldar þegar Framsóknarmenn og Sjálfstæðisflokkurinn náðu saman í ríkisstjórn og stjórnuðu landinu í tíu ár. Gáfu vinum, lögðu niður stofnanir, ofsóttu óvini. Fóru fram með frekjulátum og sigri hrósandi markaðshyggju sem boðaði okkur endalok sögunnar á þeirri forsendu að Berlínarmúrinn féll og Sovétríkin hrundu, eins og það gerði óðakapítalisma eitthvað gáfulegri að kommúnisminn reyndist svindl og svínarí. Með aðild að EES sáu þessi flokkar til þess að hér var innleidd séríslensk útgáfa af kapítalisma; nokkurs konar sérstök svindl-og-svínarísútgáfa þar sem því var sleppt að innleiða reglurnar sem gilda víðast á Evrópumarkaði en þeim mun meira gefið laust. Eftirlit í orði kveðnu, eins og átti eftir að koma á daginn rækilega. Leiðindatímar. Og leiðinda-hugarfar sem ríkti þá, og vekur hjá manni ónot þó að erfitt kunni að vera að koma orðum að því. Nú þegar við sameinumst öll í óbeit okkar á Ólafi Ólafssyni og viðskiptaháttum hans – ekki síst Forviðaflokkurinn sem forðum gekk undir nafninu Framsóknarflokkurinn – er kannski ágætt að rifja upp að hann var ekki einn að verki, hann var ekki undantekning, ekki minkurinn í hænsnabúinu. Hann var bara einn af mörgum sem hleypt var út úr búrinu og sagt að gera svo vel. Hann var bara einn group-gaurinn og rétt eins og Bakkavararbræður og Kaupþingsmenn, Baugsmenn og Milestonemenn, Vafningsmenn, S-hópsmenn og Landsbankamenn var hann barn síns tíma, afurð aldarinnar, niðurstaða kerfis, hugsjón óðakapítalismans holdi klædd – hlýddi kallinu að ofan og dansaði eftir þeim takti sem dunaði undir stjórn þeirra Dj-Dabba&Dóra. Nýir group-gaurar Bólufurstarnir urðu ekki til í tómarúmi. Það verðum við að muna og alveg sérstaklega núna. Bankar eru kannski ekki jafn mikilvægir og spítalar og skólar – og ekki jafn arðberandi – en mikilvægir engu að síður. Þeir geyma og ávaxta sparifé vinnandi fólks og hjálpa fólki við að hrinda úr vör arðsömum og fallegum verkefnum, þeir geyma jafnvel fjöregg heilu fjölskyldnanna. Þegar vel tekst til eru þeir blóðið í þjóðarlíkamanum sem flytur næringu á milli. Það á ekki að þurfa máladeildarstúdent og fallista í reikningi á borð við mig til að segja ráðamönnum að það sé með öllu ólíðandi að slíkar stofnanir séu í eigu ókunnra aðilja, manna sem hafa ekki meiri samfélagslega ábyrgð en svo að þeir kjósa að dyljast bak við ókennileg númer og nöfn sem skráð eru í skúmaskotum fjármálaheimsins. Gætu þess vegna verið sömu group-gaurarnir aftur. Það er aldrei markmið banka að vera rekinn eingöngu með hámarksgróða hluthafa að leiðarljósi. Það getur aldrei verið markmið neinnar starfsemi. Þetta snýst ekki um sérstakan karakterbrest tiltekinna einstaklinga. Þetta snýst um leikreglur samfélagsins, sem settar eru af stjórnmálamönnum í umboði okkar. Kapítalisminn ýtir undir og þrífst á löstum á borð við græðgi og eigingirni og óheiðarleika; og mikilvægt er að samfélagið sendi með vönduðu regluverki skýr skilaboð um siðferðislega ábyrgð þeirra sem fara með fé sem annað fólk hefur trúað þeim fyrir. Einkaframtakið er gott, eins og forsætisráðherrann okkar minnti okkur á nú um daginn, í kjölfarið á nýjustu uppljóstrunum á hneykslinu kringum einkvæðingu bankanna hinna fyrri. Mikið ósköp. En er endilega víst að það eigi við í bankarekstri hér á landi? Erum við sem sagt ekki nógu brennd af einkavæðingu banka eftir Hrunið og Icesave og allt bóluruglið sem upphófst hér í kjölfar fyrri einkavæðingar?
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun