Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2017 20:30 Umferðarslys varð í Austur-Húnavatnssýslu í gær. mynd/höskuldur birkir Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. Á aðeins tveggja klukkustunda tímabili síðdegis í gær voru báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar í fjögur misalvarleg útköll þar af tvö umferðarslys. Annað þeirra var þegar húsbíll með sex ferðamönnum fauk út af Suðurlandsvegi undir Reynisfjalli. Allir voru fluttir með með þyrlu á Landsspítalann í Fossvogi en samkvæmt heimildum fréttastofu er einn úr því slysi alvarlega slasaður. Í Austur Húnavatnssýslu fór bílaleigubíll út af og valt með fjórum ferðamönnum innanborðs. Voru þeir allir fluttir með þyrlu á Sjúkrahúsið á Akureyri. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Árið 2014 slösuðust 123 erlendir ferðamenn í umferðinni hér á landi. 21 alvarlega. Árið 2015 tæplega tvöfaldaðist heildarfjöldi slasaðra í þessum hópi. 213 slösuðust. 26 alvarlega og fimm létust. Á síðasta ári var heildarfjöldi slasaðra 223. 47 alvarlega og tveir létust. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 50 erlendir ferðamenn slasast í umferðinni. 43 þeirra lítið en 7 alvarlega. Þróunin er því ansi slæm það sem af er ári hvað slasaða ferðamenn varðar og ef fram fer sem horfir er áætlað að 370 erlendir ferðamenn slasist í umferðinni á þessu ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær stefnir í að allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi láti af störfum á morgun og fimmtudag vegna vanefnda ríkisins í endurskoðun kjarasamninga. Á þeirra starfssvæði hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum hvers árs orðið. Fjármálaráðherra var ekki tilbúinn í viðtal vegna þess máls en samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu er unnið að lausn málsins. Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. Á aðeins tveggja klukkustunda tímabili síðdegis í gær voru báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar í fjögur misalvarleg útköll þar af tvö umferðarslys. Annað þeirra var þegar húsbíll með sex ferðamönnum fauk út af Suðurlandsvegi undir Reynisfjalli. Allir voru fluttir með með þyrlu á Landsspítalann í Fossvogi en samkvæmt heimildum fréttastofu er einn úr því slysi alvarlega slasaður. Í Austur Húnavatnssýslu fór bílaleigubíll út af og valt með fjórum ferðamönnum innanborðs. Voru þeir allir fluttir með þyrlu á Sjúkrahúsið á Akureyri. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Árið 2014 slösuðust 123 erlendir ferðamenn í umferðinni hér á landi. 21 alvarlega. Árið 2015 tæplega tvöfaldaðist heildarfjöldi slasaðra í þessum hópi. 213 slösuðust. 26 alvarlega og fimm létust. Á síðasta ári var heildarfjöldi slasaðra 223. 47 alvarlega og tveir létust. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 50 erlendir ferðamenn slasast í umferðinni. 43 þeirra lítið en 7 alvarlega. Þróunin er því ansi slæm það sem af er ári hvað slasaða ferðamenn varðar og ef fram fer sem horfir er áætlað að 370 erlendir ferðamenn slasist í umferðinni á þessu ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær stefnir í að allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi láti af störfum á morgun og fimmtudag vegna vanefnda ríkisins í endurskoðun kjarasamninga. Á þeirra starfssvæði hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum hvers árs orðið. Fjármálaráðherra var ekki tilbúinn í viðtal vegna þess máls en samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu er unnið að lausn málsins.
Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36
Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49
Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31