Katrín kallar eftir skýrari sýn hins opinbera í heilbrigðismálum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. maí 2017 12:59 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/anton Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að mörkuð verði skýrari sýn og stefna hins opinbers í málefnum heilbrigðisþjónustu. Engin heilbrigðisáætlun hafi verið sett hjá yfirvöldum. Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni síðasta sunnudag sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann sæi enga ástæðu til þess að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Bjarni sagði það gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið, að greiða út arð.Ummæli forsætisráðherra hafa valdið nokkrum pólitískum titringi og tók Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, málið upp á þingi í vikunni en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. „Arðgreiðslur úr velferðarkerfinu eru einmitt eitt stærsta pólitíska deiluefni, hvort sem við lítum til Noregs, Svíþjóðar eða annarra landa sem hafa gengið langt á undanförnum árum með að einkavæða hluta af sínum velferðar- og heilbrigðiskerfum. Ekki síst vegna þess að það sem gerist er að það eru teknir ákveðnir þættir, boðnir út og settir í einkarekstur, segjum einhverjar tilteknir aðgerðir. Þær eru færðar út af, segjum Landspítalanum, svo dæmi sé tekið, sem eigi að síður þarf að vera með alla bakvaktina ef eitthvað fer úrskeiðis til að mynda í einhverri aðgerð hjá einkaaðila úti í bæ. Þá er viðkomandi sjúklingur sendur inn á Landspítala ef einhverjar „komplikasjónir“ koma, sem þýðir að einkaaðilinn getur gert aðgerðina á hagkvæmari hátt.“ Katrín spyr á hvaða hátt það sé hagkvæmara að einkaaðilar sinni heilbrigðisþjónustu, en forsætisráðherra sakaði Katrínu um að vera gamaldags í hugsun. „Ég fellst ekkert á það. Ég bara horfi á nákvæmlega það sem hefur gerst í nágrannalöndum okkar og bendi á að þetta er ekki þróun sem við eigum að ganga inn í.“ Katrín segir alla hafa það markmið að reka gott og hagkvæmt heilbrigðiskerfi. „Í umræðunni hefur verið ruglað saman hlutum á borð við sjálfseignarstofnanir – sem eru ekki að greiða sér arð út úr rekstri, eru ekki reknir í hagnaðarskyni, eru til að mynda SÁÁ, Reykjalundur og hvað það heitir sem eiga sér langa sögu – og síðan því sem við getum kallað sjálfstætt starfandi lækna og svo það sem við getum kallað ákveðna fyrirtækjavæðingu þar sem eru að verða miklu stærri einkarekin fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Þetta er ólíkur rekstur og ég kalla eftir því að við séum með einhverja skýra sýn og stefnu sem fái eðlilega pólitíska umræðu, að við byggjum þá stefnu á reynslu annarra landa og rannsóknum þar sem þessi félagslega reknu kerfi koma mjög vel út,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að mörkuð verði skýrari sýn og stefna hins opinbers í málefnum heilbrigðisþjónustu. Engin heilbrigðisáætlun hafi verið sett hjá yfirvöldum. Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni síðasta sunnudag sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann sæi enga ástæðu til þess að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Bjarni sagði það gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið, að greiða út arð.Ummæli forsætisráðherra hafa valdið nokkrum pólitískum titringi og tók Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, málið upp á þingi í vikunni en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. „Arðgreiðslur úr velferðarkerfinu eru einmitt eitt stærsta pólitíska deiluefni, hvort sem við lítum til Noregs, Svíþjóðar eða annarra landa sem hafa gengið langt á undanförnum árum með að einkavæða hluta af sínum velferðar- og heilbrigðiskerfum. Ekki síst vegna þess að það sem gerist er að það eru teknir ákveðnir þættir, boðnir út og settir í einkarekstur, segjum einhverjar tilteknir aðgerðir. Þær eru færðar út af, segjum Landspítalanum, svo dæmi sé tekið, sem eigi að síður þarf að vera með alla bakvaktina ef eitthvað fer úrskeiðis til að mynda í einhverri aðgerð hjá einkaaðila úti í bæ. Þá er viðkomandi sjúklingur sendur inn á Landspítala ef einhverjar „komplikasjónir“ koma, sem þýðir að einkaaðilinn getur gert aðgerðina á hagkvæmari hátt.“ Katrín spyr á hvaða hátt það sé hagkvæmara að einkaaðilar sinni heilbrigðisþjónustu, en forsætisráðherra sakaði Katrínu um að vera gamaldags í hugsun. „Ég fellst ekkert á það. Ég bara horfi á nákvæmlega það sem hefur gerst í nágrannalöndum okkar og bendi á að þetta er ekki þróun sem við eigum að ganga inn í.“ Katrín segir alla hafa það markmið að reka gott og hagkvæmt heilbrigðiskerfi. „Í umræðunni hefur verið ruglað saman hlutum á borð við sjálfseignarstofnanir – sem eru ekki að greiða sér arð út úr rekstri, eru ekki reknir í hagnaðarskyni, eru til að mynda SÁÁ, Reykjalundur og hvað það heitir sem eiga sér langa sögu – og síðan því sem við getum kallað sjálfstætt starfandi lækna og svo það sem við getum kallað ákveðna fyrirtækjavæðingu þar sem eru að verða miklu stærri einkarekin fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Þetta er ólíkur rekstur og ég kalla eftir því að við séum með einhverja skýra sýn og stefnu sem fái eðlilega pólitíska umræðu, að við byggjum þá stefnu á reynslu annarra landa og rannsóknum þar sem þessi félagslega reknu kerfi koma mjög vel út,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira