Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 98-65 | KR valtaði yfir Grindavík Stefán Árni Pálsson skrifar 18. apríl 2017 19:45 Brynjar Þór Björnsson var öflugur að vanda. vísir/ernir KR vann fyrsta leikinn um Íslandsmeistaratitilinn gegn Grindavík, 98-65, í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni vestur í bæ. Sigur KR-ingar var í raun aldrei í hættu og hafði liðið fín tök á leiknum nánast frá fyrstu mínútu. Pavel Ermolinskij var frábær í liði KR í kvöld og stýrði hann sóknarleik heimamanna eins og herforingi. Pavel skoraði átta stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Philip Alawoya var með 22 stig fyrir KR og Brynjar Þór Björnsson með 16 stig.Af hverju vann KR? Það var greinilegt að þetta var í fjórða árið í röð sem KR spilar til úrslita í efstu deild karla. Liðið tók þennan leik í raun bara í þriðja gír og gerðu leikmenn liðsins það mjög vel. KR-ingarnir voru innstilltir á verkefnið og höfðu undirbúið sig mjög vel. Grindvíkingarnir vissu aftur á móti oft ekki hvað snéri upp né niður og hitti liðið mjög illa á köflum.Bestu menn vallarins? Pavel Ermolinskij var frábær í kvöld og sýndi að hann er einn sá allra besti í deildinni. Philip Alawoya var einnig mjög öflugur hjá KR og einnig Darri Hilmarsson og Brynjar Þór Björnsson. Í heild sinni var liðið mjög gott og heldur betur sigur liðsheildarinnar. Í liði Grindvíkinga var það Dagur Kár Jónsson sem var eini maðurinn með lífsmarki, því miður.Hvað gekk illa? Grindavík þarf að endurskipuleggja sinn leik, bæði varnar og sóknarlega því liðið tapar þessu einvígi 3-0 ef það sýnir aftur svona frammistöðu. Þetta var of auðvelt fyrir KR-inga í kvöld og á ekki að sjást svona ójafn leikur í úrslitaeinvígi. Grindvíkingar hafa núna nokkra daga til að koma til baka.KR-Grindavík 98-65 (20-23, 28-12, 29-20, 21-10)KR: Philip Alawoya 22/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16/5 fráköst, Kristófer Acox 15/7 fráköst/3 varin skot, Darri Hilmarsson 12/5 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 9/7 fráköst/9 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 9, Pavel Ermolinskij 8/12 fráköst/11 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/4 fráköst, Karvel Ágúst Schram 2, Snorri Hrafnkelsson 2, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0. Grindavík: Dagur Kár Jónsson 17, Lewis Clinch Jr. 15/7 stoðsendingar, Þorsteinn Finnbogason 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/11 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6, Ómar Örn Sævarsson 5/10 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hamid Dicko 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0. Finnur: Þegar við spilum svona er mjög erfitt að ráða við okkurFinnur Freyr var ánægður með sína menn.vísir/ernir„Við bara spiluðum við og vörnin small í kvöld og bara virkilega flottur leikur hjá okkur,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Mér fannst bæði lið svolítið taktlaus í byrjun og það voru nokkrir hlutir sem við gerðum ekki nægilega vel í fyrri hálfleik sem við náðum að laga í þeim síðari og ég verð að hrósa strákunum fyrir virkilega flottan leik.“ Finnur segir að varnarleikur KR hafi í raun alveg gengið frá þessum leik. „Við vorum að frákasta vel og í kjölfarið fengum við auðveldar körfur í hröðum sóknum. Þegar vörnin heldur svona og við hirðum fráköstum, þá erum við helvíti góðir.“ Philip Alawoya átti mjög góðan leik fyrir KR í kvöld og var þjálfarinn virkilega sáttur með sinn mann. „Við vitum alveg hvað hann getur og hann er kannski búinn að bíða aðeins að sýna sitt rétta andlit. Það losnaði vel um hann í dag og strákarnir gerðu vel að finna hann. Philip er bara svo mikill liðsmaður að hann er sáttur með hvaða hlutverk sem er.“ Finnur segir að það verði ekkert vanmat hjá KR-ingunum í næsta leik á föstudaginn. „Staðan er bara 1-0 í þessu einvígi og þetta var bara leikurinn sem við áttum að klára. Það skiptir engu máli hvort við vinnum með einu stigi eða þrjátíu, sigur er bara sigur og við höldum einbeitingu.“ Ólafur um atvikið umdeilda: Hann sá mig allan tímannÓlafur tekur vítaskot.vísir/ernir„Við vorum alveg búnir að fara yfir ákveðna hluti í vörninni sem við ætluðum ekki að láta gerast en KR-ingar skora bara fyrstu tvær körfurnar á okkur þannig og það var bara saga leiksins,“ segir Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við höfum oft verið í úrslitum og mér fannst við alls ekkert vera eitthvað stressaðir í kvöld. Við höfum verið hérna fjórum sinnum á síðustu sjö árum og kunnum þetta bara. Það bara gekk ekkert upp hjá okkur í kvöld og það fór ekkert ofan í.“ Ólafur segir að liðið hafi verið lélegt varnarlega og eytt of mikilli orku í að tuða í dómurunum. „Við verðum bara að mæta tilbúnir í næsta leik, það er ekkert flóknara en það. Annars refsa KR-ingar okkur bara.“ Umdeilt atvik átti sér stað í byrjun leiksins þegar Ólafur vildi meina að Brynjar Þór Björnsson hefði gefið honum olnbogaskot í hálsinn. „Ég stend bara og hann segist ekki hafa séð hindrunina mína, en hann sá mig allan tímann. Menn þurfa bara að bera virðingu fyrir hvor öðrum og þetta er bara ódrengileg framkoma. Þetta var samt bara eitt högg og svo er þetta bara búið. Ég var meira segja búinn að gleyma þessu.“ Hér að neðan má sjá atvikið. Finnst eins og ég hafi séð þetta áður #dominos365 pic.twitter.com/ZqH1mnsIUc — Gunnar Birgisson (@grjotze) April 18, 2017 Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
KR vann fyrsta leikinn um Íslandsmeistaratitilinn gegn Grindavík, 98-65, í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni vestur í bæ. Sigur KR-ingar var í raun aldrei í hættu og hafði liðið fín tök á leiknum nánast frá fyrstu mínútu. Pavel Ermolinskij var frábær í liði KR í kvöld og stýrði hann sóknarleik heimamanna eins og herforingi. Pavel skoraði átta stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Philip Alawoya var með 22 stig fyrir KR og Brynjar Þór Björnsson með 16 stig.Af hverju vann KR? Það var greinilegt að þetta var í fjórða árið í röð sem KR spilar til úrslita í efstu deild karla. Liðið tók þennan leik í raun bara í þriðja gír og gerðu leikmenn liðsins það mjög vel. KR-ingarnir voru innstilltir á verkefnið og höfðu undirbúið sig mjög vel. Grindvíkingarnir vissu aftur á móti oft ekki hvað snéri upp né niður og hitti liðið mjög illa á köflum.Bestu menn vallarins? Pavel Ermolinskij var frábær í kvöld og sýndi að hann er einn sá allra besti í deildinni. Philip Alawoya var einnig mjög öflugur hjá KR og einnig Darri Hilmarsson og Brynjar Þór Björnsson. Í heild sinni var liðið mjög gott og heldur betur sigur liðsheildarinnar. Í liði Grindvíkinga var það Dagur Kár Jónsson sem var eini maðurinn með lífsmarki, því miður.Hvað gekk illa? Grindavík þarf að endurskipuleggja sinn leik, bæði varnar og sóknarlega því liðið tapar þessu einvígi 3-0 ef það sýnir aftur svona frammistöðu. Þetta var of auðvelt fyrir KR-inga í kvöld og á ekki að sjást svona ójafn leikur í úrslitaeinvígi. Grindvíkingar hafa núna nokkra daga til að koma til baka.KR-Grindavík 98-65 (20-23, 28-12, 29-20, 21-10)KR: Philip Alawoya 22/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16/5 fráköst, Kristófer Acox 15/7 fráköst/3 varin skot, Darri Hilmarsson 12/5 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 9/7 fráköst/9 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 9, Pavel Ermolinskij 8/12 fráköst/11 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/4 fráköst, Karvel Ágúst Schram 2, Snorri Hrafnkelsson 2, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0. Grindavík: Dagur Kár Jónsson 17, Lewis Clinch Jr. 15/7 stoðsendingar, Þorsteinn Finnbogason 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/11 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6, Ómar Örn Sævarsson 5/10 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hamid Dicko 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0. Finnur: Þegar við spilum svona er mjög erfitt að ráða við okkurFinnur Freyr var ánægður með sína menn.vísir/ernir„Við bara spiluðum við og vörnin small í kvöld og bara virkilega flottur leikur hjá okkur,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Mér fannst bæði lið svolítið taktlaus í byrjun og það voru nokkrir hlutir sem við gerðum ekki nægilega vel í fyrri hálfleik sem við náðum að laga í þeim síðari og ég verð að hrósa strákunum fyrir virkilega flottan leik.“ Finnur segir að varnarleikur KR hafi í raun alveg gengið frá þessum leik. „Við vorum að frákasta vel og í kjölfarið fengum við auðveldar körfur í hröðum sóknum. Þegar vörnin heldur svona og við hirðum fráköstum, þá erum við helvíti góðir.“ Philip Alawoya átti mjög góðan leik fyrir KR í kvöld og var þjálfarinn virkilega sáttur með sinn mann. „Við vitum alveg hvað hann getur og hann er kannski búinn að bíða aðeins að sýna sitt rétta andlit. Það losnaði vel um hann í dag og strákarnir gerðu vel að finna hann. Philip er bara svo mikill liðsmaður að hann er sáttur með hvaða hlutverk sem er.“ Finnur segir að það verði ekkert vanmat hjá KR-ingunum í næsta leik á föstudaginn. „Staðan er bara 1-0 í þessu einvígi og þetta var bara leikurinn sem við áttum að klára. Það skiptir engu máli hvort við vinnum með einu stigi eða þrjátíu, sigur er bara sigur og við höldum einbeitingu.“ Ólafur um atvikið umdeilda: Hann sá mig allan tímannÓlafur tekur vítaskot.vísir/ernir„Við vorum alveg búnir að fara yfir ákveðna hluti í vörninni sem við ætluðum ekki að láta gerast en KR-ingar skora bara fyrstu tvær körfurnar á okkur þannig og það var bara saga leiksins,“ segir Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við höfum oft verið í úrslitum og mér fannst við alls ekkert vera eitthvað stressaðir í kvöld. Við höfum verið hérna fjórum sinnum á síðustu sjö árum og kunnum þetta bara. Það bara gekk ekkert upp hjá okkur í kvöld og það fór ekkert ofan í.“ Ólafur segir að liðið hafi verið lélegt varnarlega og eytt of mikilli orku í að tuða í dómurunum. „Við verðum bara að mæta tilbúnir í næsta leik, það er ekkert flóknara en það. Annars refsa KR-ingar okkur bara.“ Umdeilt atvik átti sér stað í byrjun leiksins þegar Ólafur vildi meina að Brynjar Þór Björnsson hefði gefið honum olnbogaskot í hálsinn. „Ég stend bara og hann segist ekki hafa séð hindrunina mína, en hann sá mig allan tímann. Menn þurfa bara að bera virðingu fyrir hvor öðrum og þetta er bara ódrengileg framkoma. Þetta var samt bara eitt högg og svo er þetta bara búið. Ég var meira segja búinn að gleyma þessu.“ Hér að neðan má sjá atvikið. Finnst eins og ég hafi séð þetta áður #dominos365 pic.twitter.com/ZqH1mnsIUc — Gunnar Birgisson (@grjotze) April 18, 2017 Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira