Vinstriblokkin með hæstu flokksgjöldin Snærós Sindradóttir skrifar 2. maí 2017 07:00 Á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands í gær samþykktu félagsmenn að flokksgjöldin yrðu 4.000 krónur á ári. Á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands í gær samþykktu fundargestir að árgjald meðlima yrði 4.000 krónur. Flokksgjald starfandi stjórnmálaflokka er nokkuð misjafnt en flestir segja flokkarnir að gjöldin séu valkvæð og enginn verði gerður brottrækur úr stjórnmálaflokknum við að hunsa kröfuna þegar hún berst í heimabankann. Hæstu flokksgjöldin má finna hjá Vinstri grænum í Reykjavík. Svæðisfélög flokkanna leggja misháar fjárhæðir á meðlimi sína en hjá Vinstri grænum í Reykjavík, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, er valkvæð greiðsla 5.000 krónur. Flokksgjald annarra svæðisfélaga VG er allt frá 1.500 krónum á ári en svo tíðkast að kjörnir fulltrúar flokksins, á landsvísu og í sveitarstjórnum, greiði svokallaða tíund eða hlutfall tekna sinna, sem þeir afla vegna pólitískra starfa, til flokksins. Að hámarki mega einstaklingar styrkja stjórnmálaflokka um 400 þúsund krónur á ári. Samfylkingin hefur svipað háa greiðslu og hinn nýstofnaði Sósíalistaflokkur Íslands. Meðlimum Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur borist krafa í heimabanka upp á 3.990 krónur. Stuðningur Pírata við flokk sinn er einnig valkvæður en miðast við 3.500 króna árgjald. Eins og í öðrum flokkum tíðkast ekki að ganga hart á eftir þeim sem ekki borga hjá Pírötum. „Fólk getur verið félagsmenn óháð því hvort það greiðir þessa valfrjálsu greiðslu eða ekki. Við viljum ekki hindra aðgang neins að flokknum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Björt framtíð sker sig úr öðrum flokkum en þar er valkvæð greiðsla flokksmanna mánaðarleg. Þannig geta flokksmenn valið að greiða ekkert eða lagt inn upphæð, allt að 400 þúsund krónum, á ári. Framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar segir aldrei lagt mikið upp úr því að rukka gjaldið enda sé um frjáls framlög að ræða. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru engin flokksgjöld rukkuð hjá Viðreisn. Í Sjálfstæðisflokknum sjá kjördæmaráð og önnur félög flokksins um að rukka inn félagsgjöld. Þau nema frá 1.500 krónum til 2.500 króna. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir að innan við helmingur félaga flokksins leggi á félagsgjald.„Þú getur í prinsippinu verið aðili að mörgum félögum en þú ert aldrei þvingaður til að greiða í nema eitt félag. Sumir borga kannski í tvö en ég held að það sé fátítt.“ Ekki náðist tali af Einari Gunnari Einarssyni, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, en eftir því sem næst verður komist eru ekki rukkuð félagsgjöld hjá flokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands í gær samþykktu fundargestir að árgjald meðlima yrði 4.000 krónur. Flokksgjald starfandi stjórnmálaflokka er nokkuð misjafnt en flestir segja flokkarnir að gjöldin séu valkvæð og enginn verði gerður brottrækur úr stjórnmálaflokknum við að hunsa kröfuna þegar hún berst í heimabankann. Hæstu flokksgjöldin má finna hjá Vinstri grænum í Reykjavík. Svæðisfélög flokkanna leggja misháar fjárhæðir á meðlimi sína en hjá Vinstri grænum í Reykjavík, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, er valkvæð greiðsla 5.000 krónur. Flokksgjald annarra svæðisfélaga VG er allt frá 1.500 krónum á ári en svo tíðkast að kjörnir fulltrúar flokksins, á landsvísu og í sveitarstjórnum, greiði svokallaða tíund eða hlutfall tekna sinna, sem þeir afla vegna pólitískra starfa, til flokksins. Að hámarki mega einstaklingar styrkja stjórnmálaflokka um 400 þúsund krónur á ári. Samfylkingin hefur svipað háa greiðslu og hinn nýstofnaði Sósíalistaflokkur Íslands. Meðlimum Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur borist krafa í heimabanka upp á 3.990 krónur. Stuðningur Pírata við flokk sinn er einnig valkvæður en miðast við 3.500 króna árgjald. Eins og í öðrum flokkum tíðkast ekki að ganga hart á eftir þeim sem ekki borga hjá Pírötum. „Fólk getur verið félagsmenn óháð því hvort það greiðir þessa valfrjálsu greiðslu eða ekki. Við viljum ekki hindra aðgang neins að flokknum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Björt framtíð sker sig úr öðrum flokkum en þar er valkvæð greiðsla flokksmanna mánaðarleg. Þannig geta flokksmenn valið að greiða ekkert eða lagt inn upphæð, allt að 400 þúsund krónum, á ári. Framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar segir aldrei lagt mikið upp úr því að rukka gjaldið enda sé um frjáls framlög að ræða. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru engin flokksgjöld rukkuð hjá Viðreisn. Í Sjálfstæðisflokknum sjá kjördæmaráð og önnur félög flokksins um að rukka inn félagsgjöld. Þau nema frá 1.500 krónum til 2.500 króna. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir að innan við helmingur félaga flokksins leggi á félagsgjald.„Þú getur í prinsippinu verið aðili að mörgum félögum en þú ert aldrei þvingaður til að greiða í nema eitt félag. Sumir borga kannski í tvö en ég held að það sé fátítt.“ Ekki náðist tali af Einari Gunnari Einarssyni, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, en eftir því sem næst verður komist eru ekki rukkuð félagsgjöld hjá flokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira