James Harden átti magnað tímabil með liði Houston Rockets og kemur sterklega til greina sem leikmaður ársins. Harden endaði með 29,1 stig og 11,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann gaf flestar stoðsendingar af öllum í deildinni og var ennfremur annar stigahæsti leikmaðurinn á eftir Russell Westbrook.
James Harden náði að skora samtals 2000 stig og gefa 900 stoðsendingar á leiktíðinni og því hafði aðeins Nate Archibald áður í sögu NBA.
James Harden blómstraði í stöðu leikstjórnanda en þegar Mike D'Antoni tók við liðinu síðasta sumar þá ákvað hann að Harden færi úr stöðu skotbakvarðar í stöðu leikstjórnanda. Það hafði ekki aðeins góð áhrif á gengi Houston Rockets (liðið vann fjórtán fleiri leiki, 55 í stað 41) heldur komst Harden í sögubækurnar.
Nate „Tiny" Archibald átti magnað tímabil með Kansas City-Omaha Kings 1972-73 en hann var þá bæði stigahæstur (34,0 stig í leik) og sá sem gaf flestar stoðsendingar (11,4 í leik).
Alls bjó Archibald til samanlagt 4539 stig fyrir liðið sitt í 80 leikjum á þessu tímabili eða 56,7 stig að meðaltali í leik. Í þá daga var engin þriggja stiga lína og því aðeins tvö stig fyrir öll skot utan af velli.
Hér fyrir neðan má sjá staðfestingu á þessu hjá ESPN Stats & Information.
James Harden missed matching Tiny Archibald's record for points created by 1 point pic.twitter.com/VBsjDjHVb0
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 13, 2017
James Harden joins Tiny Archibald in 1972-73 as the only players with 2,000 points and 900 assists in a season in NBA history.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 13, 2017