Sjötíu hælisleitendur sendir úr landi með vasapening Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 19. apríl 2017 06:30 Hælisleitendunum er flogið heim aftur og fá þeir vasapening. Þrjátíu pláss eru eftir samkvæmt núgildandi samningi. vísir/eyþór Flogið hefur verið með rétt tæplega sjötíu hælisleitendur burt af landinu frá 1. ágúst síðastliðnum í krafti samstarfssamnings á milli Útlendingastofnunar og Alþjóðafólksflutningsstofnunarinnar um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Hælisleitendurnir eiga það sammerkt að hafa samþykkt að vera sendir af landi brott eða dregið hælisumsókn sína til baka. Ferðalagið heim er borgað fyrir hælisleitendurna og svo fá fullorðnir 200 evrur og börn 100 evrur í fjárhagslegan styrk. Þeir hælisleitendur sem koma til greina eiga það sameiginlegt að eiga ekki rétt á hæli hér á landi en eiga hefta för með einhverjum hætti, eru til dæmis vegabréfslausir. Hælisleitendur sem hafa verið algengir frá löndum innan Evrópu, á borð við Albaníu og Makedóníu, heyra því ekki undir samninginn og eru flestir sendir á brott eftir öðrum leiðum, meðal annars á vegum ríkislögreglustjóra og Frontex. Fréttablaðið greindi frá því í júlí í fyrra að samningur hefði náðst á milli stjórnvalda og Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar um að hælisleitendur sem ekki eiga rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim til sín án aðkomu lögreglu og stjórnvalda. Þá kom jafnframt fram að sams konar samningur væri í gildi við önnur Norðurlönd en hámarksstyrkur til hvers hælisleitanda þar væri um 500 þúsund krónur. Það er langtum meira en hælisleitendur hér á landi fá. Fullorðnir fá 200 evrur sem gera um 23 þúsund krónur og börn um 11 þúsund krónur. Samningurinn tók gildi 1. ágúst síðastliðinn og kveður á um að íslensk stjórnvöld greiði fólksflutningastofnuninni rúma 336 þúsund dollara, tæplega 40 milljónir króna, þóknun sem stofnunin nýtir svo til að flytja hælisleitendurna af landi brott. Samningurinn gildir í átján mánuði og kveður á um brottflutning 100 hælisleitenda. Á þeim rúmu átta mánuðum sem liðnir eru síðan hann tók gildi hefur Útlendingastofnun nýtt sér hann til brottflutnings 70 manns og því eru uppi áætlanir um að endurnýta eða framlengja samninginn svo fleiri verði sendir heim í krafti hans. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Flogið hefur verið með rétt tæplega sjötíu hælisleitendur burt af landinu frá 1. ágúst síðastliðnum í krafti samstarfssamnings á milli Útlendingastofnunar og Alþjóðafólksflutningsstofnunarinnar um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Hælisleitendurnir eiga það sammerkt að hafa samþykkt að vera sendir af landi brott eða dregið hælisumsókn sína til baka. Ferðalagið heim er borgað fyrir hælisleitendurna og svo fá fullorðnir 200 evrur og börn 100 evrur í fjárhagslegan styrk. Þeir hælisleitendur sem koma til greina eiga það sameiginlegt að eiga ekki rétt á hæli hér á landi en eiga hefta för með einhverjum hætti, eru til dæmis vegabréfslausir. Hælisleitendur sem hafa verið algengir frá löndum innan Evrópu, á borð við Albaníu og Makedóníu, heyra því ekki undir samninginn og eru flestir sendir á brott eftir öðrum leiðum, meðal annars á vegum ríkislögreglustjóra og Frontex. Fréttablaðið greindi frá því í júlí í fyrra að samningur hefði náðst á milli stjórnvalda og Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar um að hælisleitendur sem ekki eiga rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim til sín án aðkomu lögreglu og stjórnvalda. Þá kom jafnframt fram að sams konar samningur væri í gildi við önnur Norðurlönd en hámarksstyrkur til hvers hælisleitanda þar væri um 500 þúsund krónur. Það er langtum meira en hælisleitendur hér á landi fá. Fullorðnir fá 200 evrur sem gera um 23 þúsund krónur og börn um 11 þúsund krónur. Samningurinn tók gildi 1. ágúst síðastliðinn og kveður á um að íslensk stjórnvöld greiði fólksflutningastofnuninni rúma 336 þúsund dollara, tæplega 40 milljónir króna, þóknun sem stofnunin nýtir svo til að flytja hælisleitendurna af landi brott. Samningurinn gildir í átján mánuði og kveður á um brottflutning 100 hælisleitenda. Á þeim rúmu átta mánuðum sem liðnir eru síðan hann tók gildi hefur Útlendingastofnun nýtt sér hann til brottflutnings 70 manns og því eru uppi áætlanir um að endurnýta eða framlengja samninginn svo fleiri verði sendir heim í krafti hans.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00