Þjóðgarðsvörður: Ekki til skoðunar að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 14:15 Ferðamenn við Þingvallabæinn. vísir/eyþór Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að ekki sé til skoðunar að fara að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli en nái frumvarp Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fram að ganga mun verða heimild í lögum til þess að setja reglugerð er heimilar að rukka aðgangseyri að þjóðgarðinum. Drög að frumvarpinu hafa verið lögð fram og eru aðgengileg hér. Nú þegar eru tekin bílastæðagjöld og salernisgjöld í þjóðgarðinum og segir Ólafur að stefnt sé áfram að því að taka gjöld á Þingvöllum fyrir veitta þjónustu. „Við höfum alltaf bundið þetta við aðgang að þjónustu eða aðstöðu sem er komið upp til þess að taka á móti gestum en ekki til þess að rukka aðgang inn á tiltekið svæði. Það er ekkert fleira sem við höfum tekið gjald fyrir og það er ekkert fleira sem við erum með í huga. Það kunna þó að verða einhverjar breytingar á útfærslum á þessu en þetta eru þeir póstar sem við sjáum fyrir okkur að við tökum gjald fyrir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist líta svo á að frumvarpið veiti þjóðgarðinum meira svigrúm til að nýta það fé sem kemur inn með gjaldtöku. Þannig geti bílastæðagjald á einum stað innan Þingvalla nýst til uppbyggingar við annað bílastæði innan garðsins og umhverfi og þjónustu í kringum það.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Evrurnar trítla hérna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa upp á þær“En er þjóðgarðsvörður ekki hræddur um að með aukinni gjaldtöku innan Þingvalla muni þau framlög sem þjóðgarðurinn fær á fjárlögum minnka? „Nei, ég geri bara ráð fyrir því að þegar fjárhagur og fjárþörf Þingvalla eru skoðuð þá leggi menn saman þessar sértekjur sem við höfum og þær fjárveitingar sem Alþingi lætur okkur hafa og það dugi fyrir þeirri uppbyggingu sem þarf.“ Ólafur segir að hann yrði ekki hissa þó að framlögin úr ríkissjóði myndu lækka. „Ef við höfum nóg þá er það bara alveg ágætt. Þá rætist það sem ég hef alltaf sagt: af hverju eigum við að neita okkur um þá auðlind sem þarna rennur framhjá og fara svo til skattborgaranna í gegnum fjárlögin til þess að láta þá halda úti þjónustu við atvinnustarfsemi sem gefur mikið af sér? Ég yrði bara feginn að þjóðgarðurinn á Þingvöllum geti borið sig svo vel, þó það verði aldrei þannig að hann geti bara rekið sig á þjónustugjöldum, en ég væri manna fegnastur ef það væri hægt að lækka fé skattborgaranna og við nýttum auðlindina betur að því gefnu að við höfum nóg að bíta og brenna,“ segir Ólafur og bætir við að hann vilji ekki vera með eitthvað væl í kringum þetta. „Við eigum að bera okkur vel og byggja myndarlega upp. Evrurnar trítla þarna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa aðeins upp á þær og fá þær til okkar því á meðan við nýtum ekki auðlindina þá eigum við ekki að vera að væla um peninga frá almenningi,“ segir þjóðgarðsvörður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30 Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00 Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að ekki sé til skoðunar að fara að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli en nái frumvarp Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fram að ganga mun verða heimild í lögum til þess að setja reglugerð er heimilar að rukka aðgangseyri að þjóðgarðinum. Drög að frumvarpinu hafa verið lögð fram og eru aðgengileg hér. Nú þegar eru tekin bílastæðagjöld og salernisgjöld í þjóðgarðinum og segir Ólafur að stefnt sé áfram að því að taka gjöld á Þingvöllum fyrir veitta þjónustu. „Við höfum alltaf bundið þetta við aðgang að þjónustu eða aðstöðu sem er komið upp til þess að taka á móti gestum en ekki til þess að rukka aðgang inn á tiltekið svæði. Það er ekkert fleira sem við höfum tekið gjald fyrir og það er ekkert fleira sem við erum með í huga. Það kunna þó að verða einhverjar breytingar á útfærslum á þessu en þetta eru þeir póstar sem við sjáum fyrir okkur að við tökum gjald fyrir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist líta svo á að frumvarpið veiti þjóðgarðinum meira svigrúm til að nýta það fé sem kemur inn með gjaldtöku. Þannig geti bílastæðagjald á einum stað innan Þingvalla nýst til uppbyggingar við annað bílastæði innan garðsins og umhverfi og þjónustu í kringum það.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Evrurnar trítla hérna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa upp á þær“En er þjóðgarðsvörður ekki hræddur um að með aukinni gjaldtöku innan Þingvalla muni þau framlög sem þjóðgarðurinn fær á fjárlögum minnka? „Nei, ég geri bara ráð fyrir því að þegar fjárhagur og fjárþörf Þingvalla eru skoðuð þá leggi menn saman þessar sértekjur sem við höfum og þær fjárveitingar sem Alþingi lætur okkur hafa og það dugi fyrir þeirri uppbyggingu sem þarf.“ Ólafur segir að hann yrði ekki hissa þó að framlögin úr ríkissjóði myndu lækka. „Ef við höfum nóg þá er það bara alveg ágætt. Þá rætist það sem ég hef alltaf sagt: af hverju eigum við að neita okkur um þá auðlind sem þarna rennur framhjá og fara svo til skattborgaranna í gegnum fjárlögin til þess að láta þá halda úti þjónustu við atvinnustarfsemi sem gefur mikið af sér? Ég yrði bara feginn að þjóðgarðurinn á Þingvöllum geti borið sig svo vel, þó það verði aldrei þannig að hann geti bara rekið sig á þjónustugjöldum, en ég væri manna fegnastur ef það væri hægt að lækka fé skattborgaranna og við nýttum auðlindina betur að því gefnu að við höfum nóg að bíta og brenna,“ segir Ólafur og bætir við að hann vilji ekki vera með eitthvað væl í kringum þetta. „Við eigum að bera okkur vel og byggja myndarlega upp. Evrurnar trítla þarna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa aðeins upp á þær og fá þær til okkar því á meðan við nýtum ekki auðlindina þá eigum við ekki að vera að væla um peninga frá almenningi,“ segir þjóðgarðsvörður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30 Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00 Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30
Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00
Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30