Eldræða þjálfarans kom Memphis í gang: „Smjattið á þessum upplýsingum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. apríl 2017 14:00 David Fizdale er búinn að setja það sem flesti héldu að yrðu einföld sería fyrir Spurs í uppnám. vísir/getty David Fizdale, þjálfari Memphis Grizzlies, náði heldur betur að kveikja í leikmönnum sínum og bara allri borginni með eldræðu sinni á blaðamannafundi eftir leik tvö í viðureign liðsins á móti San Antonio Spurs í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA. Spurs komst í 2-0 með tveimur sigrum á heimavelli en Grizzlies jafnaði metin með tveimur sigrum í Memphis. Næsti leikur liðanna fer fram í San Antonio í nótt. Spurs hafnaði í 2. sæti vestursins en Memphis í 7. sæti. Fizdale, sem er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari, ofbauð dómgæslan í leiknum og fór aðeins yfir tölurnar með blaðamönnum á fréttamannafundi eftir leikinn. „Dómgæslan þessum leik var mjög léleg. Zach Randolph, sem er einn mesti baráttujaxl deildarinnar, tók ekki eitt vítaskot en Kawhi Leonard tók 19 víti,“ sagði Fizdale sem fannst dómararnir einfaldlega á bandi Spurs-liðsins. „Í fyrri hálfleik áttum við 19 skot nálægt körfunni en við fengum bara sex vítaskot á meðan San Antonio tók ellefu skot við körfuna en fékk 23 vítaskot. Ég er ekkert sérstakur með tölur en þetta bara stemmir ekki.“Bolirnir sem búið er að prenta.Njótum ekki virðingar Fizdale hækkaði svo róminn og byrjaði eiginlega bara að öskra af bræði. „Í heildina tókum við 35 skot við körfuna en fengum bara fimmtán vítaskot allan leikinn! Þeir skutu 18 sinnum við körfuna en fengu 32 vítaskot og Kawhi Leonard tók fleiri vítaskot en allt liðið okkar til samans. Útskýrið þetta fyrir mér,“ sagði hann. „Við njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið því Mike Conley brjálast til dæmis ekki. Hann er heiðursmaður og spilar bara leikinn. Ég læt ekki koma svona fram við okkur. Ég veit alveg að Popovich er reynslubolti en ég er nýliði en þeir munu ekki koma fram við okkur eins og nýliða. Þetta er óásættanlegt.“ „Strákarnir mínir unnu sér rétt til að spila þennan leik en dómararnir gáfu okkur ekki séns,“ sagði David Fizdale. Það var svo síðasta setning fréttamannafundarins sem hefur kveikt nýjan neista í öllum sem tengjast Memphis-liðinu en áður en Fizdale rauk út barði hann í borðið og sagði hátt: „Smjattið á þessum upplýsingum (e. Take that for data)!“ Þessi orð voru ekki lengi að fara á flug í netheimum þar sem sprelligosar veraldarvefsins bjuggu til allskonar myndir Fizdale til heiðurs og einnig er búið að prenta orðin á boli sem vafalítið margir munu klæðast í kvöld. Eldræðu David Fizdale má sjá í spilaranum hér að neðan. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
David Fizdale, þjálfari Memphis Grizzlies, náði heldur betur að kveikja í leikmönnum sínum og bara allri borginni með eldræðu sinni á blaðamannafundi eftir leik tvö í viðureign liðsins á móti San Antonio Spurs í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA. Spurs komst í 2-0 með tveimur sigrum á heimavelli en Grizzlies jafnaði metin með tveimur sigrum í Memphis. Næsti leikur liðanna fer fram í San Antonio í nótt. Spurs hafnaði í 2. sæti vestursins en Memphis í 7. sæti. Fizdale, sem er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari, ofbauð dómgæslan í leiknum og fór aðeins yfir tölurnar með blaðamönnum á fréttamannafundi eftir leikinn. „Dómgæslan þessum leik var mjög léleg. Zach Randolph, sem er einn mesti baráttujaxl deildarinnar, tók ekki eitt vítaskot en Kawhi Leonard tók 19 víti,“ sagði Fizdale sem fannst dómararnir einfaldlega á bandi Spurs-liðsins. „Í fyrri hálfleik áttum við 19 skot nálægt körfunni en við fengum bara sex vítaskot á meðan San Antonio tók ellefu skot við körfuna en fékk 23 vítaskot. Ég er ekkert sérstakur með tölur en þetta bara stemmir ekki.“Bolirnir sem búið er að prenta.Njótum ekki virðingar Fizdale hækkaði svo róminn og byrjaði eiginlega bara að öskra af bræði. „Í heildina tókum við 35 skot við körfuna en fengum bara fimmtán vítaskot allan leikinn! Þeir skutu 18 sinnum við körfuna en fengu 32 vítaskot og Kawhi Leonard tók fleiri vítaskot en allt liðið okkar til samans. Útskýrið þetta fyrir mér,“ sagði hann. „Við njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið því Mike Conley brjálast til dæmis ekki. Hann er heiðursmaður og spilar bara leikinn. Ég læt ekki koma svona fram við okkur. Ég veit alveg að Popovich er reynslubolti en ég er nýliði en þeir munu ekki koma fram við okkur eins og nýliða. Þetta er óásættanlegt.“ „Strákarnir mínir unnu sér rétt til að spila þennan leik en dómararnir gáfu okkur ekki séns,“ sagði David Fizdale. Það var svo síðasta setning fréttamannafundarins sem hefur kveikt nýjan neista í öllum sem tengjast Memphis-liðinu en áður en Fizdale rauk út barði hann í borðið og sagði hátt: „Smjattið á þessum upplýsingum (e. Take that for data)!“ Þessi orð voru ekki lengi að fara á flug í netheimum þar sem sprelligosar veraldarvefsins bjuggu til allskonar myndir Fizdale til heiðurs og einnig er búið að prenta orðin á boli sem vafalítið margir munu klæðast í kvöld. Eldræðu David Fizdale má sjá í spilaranum hér að neðan.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira