Svona skiptast mörkin 500 upp sem Messi hefur skorað fyrir Barcelona Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. apríl 2017 11:00 Alveg frábær. vísir/getty Lionel Messi lét fótboltaáhugamenn enn eina ferðina velkjast í vafa um það hvort hann sé einfaldlega frá plánetunni jörð með frammistöðu sinni í El Clásico í gærkvöldi. Argentínska undrið fór á kostum og skoraði flautumark í uppbótartíma sem tryggði Börsungum sigur, 3-2, en markið var heldur betur mikilvægt í baráttu þessara miklu erkifjenda um Spánarmeistaratitilinn. Messi varð í gær fyrsti maðurinn sem skorar sigurmark í uppbótartíma í El Clásico á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid. Sigurmarkið var líka 500. markið sem hann skorar fyrir Barcelona.BBC er með skemmtilega úttekt á mörkunum 500 þar sem kemur fram að 402 af 500 mörkum Argentínumannsins hefur hann skorað með uppáhaldsfætinum sínum; þeim vinstri. Hann er búinn að skora 74 mörk með hægri fæti og 22 með skalla. Messi er búinn að skora 343 mörk í La Liga á Spáni og 94 í Meistaradeildinni, 43 í spænska bikarnum, tólf í Stórbikarnum á Spáni, fimm í Evrópudeildinni og þrjú í Stórbikar Evrópu. 500 mörk fyrir eina og sama félagið, takk fyrir. Mark Messi kom Barcelona á toppinn í spænsku 1. deildinni en liðið hefur betur í innbyrðis viðureignum á móti Real Madrid. Madrídingar eiga þó leik til góða og verða því spænskir meistarar ef þeir vinna síðustu átta leiki tímabilsins sama hvað Börsungar gera.MILESTONE: Lionel #Messi has now scored 500 career goals for Barcelona.Absolutely unbelievable. pic.twitter.com/ydjL60PPw3— Squawka Football (@Squawka) April 23, 2017 Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Lionel Messi lét fótboltaáhugamenn enn eina ferðina velkjast í vafa um það hvort hann sé einfaldlega frá plánetunni jörð með frammistöðu sinni í El Clásico í gærkvöldi. Argentínska undrið fór á kostum og skoraði flautumark í uppbótartíma sem tryggði Börsungum sigur, 3-2, en markið var heldur betur mikilvægt í baráttu þessara miklu erkifjenda um Spánarmeistaratitilinn. Messi varð í gær fyrsti maðurinn sem skorar sigurmark í uppbótartíma í El Clásico á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid. Sigurmarkið var líka 500. markið sem hann skorar fyrir Barcelona.BBC er með skemmtilega úttekt á mörkunum 500 þar sem kemur fram að 402 af 500 mörkum Argentínumannsins hefur hann skorað með uppáhaldsfætinum sínum; þeim vinstri. Hann er búinn að skora 74 mörk með hægri fæti og 22 með skalla. Messi er búinn að skora 343 mörk í La Liga á Spáni og 94 í Meistaradeildinni, 43 í spænska bikarnum, tólf í Stórbikarnum á Spáni, fimm í Evrópudeildinni og þrjú í Stórbikar Evrópu. 500 mörk fyrir eina og sama félagið, takk fyrir. Mark Messi kom Barcelona á toppinn í spænsku 1. deildinni en liðið hefur betur í innbyrðis viðureignum á móti Real Madrid. Madrídingar eiga þó leik til góða og verða því spænskir meistarar ef þeir vinna síðustu átta leiki tímabilsins sama hvað Börsungar gera.MILESTONE: Lionel #Messi has now scored 500 career goals for Barcelona.Absolutely unbelievable. pic.twitter.com/ydjL60PPw3— Squawka Football (@Squawka) April 23, 2017
Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira