Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2017 13:00 Jón Arnór Stefánsson, 34 ára, og Thelma Dís Ágústsdóttir, 18 ára, eru bestu leikmenn Domino´s-deildanna. vísir/anton brink/ernir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í Domino´s-deild karla í körfubolta og Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna kvenna, voru kjörnir bestu leikmenn tímabilsins en körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði úti á Granda í hádeginu í dag. Jón Arnór leiddi KR-liðið til fjórða Íslandsmeistaratitilsins í röð en þetta er sá þriðji sem hann vinnur á ferlinum. Jón Arnór var einnig valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir einvígið á móti Grindavík í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Jón Arnór er eini KR-ingurinn í úrvalsliðinu en það skipa einnig Matthías Orri Sigurðarson úr ÍR, Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Ólafur Ólafsson úr Grindavík og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sem kom öllum á óvart með því að koma Grindavíkurliðinu í oddaleik um Íslandsmeistaratitiilinn, var kjörinn þjálfari ársins en það eru þjálfarar deildarinnar sem velja það. Önnur verðlaun eru kosin af leikmönnum og sérstakri dómnefnd. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR var kjörinn besti ungi leikmaðurinn, Hlynur Bæringsson var varnarmaður ársins, Tryggvi Snær Hlinason úr Þór var prúðasti leikmaðurinn og Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, var besti erlendi leikmaðurinn í vetur.Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík, og Sverrir Þór Sverrrisson, Keflavík, eru bestu þjálfarar vetrarins.vísir/anton brink/eyþórThelma Dís Ágústsdóttir, sem var nú var kjörin besti leikmaður Domino´s-deildarinar kvenna, var besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Thelma var frábær í vetur en hún bætti sinn leik mikið í úrslitakeppninni og fór fyrir Keflavíkurliðinu sem stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hún er önnur af tveimur stúlkum úr Keflavíkurliðinu sem eru í úrvalsliði vetrarins en í því eru einnig Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Stjörnunni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar, en leikmenn hans sópuðu svo sannarlega að sér verðlaunum. Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík var kjörin besti ungi leikmaður deildarinnar en hún er aðeins sextán ára gömul. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var besti varnarmaðurinn og Ariana Moorer besti erlendi leikmaður vetrarins í kvennaboltanum. Salbjörg Ragna var einnig kjörin prúðasti leikmaðurinn en það eru dómarar deildarinnar sem kjósa til um þann heiður. Dómari ársins var svo á endanum kjörinn Sigmundur Már Herbertsson. Róbert Sigurðsson úr Fjölni var kjörinn besti leikmaður ársins í 1. deild karla og Sóllilja Bjarnadóttir besti leikmaður 1. deildar kvenna en öll verðlaun vetrarins má finna hér að neðan.Domino´s deild karla 2016-17:Úrvalslið Matthías Orri Sigurðarson ÍR Logi Gunnarsson Njarðvík Jón Arnór Stefánsson KR Ólafur Ólafsson Grindavík Hlynur Bæringsson StjarnanLeikmaður ársins Jón Arnór Stefánsson KRÞjálfari ársins Jóhann Þór Ólafsson GrindavíkBesti ungi leikmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KRVarnarmaður ársins Hlynur Bæringsson StjarnanBesti erlendi leikmaður ársins Amir Stevens KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Tryggvi Hlinason Þór Ak.1. deild karla 2016-17:Úrvalslið Róbert Sigurðsson Fjölnir Austin Bracey Valur Ragnar Gerald Albertsson Höttur Örn Sigurðarson Hamar Mirko Virijevic HötturLeikmaður ársins Róbert Sigurðsson FjölnirÞjálfari ársins Viðar Hafsteinsson HötturBesti ungi leikmaðurinn Hilmar Pétursson HamarDomino´s deild kvenna 2016-17:Úrvalslið Berglind Gunnarsdóttir Snæfell Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur Ragna Margrét Brynjarsdóttir StjarnanLeikmaður ársins Thelma Dís Ágústsdóttir KeflavíkÞjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson KeflavíkBesti ungi leikmaðurinn Birna Benónýsdóttir KeflavíkVarnarmaður ársins Salbjörg Sævarsdóttir KeflavíkBesti erlendi leikmaður ársins Ariana Moorer KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Salbjörg Sævarsdóttir Keflavík1. deild kvenna: Úrvalslið Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik Telma Lind Ásgeirsdóttir Breiðablik Unnur Lára Ásgeirsdóttir Þór Ak. Rut Herner Konráðsdóttir Þór Ak. Isabella Ósk Sigurðardóttir BreiðablikLeikmaður ársins Sóllilja Bjarnadóttir BreiðablikÞjálfari ársins Hildur Sigurðardóttir BreiðablikBesti ungi leikmaðurinn Ásta Júlía Grímsdóttir KRDómari ársins 2016-17 Sigmundur Már Herbertsson Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í Domino´s-deild karla í körfubolta og Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna kvenna, voru kjörnir bestu leikmenn tímabilsins en körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði úti á Granda í hádeginu í dag. Jón Arnór leiddi KR-liðið til fjórða Íslandsmeistaratitilsins í röð en þetta er sá þriðji sem hann vinnur á ferlinum. Jón Arnór var einnig valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir einvígið á móti Grindavík í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Jón Arnór er eini KR-ingurinn í úrvalsliðinu en það skipa einnig Matthías Orri Sigurðarson úr ÍR, Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Ólafur Ólafsson úr Grindavík og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sem kom öllum á óvart með því að koma Grindavíkurliðinu í oddaleik um Íslandsmeistaratitiilinn, var kjörinn þjálfari ársins en það eru þjálfarar deildarinnar sem velja það. Önnur verðlaun eru kosin af leikmönnum og sérstakri dómnefnd. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR var kjörinn besti ungi leikmaðurinn, Hlynur Bæringsson var varnarmaður ársins, Tryggvi Snær Hlinason úr Þór var prúðasti leikmaðurinn og Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, var besti erlendi leikmaðurinn í vetur.Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík, og Sverrir Þór Sverrrisson, Keflavík, eru bestu þjálfarar vetrarins.vísir/anton brink/eyþórThelma Dís Ágústsdóttir, sem var nú var kjörin besti leikmaður Domino´s-deildarinar kvenna, var besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Thelma var frábær í vetur en hún bætti sinn leik mikið í úrslitakeppninni og fór fyrir Keflavíkurliðinu sem stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hún er önnur af tveimur stúlkum úr Keflavíkurliðinu sem eru í úrvalsliði vetrarins en í því eru einnig Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Stjörnunni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar, en leikmenn hans sópuðu svo sannarlega að sér verðlaunum. Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík var kjörin besti ungi leikmaður deildarinnar en hún er aðeins sextán ára gömul. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var besti varnarmaðurinn og Ariana Moorer besti erlendi leikmaður vetrarins í kvennaboltanum. Salbjörg Ragna var einnig kjörin prúðasti leikmaðurinn en það eru dómarar deildarinnar sem kjósa til um þann heiður. Dómari ársins var svo á endanum kjörinn Sigmundur Már Herbertsson. Róbert Sigurðsson úr Fjölni var kjörinn besti leikmaður ársins í 1. deild karla og Sóllilja Bjarnadóttir besti leikmaður 1. deildar kvenna en öll verðlaun vetrarins má finna hér að neðan.Domino´s deild karla 2016-17:Úrvalslið Matthías Orri Sigurðarson ÍR Logi Gunnarsson Njarðvík Jón Arnór Stefánsson KR Ólafur Ólafsson Grindavík Hlynur Bæringsson StjarnanLeikmaður ársins Jón Arnór Stefánsson KRÞjálfari ársins Jóhann Þór Ólafsson GrindavíkBesti ungi leikmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KRVarnarmaður ársins Hlynur Bæringsson StjarnanBesti erlendi leikmaður ársins Amir Stevens KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Tryggvi Hlinason Þór Ak.1. deild karla 2016-17:Úrvalslið Róbert Sigurðsson Fjölnir Austin Bracey Valur Ragnar Gerald Albertsson Höttur Örn Sigurðarson Hamar Mirko Virijevic HötturLeikmaður ársins Róbert Sigurðsson FjölnirÞjálfari ársins Viðar Hafsteinsson HötturBesti ungi leikmaðurinn Hilmar Pétursson HamarDomino´s deild kvenna 2016-17:Úrvalslið Berglind Gunnarsdóttir Snæfell Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur Ragna Margrét Brynjarsdóttir StjarnanLeikmaður ársins Thelma Dís Ágústsdóttir KeflavíkÞjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson KeflavíkBesti ungi leikmaðurinn Birna Benónýsdóttir KeflavíkVarnarmaður ársins Salbjörg Sævarsdóttir KeflavíkBesti erlendi leikmaður ársins Ariana Moorer KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Salbjörg Sævarsdóttir Keflavík1. deild kvenna: Úrvalslið Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik Telma Lind Ásgeirsdóttir Breiðablik Unnur Lára Ásgeirsdóttir Þór Ak. Rut Herner Konráðsdóttir Þór Ak. Isabella Ósk Sigurðardóttir BreiðablikLeikmaður ársins Sóllilja Bjarnadóttir BreiðablikÞjálfari ársins Hildur Sigurðardóttir BreiðablikBesti ungi leikmaðurinn Ásta Júlía Grímsdóttir KRDómari ársins 2016-17 Sigmundur Már Herbertsson
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira