„Loksins sér fyrir endann á kuldanum,“ segir á vef Veðurstofunnar í dag. Hins vegar má gera ráð fyrir stormi austantil í dag en búast má við hlýnandi veðri frá og með morgundeginum.
Gert er ráð fyrir minnkandi norðanátt í dag og að léttskýjað verði sunnan- og vestantil á landinu. Þá verðust skýjað og stöku él norðan- og austantil, en léttir til í dag. Ákveðin vestan- og suðvestanátt á morgun og væta með köflum en þurrt fyrir austan. Hlýnar í veðri og hiti 3 til 10 stig síðdegis á morgun, segir á vef Veðurstofunnar.
Þriðjudagur
Vestan og suðvestan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Bjart með köflum á austurlandi. Annars skýjað, en sums staðar súld vestanlands. Hlýnandi, hiti 3 til 8 stig síðdegis.
Miðvikudagur
Suðvestan 5-13 m/s. Víða léttskýjað á A-verðu landinu, en skýjað og úrkomulítið V-til. Hiti yfirleitt 5 til 12 stig að deginum, hlýjast austantil.
Fimmtudagur
Suðlæg átt 5-13 m/s. Léttskýjað á NA- og A-landi, en skýjað og rigning með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast NA-til. Heldur hvassara og slydda vestantil um kvöldið og kólnar.

