Le Pen heitir því að halda hlífðarskildi yfir Frökkum verði hún kjörin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2017 23:30 Marine Le Pen, á fjöldasamkomunni í gær. Vísir/EPA Leiðtogi og forsetaframbjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, hefur heitið því að vernda franska kjósendur, verði hún kjörinn forseti í komandi kosningum. Ummælin lét hún falla í ræðu á fjöldasamkomu með stuðningsmönnum sínum nú á dögunum. Forkosningar fara fram í landinu næstkomandi sunnudag, 23. apríl og sýna skoðanakannanir að Le Pen, ásamt miðjumanninum Emmanuel Macron, eru líklegust til þess að fá brautargengi til þess að kljást í aðalkosningunum, sem haldnar verða 7. maí næstkomandi.Kannanir sýna að Le Pen með 23 prósent fylgi, á meðan 22 prósent segjast ætla að kjósa Macron. Það er þó ekki langt í næstu frambjóðenda, en Jean-Luc Mélenchon, forsetaframbjóðandi kommúnista og Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, mælast báðir með 19 til 21 prósent fylgi.Ég mun vernda ykkur. Það fyrsta sem ég geri sem forseti verður að koma á frönskum landamærum á ný. Ummælin vöktu mikla hrifningu stuðningsmanna hennar. Hún sakaði andstæðinga sína í kosningunum um að vera hallir undir „gegndarlausa hnattvæðingu.“ Þá sagði hún jafnframt að mikill fjöldi innflytjenda „væri ekki tækifæri fyrir Frakkland, heldur stórslys fyrir Frakkland.“Valkostirnir á sunnudag eru einfaldir. Það er valkostur á milli Frakklands sem rís aftur og Frakklands sem sekkur. Hún fór jafnframt hörðum orðum um Evrópusambandið og Schengen samstarfið og hefur hún heitið því að Frakkland muni undir hennar stjórn hætta þátttöku í hvoru tveggja. Rúmlega 400 mótmælendur mótmæltu fyrir utan tónleikahöllina þar sem Le Pen hélt fjöldasamkomu sína og varð lögregla að beita táragasi til þess að halda þeim í skefjum. Frakkland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Leiðtogi og forsetaframbjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, hefur heitið því að vernda franska kjósendur, verði hún kjörinn forseti í komandi kosningum. Ummælin lét hún falla í ræðu á fjöldasamkomu með stuðningsmönnum sínum nú á dögunum. Forkosningar fara fram í landinu næstkomandi sunnudag, 23. apríl og sýna skoðanakannanir að Le Pen, ásamt miðjumanninum Emmanuel Macron, eru líklegust til þess að fá brautargengi til þess að kljást í aðalkosningunum, sem haldnar verða 7. maí næstkomandi.Kannanir sýna að Le Pen með 23 prósent fylgi, á meðan 22 prósent segjast ætla að kjósa Macron. Það er þó ekki langt í næstu frambjóðenda, en Jean-Luc Mélenchon, forsetaframbjóðandi kommúnista og Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, mælast báðir með 19 til 21 prósent fylgi.Ég mun vernda ykkur. Það fyrsta sem ég geri sem forseti verður að koma á frönskum landamærum á ný. Ummælin vöktu mikla hrifningu stuðningsmanna hennar. Hún sakaði andstæðinga sína í kosningunum um að vera hallir undir „gegndarlausa hnattvæðingu.“ Þá sagði hún jafnframt að mikill fjöldi innflytjenda „væri ekki tækifæri fyrir Frakkland, heldur stórslys fyrir Frakkland.“Valkostirnir á sunnudag eru einfaldir. Það er valkostur á milli Frakklands sem rís aftur og Frakklands sem sekkur. Hún fór jafnframt hörðum orðum um Evrópusambandið og Schengen samstarfið og hefur hún heitið því að Frakkland muni undir hennar stjórn hætta þátttöku í hvoru tveggja. Rúmlega 400 mótmælendur mótmæltu fyrir utan tónleikahöllina þar sem Le Pen hélt fjöldasamkomu sína og varð lögregla að beita táragasi til þess að halda þeim í skefjum.
Frakkland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira