Fimm í röð eru flottari en fjórir Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2017 07:00 Jón Arnór Stefánsson og Thelma Dís Ágústsdóttir með verðlaunin sín fyrir að vera bestu leikmenn tímabilsins. Fréttablaðið/Eyþór „Ég er gríðarlega stoltur,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, eftir að hann var útnefndur besti leikmaður Domino’s-deildar karla á uppgjöri Körfuknattleikssambandsins í gær en það eru leikmenn, þjálfarar og forráðamenn liðanna sem kjósa ásamt sérstakri dómnefnd skipaðri fagmönnum. Thelma Dís Ágústsdóttir, 18 ára gamall leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur, var útnefnd besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna en hún átti frábæra leiktíð með Suðurnesjaliðinu sem fór alla leið bæði í deild og bikar. Keflavíkurstúlkur sópuðu að sér verðlaunum en Birna Valgerður Benónýsdóttir var besti ungi leikmaðurinn og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir besti varnarmaðurinn. KR-ingar áttu besta leikmanninn og besta unga líkt og Keflavík í kvennakörfunni en Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var útnefndur besti ungi leikmaður tímabilsins hjá körlunum.Starfið hjá KR það flottasta „Ég hélt nú að menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór kíminn með verðlaunin í höndunum en hann fór ekki af stað fyrr en eftir áramót vegna meiðsla. Jón kom heim síðasta sumar og samdi við uppeldisfélagið en hann stóð uppi sem Íslands- og bikarmeistari í lok vetrar. „Að vinna fjóra titla í röð er rosalegur áfangi. Þetta verður erfitt að toppa. Starfið sem KR er að vinna í körfunni er það flottasta á landinu í dag og við munum halda áfram að byggja ofan á þetta. Það er mikilvægt að stjórnin og liðið slaki ekki á heldur haldi áfram að bæta ofan á þetta,“ sagði Jón Arnór, en hver er stefnan næsta vetur? „Mér finnst fimm titlar vera meiri yfirlýsing en fjórir titlar. Ég segi bara að framtíðin er björt í KR og svo er Benni Gumm kominn aftur heim. Það sýnir metnaðinn í vesturbænum. Ég er persónulega mjög ánægður að fá hann aftur heim. Hann ól mig upp í körfuboltanum og það er mikill fengur að fá hann. Framtíðin er björt og tímabilið æðislegt í alla staði. Ég hlakka til að takast á við næsta verkefni í vetur.“Vill gera betur en mamma Jón Arnór er 34 ára og fer að líða undir lok hans ferils. Ferill Thelmu Dís Ágústsdóttur er aftur á móti rétt að byrja. Þessi gríðarlega hæfileikaríka stúlka var besti ungi leikmaðurinn í fyrra en nú best allra í deildinni. „Við stóðum okkur ótrúlega vel í vetur, allar sem lið og þetta er það sem við erum að uppskera,“ segir Thelma en Keflavíkurliðið sópaði að sér verðlaunum í gær og vann allt sem í boði var. „Árangurinn sem við höfum náð er vonum framar. Við vissum alveg hversu góðar við erum en við bjuggumst ekki alveg við þessum árangri í vetur. Allavega ekki ég. Þetta er alveg æðislegt,“ segir Thelma. Litlar líkur eru á að sú besta spili í Domino’s-deildinni á næstu leiktíð þar sem bandarískir háskólar eru byrjaðir að hafa samband og það er eitthvað sem heillar Suðurnesjastúlkuna. „Ég er að skoða skóla úti núna og það kemur í ljós fljótlega. Mig langar að prófa þetta. Ég er búin að vera í sambandi við nokkra skóla úti. Ég er samt ekki alveg viss sjálf hvernig þetta fer,“ segir Thelma Dís. Thelma Dís er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu skyttu í sögu kvennakörfuboltans, en hún vann fjölda titla með gullaldarliði Keflavíkur á árum áður. Björg var einnig kjörin besti leikmaður tímabilsins árið 1990 og nú 27 árum seinna fetar dóttirin í fótspor hennar. Fyrst Thelma er byrjuð að vinna titla með ungu liði Keflavíkur og hefur verið kosin best einu sinni, er ekki stefnan að vinna fleiri verðlaun en mamma? „Jú, af hverju ekki?“ segir Thelma. Dominos-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Ég er gríðarlega stoltur,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, eftir að hann var útnefndur besti leikmaður Domino’s-deildar karla á uppgjöri Körfuknattleikssambandsins í gær en það eru leikmenn, þjálfarar og forráðamenn liðanna sem kjósa ásamt sérstakri dómnefnd skipaðri fagmönnum. Thelma Dís Ágústsdóttir, 18 ára gamall leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur, var útnefnd besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna en hún átti frábæra leiktíð með Suðurnesjaliðinu sem fór alla leið bæði í deild og bikar. Keflavíkurstúlkur sópuðu að sér verðlaunum en Birna Valgerður Benónýsdóttir var besti ungi leikmaðurinn og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir besti varnarmaðurinn. KR-ingar áttu besta leikmanninn og besta unga líkt og Keflavík í kvennakörfunni en Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var útnefndur besti ungi leikmaður tímabilsins hjá körlunum.Starfið hjá KR það flottasta „Ég hélt nú að menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór kíminn með verðlaunin í höndunum en hann fór ekki af stað fyrr en eftir áramót vegna meiðsla. Jón kom heim síðasta sumar og samdi við uppeldisfélagið en hann stóð uppi sem Íslands- og bikarmeistari í lok vetrar. „Að vinna fjóra titla í röð er rosalegur áfangi. Þetta verður erfitt að toppa. Starfið sem KR er að vinna í körfunni er það flottasta á landinu í dag og við munum halda áfram að byggja ofan á þetta. Það er mikilvægt að stjórnin og liðið slaki ekki á heldur haldi áfram að bæta ofan á þetta,“ sagði Jón Arnór, en hver er stefnan næsta vetur? „Mér finnst fimm titlar vera meiri yfirlýsing en fjórir titlar. Ég segi bara að framtíðin er björt í KR og svo er Benni Gumm kominn aftur heim. Það sýnir metnaðinn í vesturbænum. Ég er persónulega mjög ánægður að fá hann aftur heim. Hann ól mig upp í körfuboltanum og það er mikill fengur að fá hann. Framtíðin er björt og tímabilið æðislegt í alla staði. Ég hlakka til að takast á við næsta verkefni í vetur.“Vill gera betur en mamma Jón Arnór er 34 ára og fer að líða undir lok hans ferils. Ferill Thelmu Dís Ágústsdóttur er aftur á móti rétt að byrja. Þessi gríðarlega hæfileikaríka stúlka var besti ungi leikmaðurinn í fyrra en nú best allra í deildinni. „Við stóðum okkur ótrúlega vel í vetur, allar sem lið og þetta er það sem við erum að uppskera,“ segir Thelma en Keflavíkurliðið sópaði að sér verðlaunum í gær og vann allt sem í boði var. „Árangurinn sem við höfum náð er vonum framar. Við vissum alveg hversu góðar við erum en við bjuggumst ekki alveg við þessum árangri í vetur. Allavega ekki ég. Þetta er alveg æðislegt,“ segir Thelma. Litlar líkur eru á að sú besta spili í Domino’s-deildinni á næstu leiktíð þar sem bandarískir háskólar eru byrjaðir að hafa samband og það er eitthvað sem heillar Suðurnesjastúlkuna. „Ég er að skoða skóla úti núna og það kemur í ljós fljótlega. Mig langar að prófa þetta. Ég er búin að vera í sambandi við nokkra skóla úti. Ég er samt ekki alveg viss sjálf hvernig þetta fer,“ segir Thelma Dís. Thelma Dís er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu skyttu í sögu kvennakörfuboltans, en hún vann fjölda titla með gullaldarliði Keflavíkur á árum áður. Björg var einnig kjörin besti leikmaður tímabilsins árið 1990 og nú 27 árum seinna fetar dóttirin í fótspor hennar. Fyrst Thelma er byrjuð að vinna titla með ungu liði Keflavíkur og hefur verið kosin best einu sinni, er ekki stefnan að vinna fleiri verðlaun en mamma? „Jú, af hverju ekki?“ segir Thelma.
Dominos-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira