ASÍ segir fjármálaáætlun ríkisstjórnar alvarlega aðför að velferðarkerfinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 14:44 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er alvarleg aðför að velferðarkerfinu. Þetta segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Ríkisstjórnin kynnti í lok mars fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Í ályktun miðstjórnar ASÍ frá því í gær er þessi áætlun harðlega gagnrýnd og hún sögð aðför að velferðakerfinu. Meðal annars þau áform að skerða réttindi atvinnuleitenda og stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 24. Þetta er sagt alvarleg aðför að grundvallarréttindum launafólks. Þá kemur fram að þrátt fyrir ítrekuð loforð um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar sé rekstur hennar áfram vanfjármagnaður. Varðandi áform um fjölgun hjúkrunarrýma kemur fram að sú fjölgun nemi einungis rúmlega helmingnum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020. Miðstjórn ASÍ fagnar í ályktuninni áformaðri hækkun ríkisstjórnarinnar á hámarksgreiðslum til foreldra úr Fæðingarorlofssjóði í 600 þúsund krónur á mánuði, en telur jafnframt nauðsynlegt að tekjur upp að 300 þúsund krónum skerðist ekki og að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Þá vill stjórnin auka stofnframlög til byggingar hagkvæmra leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í eitt þúsund á ári næstu ári, til að bregðast við slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51 Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00 Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er alvarleg aðför að velferðarkerfinu. Þetta segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Ríkisstjórnin kynnti í lok mars fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Í ályktun miðstjórnar ASÍ frá því í gær er þessi áætlun harðlega gagnrýnd og hún sögð aðför að velferðakerfinu. Meðal annars þau áform að skerða réttindi atvinnuleitenda og stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 24. Þetta er sagt alvarleg aðför að grundvallarréttindum launafólks. Þá kemur fram að þrátt fyrir ítrekuð loforð um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar sé rekstur hennar áfram vanfjármagnaður. Varðandi áform um fjölgun hjúkrunarrýma kemur fram að sú fjölgun nemi einungis rúmlega helmingnum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020. Miðstjórn ASÍ fagnar í ályktuninni áformaðri hækkun ríkisstjórnarinnar á hámarksgreiðslum til foreldra úr Fæðingarorlofssjóði í 600 þúsund krónur á mánuði, en telur jafnframt nauðsynlegt að tekjur upp að 300 þúsund krónum skerðist ekki og að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Þá vill stjórnin auka stofnframlög til byggingar hagkvæmra leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í eitt þúsund á ári næstu ári, til að bregðast við slæmu ástandi á húsnæðismarkaði.
Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51 Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00 Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51
Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00
Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00