Segir kvótakerfið risaskref í umhverfismálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Sex af ráðherrum ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðaáætlunina í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. vísir/eyþór Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lágkolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt í gær. Hún miðar að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varði veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en fjármála- og efnahagsráðuneytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SíldarvinnslanÍ yfirlýsingunni segir að helstu tækifæri Íslands til að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda liggi í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. „Rafvæðing bílaflotans er til að mynda raunhæf leið til að nýta innlenda græna orku á hagkvæman hátt og sjávarútvegurinn hefur mikla möguleika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orkuskipti og tæknilausnir við veiðar,“ segir í áætluninni. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir skattalega hvata skipta öllu máli varðandi aukna notkun rafbíla. Það sé góður stígandi í notkun slíkra bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af því að það er enginn virðisaukaskattur á þessum bílum. Þannig að þeir eru vel samkeppnishæfir í verði við hefðbundna bíla. Ef það væri virðisaukaskattur á þessum bílum þá værum við ekki að sjá þá á götunum,“ segir hann. Hann segir framleiðsluna á rafhlöðum í bílana vera dýra, þótt hún hafi lækkað og muni lækka áfram. „En á meðan hún er dýr þurfum við að hafa niðurfellingu á þessum gjöldum,“ segir Özur. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi í hagkvæmari skipum og veiðarfærum og hvernig þeim er beitt. Hann segir gríðarlega mikið hafa verið gert til að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki. Við erum að nota margfalt minna af olíu en áður. Menn eru að smíða ný og orkusparneytnari skip og menn eru stöðugt að horfa á orkuferla í landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að mynda hafi verið stigin mjög stór skref í að rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lágkolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt í gær. Hún miðar að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varði veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en fjármála- og efnahagsráðuneytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SíldarvinnslanÍ yfirlýsingunni segir að helstu tækifæri Íslands til að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda liggi í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. „Rafvæðing bílaflotans er til að mynda raunhæf leið til að nýta innlenda græna orku á hagkvæman hátt og sjávarútvegurinn hefur mikla möguleika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orkuskipti og tæknilausnir við veiðar,“ segir í áætluninni. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir skattalega hvata skipta öllu máli varðandi aukna notkun rafbíla. Það sé góður stígandi í notkun slíkra bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af því að það er enginn virðisaukaskattur á þessum bílum. Þannig að þeir eru vel samkeppnishæfir í verði við hefðbundna bíla. Ef það væri virðisaukaskattur á þessum bílum þá værum við ekki að sjá þá á götunum,“ segir hann. Hann segir framleiðsluna á rafhlöðum í bílana vera dýra, þótt hún hafi lækkað og muni lækka áfram. „En á meðan hún er dýr þurfum við að hafa niðurfellingu á þessum gjöldum,“ segir Özur. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi í hagkvæmari skipum og veiðarfærum og hvernig þeim er beitt. Hann segir gríðarlega mikið hafa verið gert til að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki. Við erum að nota margfalt minna af olíu en áður. Menn eru að smíða ný og orkusparneytnari skip og menn eru stöðugt að horfa á orkuferla í landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að mynda hafi verið stigin mjög stór skref í að rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?