NBA: Heimsfriðurinn í aðalhlutverki í fimmta sigri Lakers í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Metta World Peace í nótt. Vísir/AP Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks héldu bæði áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma City Thunder vann líka án Russell Westbrook sem fékk langþráða hvíld eftir þrennuherferð sína.Heimsfriðurinn, Metta World Peace, var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers þegar liðið vann 108-96 sigur á New Orleans Pelicans í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. World Peace skoraði 18 stig í leiknum en þetta var væntanlega líka síðasti heimaleikur hans fyrir Lakers. Metta World Peace, sem hét einu sinni Ron Artest, var í byrjunarliði í 840. sinn í NBA en hann er orðinn 37 ára og er á sínu sautjánda tímabili í deildinni. Heimsfriðurinn setti meðal annars niður fjóra þrista í leiknum og það var mikið klappað fyrir honum í Staples Center í nótt. Cheick Diallo skoraði 19 stig fyrir Pelicans en liðið spilaði án stórstjarnanna Anthony Davis og DeMarcus Cousins. Þetta var líka fimmti tapleikur liðsins í röð.Victor Oladipo skoraði 20 stig og sigurkörfuna 6,3 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 100-98 útisigur á Minnesota Timberwolves. Thunder-liðið lék án Russell Westbrook sem fékk frí eftir að hafa gulltryggt sér þrennumetið í leiknum á undan. Þetta var fyrsti leikurinn sem Russell missir af á tímabilinu. Domantas Sabonis var með 19 stig og 9 fráköst en hjá Minnesota-liðinu var Karl-Anthony Towns með 26 stig og 12 fráköst.Dwight Howard var með 19 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets auðveldlega 103-76 en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Atlanta-liðið tryggði sér með þessu fimmta sætið í Austurdeildinni og leiki gegn Washington Wizards í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir aðeins viku síðan var Atlanta-liðið búið að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, þar á meðal tveimur á stuttum tíma fyrir Brooklyn Nets sem er versta lið deildarinnar. Leikmönnum Atlanta Hawks tókst hinsvegar að koma sér í gang þegar úrslitakeppnin var komin í hættu og kláruðu deildarkeppnina sannfærandi. Lið Charlotte Hornets hafði samt að engu að keppa en liðið missir af úrslitakeppninni í ár.Buddy Hield skoraði 30 stig og Ty Lawson var með sína fyrstu þrennu á ferlinum, 22 stig, 12 stoðsendingar og 11 fráköst, þegar Sacramento Kings vann Phoenix Suns 129-104 í uppgjör tveggja liða sem hafa marga stórefnilega leikmenn innanborðs. Tyler Ulis skoraði 27 fyrir Phoenix og Marquese Chriss var með 22 stig en unga stórskyttan Devin Booker fékk hinsvegar frí.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 108-96 Sacramento Kings - Phoenix Suns 129-104 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 91-109 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 98-100 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 103-76 NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks héldu bæði áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma City Thunder vann líka án Russell Westbrook sem fékk langþráða hvíld eftir þrennuherferð sína.Heimsfriðurinn, Metta World Peace, var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers þegar liðið vann 108-96 sigur á New Orleans Pelicans í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. World Peace skoraði 18 stig í leiknum en þetta var væntanlega líka síðasti heimaleikur hans fyrir Lakers. Metta World Peace, sem hét einu sinni Ron Artest, var í byrjunarliði í 840. sinn í NBA en hann er orðinn 37 ára og er á sínu sautjánda tímabili í deildinni. Heimsfriðurinn setti meðal annars niður fjóra þrista í leiknum og það var mikið klappað fyrir honum í Staples Center í nótt. Cheick Diallo skoraði 19 stig fyrir Pelicans en liðið spilaði án stórstjarnanna Anthony Davis og DeMarcus Cousins. Þetta var líka fimmti tapleikur liðsins í röð.Victor Oladipo skoraði 20 stig og sigurkörfuna 6,3 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 100-98 útisigur á Minnesota Timberwolves. Thunder-liðið lék án Russell Westbrook sem fékk frí eftir að hafa gulltryggt sér þrennumetið í leiknum á undan. Þetta var fyrsti leikurinn sem Russell missir af á tímabilinu. Domantas Sabonis var með 19 stig og 9 fráköst en hjá Minnesota-liðinu var Karl-Anthony Towns með 26 stig og 12 fráköst.Dwight Howard var með 19 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets auðveldlega 103-76 en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Atlanta-liðið tryggði sér með þessu fimmta sætið í Austurdeildinni og leiki gegn Washington Wizards í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir aðeins viku síðan var Atlanta-liðið búið að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, þar á meðal tveimur á stuttum tíma fyrir Brooklyn Nets sem er versta lið deildarinnar. Leikmönnum Atlanta Hawks tókst hinsvegar að koma sér í gang þegar úrslitakeppnin var komin í hættu og kláruðu deildarkeppnina sannfærandi. Lið Charlotte Hornets hafði samt að engu að keppa en liðið missir af úrslitakeppninni í ár.Buddy Hield skoraði 30 stig og Ty Lawson var með sína fyrstu þrennu á ferlinum, 22 stig, 12 stoðsendingar og 11 fráköst, þegar Sacramento Kings vann Phoenix Suns 129-104 í uppgjör tveggja liða sem hafa marga stórefnilega leikmenn innanborðs. Tyler Ulis skoraði 27 fyrir Phoenix og Marquese Chriss var með 22 stig en unga stórskyttan Devin Booker fékk hinsvegar frí.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 108-96 Sacramento Kings - Phoenix Suns 129-104 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 91-109 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 98-100 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 103-76
NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira