Fimm í röð eru flottari en fjórir Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2017 07:00 Jón Arnór Stefánsson og Thelma Dís Ágústsdóttir með verðlaunin sín fyrir að vera bestu leikmenn tímabilsins. Fréttablaðið/Eyþór „Ég er gríðarlega stoltur,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, eftir að hann var útnefndur besti leikmaður Domino’s-deildar karla á uppgjöri Körfuknattleikssambandsins í gær en það eru leikmenn, þjálfarar og forráðamenn liðanna sem kjósa ásamt sérstakri dómnefnd skipaðri fagmönnum. Thelma Dís Ágústsdóttir, 18 ára gamall leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur, var útnefnd besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna en hún átti frábæra leiktíð með Suðurnesjaliðinu sem fór alla leið bæði í deild og bikar. Keflavíkurstúlkur sópuðu að sér verðlaunum en Birna Valgerður Benónýsdóttir var besti ungi leikmaðurinn og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir besti varnarmaðurinn. KR-ingar áttu besta leikmanninn og besta unga líkt og Keflavík í kvennakörfunni en Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var útnefndur besti ungi leikmaður tímabilsins hjá körlunum.Starfið hjá KR það flottasta „Ég hélt nú að menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór kíminn með verðlaunin í höndunum en hann fór ekki af stað fyrr en eftir áramót vegna meiðsla. Jón kom heim síðasta sumar og samdi við uppeldisfélagið en hann stóð uppi sem Íslands- og bikarmeistari í lok vetrar. „Að vinna fjóra titla í röð er rosalegur áfangi. Þetta verður erfitt að toppa. Starfið sem KR er að vinna í körfunni er það flottasta á landinu í dag og við munum halda áfram að byggja ofan á þetta. Það er mikilvægt að stjórnin og liðið slaki ekki á heldur haldi áfram að bæta ofan á þetta,“ sagði Jón Arnór, en hver er stefnan næsta vetur? „Mér finnst fimm titlar vera meiri yfirlýsing en fjórir titlar. Ég segi bara að framtíðin er björt í KR og svo er Benni Gumm kominn aftur heim. Það sýnir metnaðinn í vesturbænum. Ég er persónulega mjög ánægður að fá hann aftur heim. Hann ól mig upp í körfuboltanum og það er mikill fengur að fá hann. Framtíðin er björt og tímabilið æðislegt í alla staði. Ég hlakka til að takast á við næsta verkefni í vetur.“Vill gera betur en mamma Jón Arnór er 34 ára og fer að líða undir lok hans ferils. Ferill Thelmu Dís Ágústsdóttur er aftur á móti rétt að byrja. Þessi gríðarlega hæfileikaríka stúlka var besti ungi leikmaðurinn í fyrra en nú best allra í deildinni. „Við stóðum okkur ótrúlega vel í vetur, allar sem lið og þetta er það sem við erum að uppskera,“ segir Thelma en Keflavíkurliðið sópaði að sér verðlaunum í gær og vann allt sem í boði var. „Árangurinn sem við höfum náð er vonum framar. Við vissum alveg hversu góðar við erum en við bjuggumst ekki alveg við þessum árangri í vetur. Allavega ekki ég. Þetta er alveg æðislegt,“ segir Thelma. Litlar líkur eru á að sú besta spili í Domino’s-deildinni á næstu leiktíð þar sem bandarískir háskólar eru byrjaðir að hafa samband og það er eitthvað sem heillar Suðurnesjastúlkuna. „Ég er að skoða skóla úti núna og það kemur í ljós fljótlega. Mig langar að prófa þetta. Ég er búin að vera í sambandi við nokkra skóla úti. Ég er samt ekki alveg viss sjálf hvernig þetta fer,“ segir Thelma Dís. Thelma Dís er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu skyttu í sögu kvennakörfuboltans, en hún vann fjölda titla með gullaldarliði Keflavíkur á árum áður. Björg var einnig kjörin besti leikmaður tímabilsins árið 1990 og nú 27 árum seinna fetar dóttirin í fótspor hennar. Fyrst Thelma er byrjuð að vinna titla með ungu liði Keflavíkur og hefur verið kosin best einu sinni, er ekki stefnan að vinna fleiri verðlaun en mamma? „Jú, af hverju ekki?“ segir Thelma. Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
„Ég er gríðarlega stoltur,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, eftir að hann var útnefndur besti leikmaður Domino’s-deildar karla á uppgjöri Körfuknattleikssambandsins í gær en það eru leikmenn, þjálfarar og forráðamenn liðanna sem kjósa ásamt sérstakri dómnefnd skipaðri fagmönnum. Thelma Dís Ágústsdóttir, 18 ára gamall leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur, var útnefnd besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna en hún átti frábæra leiktíð með Suðurnesjaliðinu sem fór alla leið bæði í deild og bikar. Keflavíkurstúlkur sópuðu að sér verðlaunum en Birna Valgerður Benónýsdóttir var besti ungi leikmaðurinn og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir besti varnarmaðurinn. KR-ingar áttu besta leikmanninn og besta unga líkt og Keflavík í kvennakörfunni en Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var útnefndur besti ungi leikmaður tímabilsins hjá körlunum.Starfið hjá KR það flottasta „Ég hélt nú að menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór kíminn með verðlaunin í höndunum en hann fór ekki af stað fyrr en eftir áramót vegna meiðsla. Jón kom heim síðasta sumar og samdi við uppeldisfélagið en hann stóð uppi sem Íslands- og bikarmeistari í lok vetrar. „Að vinna fjóra titla í röð er rosalegur áfangi. Þetta verður erfitt að toppa. Starfið sem KR er að vinna í körfunni er það flottasta á landinu í dag og við munum halda áfram að byggja ofan á þetta. Það er mikilvægt að stjórnin og liðið slaki ekki á heldur haldi áfram að bæta ofan á þetta,“ sagði Jón Arnór, en hver er stefnan næsta vetur? „Mér finnst fimm titlar vera meiri yfirlýsing en fjórir titlar. Ég segi bara að framtíðin er björt í KR og svo er Benni Gumm kominn aftur heim. Það sýnir metnaðinn í vesturbænum. Ég er persónulega mjög ánægður að fá hann aftur heim. Hann ól mig upp í körfuboltanum og það er mikill fengur að fá hann. Framtíðin er björt og tímabilið æðislegt í alla staði. Ég hlakka til að takast á við næsta verkefni í vetur.“Vill gera betur en mamma Jón Arnór er 34 ára og fer að líða undir lok hans ferils. Ferill Thelmu Dís Ágústsdóttur er aftur á móti rétt að byrja. Þessi gríðarlega hæfileikaríka stúlka var besti ungi leikmaðurinn í fyrra en nú best allra í deildinni. „Við stóðum okkur ótrúlega vel í vetur, allar sem lið og þetta er það sem við erum að uppskera,“ segir Thelma en Keflavíkurliðið sópaði að sér verðlaunum í gær og vann allt sem í boði var. „Árangurinn sem við höfum náð er vonum framar. Við vissum alveg hversu góðar við erum en við bjuggumst ekki alveg við þessum árangri í vetur. Allavega ekki ég. Þetta er alveg æðislegt,“ segir Thelma. Litlar líkur eru á að sú besta spili í Domino’s-deildinni á næstu leiktíð þar sem bandarískir háskólar eru byrjaðir að hafa samband og það er eitthvað sem heillar Suðurnesjastúlkuna. „Ég er að skoða skóla úti núna og það kemur í ljós fljótlega. Mig langar að prófa þetta. Ég er búin að vera í sambandi við nokkra skóla úti. Ég er samt ekki alveg viss sjálf hvernig þetta fer,“ segir Thelma Dís. Thelma Dís er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu skyttu í sögu kvennakörfuboltans, en hún vann fjölda titla með gullaldarliði Keflavíkur á árum áður. Björg var einnig kjörin besti leikmaður tímabilsins árið 1990 og nú 27 árum seinna fetar dóttirin í fótspor hennar. Fyrst Thelma er byrjuð að vinna titla með ungu liði Keflavíkur og hefur verið kosin best einu sinni, er ekki stefnan að vinna fleiri verðlaun en mamma? „Jú, af hverju ekki?“ segir Thelma.
Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira