Löggæsla á bæjarhátíðum í uppnámi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. apríl 2017 20:08 Sú ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að fella niður heimild lögreglu til að innheimta löggæslukostnað á bæjarhátíð um síðustu Verslunarmannahelgi hefur sett gæslu á slíkum hátíðum í uppnám. Mörg sambærileg mál eru nú á borði ráðuneytisins þar sem farið er fram á að gjaldið verði fellt niður. Í aðdraganda Verslunarmannahelgarinnar á síðasta ári stóð Fjallabyggð að undirbúningi Síldarævintýrisins á Siglufirði og þegar bærinn óskaði eftir tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldum fór Lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra fram á að bæjarfélagið myndi greiða löggæslukostnað til að fá leyfið í gegn. Hefði bæjarfélagið ekki greitt þennan kostnað hefði verið líklegt að bæjarfélagið fengi ekki tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldunum en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð kærði málið til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem úrskurðaði um málið í byrjun mánaðarins. Þar er ákvörðun lögreglustjórans um innheimtu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíðarinnar felld úr gildi. Spurningin sem hefur vaknað eftir úrskurð ráðuneytisins er hvort á kvörðunin sé fordæmisgefandi fyrir aðrar bæjarhátíðir sem haldnar eru um landið. Það er erfitt að segja hvaða áhrif hann getur haft á aðrar bæjarhátíðir því í úrskurðinum kemur einnig fram að bæjarhátíðir geti verið þannig að það sé hægt að innheimta löggæslukostnað,” segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Halla segir að fleiri mál eins og þetta séu til meðferðar hjá ráðuneytinu og segir hún að beðið verði með viðbrögð þar til úrskurðir í þeim málum liggi fyrir. „Ég hugsa að ég bíði eftir því og sjái hvaða leiðbeiningar ráðuneytið kemur fram með í þeim úrskurði og kannski í kjölfarið af því held ég að það sé alveg tilefni til þess að fara með það í dómsmálaráðuneytið og fara aftur yfir þessi mál.“ Vegna þeirra hátíða sem haldnar eru yfir sumarmánuðina þarf lögreglan á Norðurlandi eystra að leggja út í mikinn kostnað vegna þeirra hátíða. Ljóst er að ekki verður innheimtur löggæslukostnaður sæki Fjallabyggð aftur um tækifærisleyfi fyrir Síldarævintýrinu á Siglufirði um næstu Verslunarmannahelgi en fjölmargar aðrar hátíðir eru fyrirhugaðar á svæðinu í ár eins og Bíladagar, Sumleikarnir á Akureyri og Mærudagar á Húsavík. Tengdar fréttir Síldarævintýrisdeilan: Löggæslukostnaður felldur niður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt niður löggæslukostnað sem lagður var á Fjallabyggð vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði í fyrra. 25. apríl 2017 12:28 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Sú ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að fella niður heimild lögreglu til að innheimta löggæslukostnað á bæjarhátíð um síðustu Verslunarmannahelgi hefur sett gæslu á slíkum hátíðum í uppnám. Mörg sambærileg mál eru nú á borði ráðuneytisins þar sem farið er fram á að gjaldið verði fellt niður. Í aðdraganda Verslunarmannahelgarinnar á síðasta ári stóð Fjallabyggð að undirbúningi Síldarævintýrisins á Siglufirði og þegar bærinn óskaði eftir tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldum fór Lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra fram á að bæjarfélagið myndi greiða löggæslukostnað til að fá leyfið í gegn. Hefði bæjarfélagið ekki greitt þennan kostnað hefði verið líklegt að bæjarfélagið fengi ekki tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldunum en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð kærði málið til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem úrskurðaði um málið í byrjun mánaðarins. Þar er ákvörðun lögreglustjórans um innheimtu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíðarinnar felld úr gildi. Spurningin sem hefur vaknað eftir úrskurð ráðuneytisins er hvort á kvörðunin sé fordæmisgefandi fyrir aðrar bæjarhátíðir sem haldnar eru um landið. Það er erfitt að segja hvaða áhrif hann getur haft á aðrar bæjarhátíðir því í úrskurðinum kemur einnig fram að bæjarhátíðir geti verið þannig að það sé hægt að innheimta löggæslukostnað,” segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Halla segir að fleiri mál eins og þetta séu til meðferðar hjá ráðuneytinu og segir hún að beðið verði með viðbrögð þar til úrskurðir í þeim málum liggi fyrir. „Ég hugsa að ég bíði eftir því og sjái hvaða leiðbeiningar ráðuneytið kemur fram með í þeim úrskurði og kannski í kjölfarið af því held ég að það sé alveg tilefni til þess að fara með það í dómsmálaráðuneytið og fara aftur yfir þessi mál.“ Vegna þeirra hátíða sem haldnar eru yfir sumarmánuðina þarf lögreglan á Norðurlandi eystra að leggja út í mikinn kostnað vegna þeirra hátíða. Ljóst er að ekki verður innheimtur löggæslukostnaður sæki Fjallabyggð aftur um tækifærisleyfi fyrir Síldarævintýrinu á Siglufirði um næstu Verslunarmannahelgi en fjölmargar aðrar hátíðir eru fyrirhugaðar á svæðinu í ár eins og Bíladagar, Sumleikarnir á Akureyri og Mærudagar á Húsavík.
Tengdar fréttir Síldarævintýrisdeilan: Löggæslukostnaður felldur niður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt niður löggæslukostnað sem lagður var á Fjallabyggð vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði í fyrra. 25. apríl 2017 12:28 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Síldarævintýrisdeilan: Löggæslukostnaður felldur niður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt niður löggæslukostnað sem lagður var á Fjallabyggð vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði í fyrra. 25. apríl 2017 12:28