Sex tíma seinkun varð á áætlunarferð flugfélagsins Primera Air frá Keflavíkurflugvelli til Alicante í morgun vegna bilunar.
Áætluð brottför var klukkan 06:25 en farþegaþotan fór ekki frá Keflavíkurflugvelli fyrr en klukkan 12:25 í dag.
Flugstjóri farþegaþotunnar reyndi tvívegis að taka af stað en hætta þurfti við flugtakið í bæði skiptin vegna bilunar.
Kallaður var út flugvirki til að líta á bilunina og fór svo að farþegar biðu alls í sex klukkustundir eftir því að komast af stað.
Engar upplýsingar hafa fengist frá Primera Air um málið.
Sex tíma seinkun á áætlunarferð Primera Air: Hættu tvisvar við brottför vegna bilunar
Birgir Olgeirsson skrifar
