Lögreglustjórinn óttast uppþot í Leifsstöð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Álagið eykst stöðugt í Leifsstöð. vísir/eyþór Ef marka má mat lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, er ástandið í Leifsstöð svo eldfimt að lítið megi út af bregða svo ekki verði uppþot meðal óánægðra farþega á Keflavíkurflugveli.Guðni Sigurðsson. upplýsingafulltrúa Isavia.„ÓHK [Ólafur Helgi Kjartansson] kom einnig að öryggismálum í flugstöðinni sjálfri, lítið þurfi til að það komi til uppþota vegna seinkana og þess háttar,“ segir í fundargerð um umræður í flugvirktarráði í janúar. Ekki fengust viðbrögð frá lögreglustjóranum vegna þessara orða þar sem hann er í fríi í útlöndum. „Það er ekki upplifun starfsmanna Isavia að þetta ástand sé ríkjandi,“ segir hins vegar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Guðni segir að á háannatímum og þegar komið hafi til seinkana á flugi sé meira um kvartanir frá farþegum og við því sé reynt að bregðast. Almennt gangi vel að bregðast við mikilli fjölgun farþega. „Auðvitað er mikið af farþegum á þeim álagstímum sólarhringsins sem stóru flugfélögin fljúga en tekist hefur að dreifa álaginu betur bæði yfir sólarhringinn og árið og er það lykilatriði í að takast á við svona mikla fjölgun farþega á svona stuttum tíma. Enn eru tímabil yfir sólarhringinn, á milli stóru álagspunktanna, þar sem lítið er að gera í flugstöðinni, jafnvel yfir hásumarið,“ segir Guðni. Þétt og stigvaxandi umferð er nú um Leifsstöð enda dregur að háannatíma ársins í ferðamennskunni. Mikið öngþveiti virðist vera í flugstöðinni á köflum þessa dagana ef marka má lýsingar þeirra sem fara þar um.Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður.vísir/vilhelm„Ástandið í Leifsstöð er auðmýkjandi fyrir land og þjóð,“ segir blaðamaðurinn Friðrik Þór Guðmundsson sem kom með flugi frá Bandaríkjunum á þriðjudagsmorgun. Friðrik segir margar vélar hafa lent á stuttum tíma og algert öngþveiti hafi tekið við inni í flugstöðinni þar sem farþegar hafi ýmist reynt að komast inn eða út í vél. Á sama tíma og farþegar hafi mjakast upp stiga hafi flugáhafnirnar skautað fram hjá þvögunni í rúllustiga. „Einna verst fannst mér að fólk með grátandi börn hafi ekki fengið sérmeðferð og að kallkerfið hafi ekki verið notað til útskýringa og að biðjast velvirðingar á ástandinu. Í ofanálag skilst mér að nýtt færibandasýstem fyrir farangurinn sé síbilandi,“ segir Friðrik. Þeir sem eru í Ameríkuflugi fara ekki í gegn um landamæraeftirlit hins evrópska Schengen-svæðis. „Við vitum af þessari töf sem getur orðið á leið upp í landamæraeftirlit á háannatímum,“ segir Guðni. Verið sé að stækka landamærasal og fjölgað verði hliðum fyrir landamæraeftirlit. Sett verði upp sjálfvirk landamærahlið eins og þekkist á flugvöllum erlendis. „Þetta mun tvöfalda afkastagetuna um landamærin og er því verið að taka beint á þessu með framkvæmdunum. Starfsmenn farþegaþjónustu flugvallarins hafa reynt eftir bestu getu að veita upplýsingar og aðstoða farþega þegar tafir hafa orðið og munu gera það áfram,“ segir upplýsingafulltrúi Isavia. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Ef marka má mat lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, er ástandið í Leifsstöð svo eldfimt að lítið megi út af bregða svo ekki verði uppþot meðal óánægðra farþega á Keflavíkurflugveli.Guðni Sigurðsson. upplýsingafulltrúa Isavia.„ÓHK [Ólafur Helgi Kjartansson] kom einnig að öryggismálum í flugstöðinni sjálfri, lítið þurfi til að það komi til uppþota vegna seinkana og þess háttar,“ segir í fundargerð um umræður í flugvirktarráði í janúar. Ekki fengust viðbrögð frá lögreglustjóranum vegna þessara orða þar sem hann er í fríi í útlöndum. „Það er ekki upplifun starfsmanna Isavia að þetta ástand sé ríkjandi,“ segir hins vegar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Guðni segir að á háannatímum og þegar komið hafi til seinkana á flugi sé meira um kvartanir frá farþegum og við því sé reynt að bregðast. Almennt gangi vel að bregðast við mikilli fjölgun farþega. „Auðvitað er mikið af farþegum á þeim álagstímum sólarhringsins sem stóru flugfélögin fljúga en tekist hefur að dreifa álaginu betur bæði yfir sólarhringinn og árið og er það lykilatriði í að takast á við svona mikla fjölgun farþega á svona stuttum tíma. Enn eru tímabil yfir sólarhringinn, á milli stóru álagspunktanna, þar sem lítið er að gera í flugstöðinni, jafnvel yfir hásumarið,“ segir Guðni. Þétt og stigvaxandi umferð er nú um Leifsstöð enda dregur að háannatíma ársins í ferðamennskunni. Mikið öngþveiti virðist vera í flugstöðinni á köflum þessa dagana ef marka má lýsingar þeirra sem fara þar um.Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður.vísir/vilhelm„Ástandið í Leifsstöð er auðmýkjandi fyrir land og þjóð,“ segir blaðamaðurinn Friðrik Þór Guðmundsson sem kom með flugi frá Bandaríkjunum á þriðjudagsmorgun. Friðrik segir margar vélar hafa lent á stuttum tíma og algert öngþveiti hafi tekið við inni í flugstöðinni þar sem farþegar hafi ýmist reynt að komast inn eða út í vél. Á sama tíma og farþegar hafi mjakast upp stiga hafi flugáhafnirnar skautað fram hjá þvögunni í rúllustiga. „Einna verst fannst mér að fólk með grátandi börn hafi ekki fengið sérmeðferð og að kallkerfið hafi ekki verið notað til útskýringa og að biðjast velvirðingar á ástandinu. Í ofanálag skilst mér að nýtt færibandasýstem fyrir farangurinn sé síbilandi,“ segir Friðrik. Þeir sem eru í Ameríkuflugi fara ekki í gegn um landamæraeftirlit hins evrópska Schengen-svæðis. „Við vitum af þessari töf sem getur orðið á leið upp í landamæraeftirlit á háannatímum,“ segir Guðni. Verið sé að stækka landamærasal og fjölgað verði hliðum fyrir landamæraeftirlit. Sett verði upp sjálfvirk landamærahlið eins og þekkist á flugvöllum erlendis. „Þetta mun tvöfalda afkastagetuna um landamærin og er því verið að taka beint á þessu með framkvæmdunum. Starfsmenn farþegaþjónustu flugvallarins hafa reynt eftir bestu getu að veita upplýsingar og aðstoða farþega þegar tafir hafa orðið og munu gera það áfram,“ segir upplýsingafulltrúi Isavia.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira