Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Haraldur Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 08:00 Fyrirtaka í máli Kjöríss gegn Emmessís verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Vísir/GVA Kjörís hefur stefnt Emmessís og vill staðfestingu héraðsdóms á lögbanni sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á framleiðsluvöru samkeppnisaðilans í lok nóvember. Forsvarsmenn Emmessís hafa lagt fram gagnstefnu og fara fram á bætur enda telja þeir að einkaleyfi ísframleiðandans í Hveragerði á vörumerkinu Toppís hafi runnið út. „Við fórum fram á lögbannsbeiðni í lok nóvember á vöru þeirra Toppís sem var samþykkt og þeir komu með nýtt nafn á ísinn sinn sem heitir nú Happís. Þeir hafa aftur á móti ekki viðurkennt að við eigum vörumerkið Toppís, og vilja fá nafnið afskráð hjá Einkaleyfastofu á þeirri forsendu að við höfum ekki notað vörumerkið nógu mikið. Við áttum okkur ekki á framgangi þeirra og höfum varið okkar vörumerki,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss.Emmessís kynnt í nóvember nýja vöru sem hét þá Toppís en var síðar breytt í Happís.Emmessís hóf í nóvember í fyrra sölu á ís í boxi undir heitinu Toppís. Forsvarsmenn Kjöríss fóru í kjölfarið fram á að nafninu yrði breytt og vísuðu til skráningar fyrirtækisins á vörumerkinu hjá Einkaleyfastofu árið 1996 og endurnýjun hennar tveimur áratugum síðar. Kjörís framleiðir vörur undir merkinu Lúxus toppís. „Við höfum notað þetta meira og minna alla tíð. Þeir hafa notað vörumerkið Toppur og eiga það skráð,“ segir Valdimar. Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Emmessís, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni vegna lögbannsins enda hafi sala og dreifing á vörunni verið hafin. „Við höfðum unnið með auglýsingastofu við að finna nafnið og hanna vörumerki. Okkur fannst það í takt við að við erum með vinsælasta toppinn á Íslandi, Hnetutopp, og annað af okkar slagorðum er „Emmessís toppurinn á ísnum“. Okkur láðist að athuga hjá Einkaleyfastofu hvort þetta væri skráð en höfðum ekki orðið vör við neinn Toppís á markaðnum og töldum því ekki að nafnið væri frátekið,“ segir Ragnar. „Við höfðum svo samband við lögfræðing sem benti okkur á að þegar þú hefur ekki notað vörumerki í fimm ár fellur einkaleyfið úr gildi. Síðan kom í ljós að þeir eru ekki að selja undir vörumerkinu Toppís heldur Lúxus toppís. Þar kemur nafnið fram en eingöngu sem lýsing en ekki vörumerki. Kjörís þurfti að leggja fram tryggingu í lögbanninu og síðar að stefna okkur til að fá hana til baka. Við erum fyrst og fremst að endurheimta eitthvað af því tjóni sem við urðum fyrir. Ef lögbannið dæmist ógilt þurfa þeir að borga okkur tjón sem við höfum orðið fyrir,“ segir Ragnar. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kjörís hefur stefnt Emmessís og vill staðfestingu héraðsdóms á lögbanni sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á framleiðsluvöru samkeppnisaðilans í lok nóvember. Forsvarsmenn Emmessís hafa lagt fram gagnstefnu og fara fram á bætur enda telja þeir að einkaleyfi ísframleiðandans í Hveragerði á vörumerkinu Toppís hafi runnið út. „Við fórum fram á lögbannsbeiðni í lok nóvember á vöru þeirra Toppís sem var samþykkt og þeir komu með nýtt nafn á ísinn sinn sem heitir nú Happís. Þeir hafa aftur á móti ekki viðurkennt að við eigum vörumerkið Toppís, og vilja fá nafnið afskráð hjá Einkaleyfastofu á þeirri forsendu að við höfum ekki notað vörumerkið nógu mikið. Við áttum okkur ekki á framgangi þeirra og höfum varið okkar vörumerki,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss.Emmessís kynnt í nóvember nýja vöru sem hét þá Toppís en var síðar breytt í Happís.Emmessís hóf í nóvember í fyrra sölu á ís í boxi undir heitinu Toppís. Forsvarsmenn Kjöríss fóru í kjölfarið fram á að nafninu yrði breytt og vísuðu til skráningar fyrirtækisins á vörumerkinu hjá Einkaleyfastofu árið 1996 og endurnýjun hennar tveimur áratugum síðar. Kjörís framleiðir vörur undir merkinu Lúxus toppís. „Við höfum notað þetta meira og minna alla tíð. Þeir hafa notað vörumerkið Toppur og eiga það skráð,“ segir Valdimar. Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Emmessís, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni vegna lögbannsins enda hafi sala og dreifing á vörunni verið hafin. „Við höfðum unnið með auglýsingastofu við að finna nafnið og hanna vörumerki. Okkur fannst það í takt við að við erum með vinsælasta toppinn á Íslandi, Hnetutopp, og annað af okkar slagorðum er „Emmessís toppurinn á ísnum“. Okkur láðist að athuga hjá Einkaleyfastofu hvort þetta væri skráð en höfðum ekki orðið vör við neinn Toppís á markaðnum og töldum því ekki að nafnið væri frátekið,“ segir Ragnar. „Við höfðum svo samband við lögfræðing sem benti okkur á að þegar þú hefur ekki notað vörumerki í fimm ár fellur einkaleyfið úr gildi. Síðan kom í ljós að þeir eru ekki að selja undir vörumerkinu Toppís heldur Lúxus toppís. Þar kemur nafnið fram en eingöngu sem lýsing en ekki vörumerki. Kjörís þurfti að leggja fram tryggingu í lögbanninu og síðar að stefna okkur til að fá hana til baka. Við erum fyrst og fremst að endurheimta eitthvað af því tjóni sem við urðum fyrir. Ef lögbannið dæmist ógilt þurfa þeir að borga okkur tjón sem við höfum orðið fyrir,“ segir Ragnar.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira