Umferðarslys varð þegar flutningabíll fór út af veginum á Klettshálsi á sunnanverðum Vestfjörðum rétt fyrir klukkan 22 í kvöld.
Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir að tveir hafi verið í bílnum og er ekki vitað um slys á fólki að svo stöddu.
Lögreglubíll og sjúkrabíll frá Patreksfirði voru sendir á vettvang og eru nú að störfum á slysstaðnum. Bílar voru sömuleiðis sendir frá Búðardal.
Uppfært 23:55
Samkvæmt heimildum Vísis þurfti slökkvilið að beita klippum til að ná mönnunum út úr bílnum.
Flutningabíll fór út af veginum á Klettshálsi

Tengdar fréttir

Vetrarástand á fjallvegum norðanlands
Vetrarástand er á mörgum fjallvegum norðvestanlands, svo sem Steingrímsfjarðarheiði, Hálfdán, Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði.

Flutningabíll valt á Holtavörðuheiði
Bílstjóri flutningabílsins er á leið á sjúkrahús.

Búið að loka Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði vegna veðurs
Steingrímsfjarðarheiði er einnig ófær.