Ellefu tíma flug frá Barcelona til Barcelona Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. maí 2017 12:30 Vél Vueling átti að lenda í Keflavík á tíunda tímanum í gærkvöldi en var snúið við vegna veðurs. Vísir/EPA „Þetta er alveg ótrúlega spennandi, eða þannig,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í samtali við Vísi. Ellen var meðal farþega í flugi Vueling frá Barcelona sem átti að lenda í Keflavík í gær en var snúið við vegna slæmra veðurskilyrða í Keflavík, þrátt fyrir að aðrar vélar hafi lent í Keflavík um svipað leyti. Ferðalagið frá Barcelona aftur til Barcelona tók alls ellefu klukkustundir og voru farþegar enn að bíða þess að komast um borð og halda loks til Keflavíkur klukkan 11 í morgun. „Ég var á leiðinni heim með Vueling frá Barcelona til Keflavíkur í gær en þegar við vorum komin svolítið á veg þá segir flugstjórinn að það sé svo brjálað veður í Keflavík að hann þurfi að lenda í Glasgow til að taka meira eldsneyti svo hann geti flogið á annan flugvöll ef ske kynni að ekki sé hægt að lenda í Keflavík,“ segir Ellen. Til að lenda í Glasgow þurfti vélin að brenna eldsneyti svo að vélin hringsólaði yfir Glasgow í um klukkutíma. Þar sátu farþegar í vélinni á flugbrautinni í þrjá til fjóra klukkutíma. „Þá var okkur boðið einhverjum að fara út í Glasgow en þá þurftu þeir að borga hótel og flug og allt sjálfir og koma sér sjálfir á áfangastað. Þá þurfti náttúrulega að afferma töskur og finna töskur þeirra sem ætluðu út þar. Síðan var snúið aftur til Barcelona.“Ellen CalmonVísir/AntonEngar útskýringar Þegar vélin lenti aftur til Barcelona fengust engar sérstakar upplýsingar, þau voru boðin velkomin til Barcelona, fengu upplýsingar um veður og voru beðin afsökunar á óþægindunum. „Svo fórum við bara í biðsalinn, sóttum töskurnar okkar og þá biðum við í tvo tíma í röð. Búin að vera 11 klukkustundir í vélinni og í þeirri röð var okkur boðið að fara á hótel sem tæki hálftíma að komast á. Við áttum að vera komin aftur upp á völl klukkan 11 og þá var klukkan 7. Þannig að það var útlit fyrir að ef maður myndi þiggja það þá væri maður klukkutíma á hótelinu og enginn hafði orku til að þvælast í rútu eða vesenast eitthvað í því.“ Hún segir að þjónustan um borð í þessa ellefu klukkutíma hafi ekki verið upp á marga fiska. „Við fengum vatn að drekka en það var ekki boðið upp á neina aðra næringu. Einhverjir fengu að kaupa smotterí fljótlega eftir að við lentum en svo var lokað fyrir alla þjónustu og ekki hægt að kaupa neitt meira. Svörin við því voru að ef þau færu að selja þjónustu þá vilja allir kaupa og það var ekki hægt.“ Ellen furðar sig mjög á ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík, allt annað áætlunarflug virðist hafa lent í Keflavík í gær. „Ég bý svo vel að þekkja flugvirkja, flugþjóna og flugmann, flesta hjá Icelandair og það furða sig allir á þessu,“ segir Ellen. „Ef þetta eru ekki þannig sérstakar aðstæður að fleiri hafi þurft að fresta aðflugi í Keflavík þá hlýtur flugfélagið að vera bótaskylt.“Ákvörðun flugfélagsins Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segist engar skýringar hafa á því að flugi Vueling hafi verið snúið við. „Það er ákvörðun flugmannanna, eða flugfélagsins, hverju sinni. En það voru aðrar flugvélar sem lentu þarna,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þetta virkar þannig að það eru gefnar upp veðurupplýsingar og flugmenn ákveða eftir aðstæðum og hvernig þeir meta aðstæður og eftir sínum öryggisreglum. Þannig að þeir taka ákvörðun. Það kemur okkur í raun ekki við hvaða ákvörðun þeir taka og við vitum ekki af hverju þeir taka þessa ákvörðun.“ Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega spennandi, eða þannig,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í samtali við Vísi. Ellen var meðal farþega í flugi Vueling frá Barcelona sem átti að lenda í Keflavík í gær en var snúið við vegna slæmra veðurskilyrða í Keflavík, þrátt fyrir að aðrar vélar hafi lent í Keflavík um svipað leyti. Ferðalagið frá Barcelona aftur til Barcelona tók alls ellefu klukkustundir og voru farþegar enn að bíða þess að komast um borð og halda loks til Keflavíkur klukkan 11 í morgun. „Ég var á leiðinni heim með Vueling frá Barcelona til Keflavíkur í gær en þegar við vorum komin svolítið á veg þá segir flugstjórinn að það sé svo brjálað veður í Keflavík að hann þurfi að lenda í Glasgow til að taka meira eldsneyti svo hann geti flogið á annan flugvöll ef ske kynni að ekki sé hægt að lenda í Keflavík,“ segir Ellen. Til að lenda í Glasgow þurfti vélin að brenna eldsneyti svo að vélin hringsólaði yfir Glasgow í um klukkutíma. Þar sátu farþegar í vélinni á flugbrautinni í þrjá til fjóra klukkutíma. „Þá var okkur boðið einhverjum að fara út í Glasgow en þá þurftu þeir að borga hótel og flug og allt sjálfir og koma sér sjálfir á áfangastað. Þá þurfti náttúrulega að afferma töskur og finna töskur þeirra sem ætluðu út þar. Síðan var snúið aftur til Barcelona.“Ellen CalmonVísir/AntonEngar útskýringar Þegar vélin lenti aftur til Barcelona fengust engar sérstakar upplýsingar, þau voru boðin velkomin til Barcelona, fengu upplýsingar um veður og voru beðin afsökunar á óþægindunum. „Svo fórum við bara í biðsalinn, sóttum töskurnar okkar og þá biðum við í tvo tíma í röð. Búin að vera 11 klukkustundir í vélinni og í þeirri röð var okkur boðið að fara á hótel sem tæki hálftíma að komast á. Við áttum að vera komin aftur upp á völl klukkan 11 og þá var klukkan 7. Þannig að það var útlit fyrir að ef maður myndi þiggja það þá væri maður klukkutíma á hótelinu og enginn hafði orku til að þvælast í rútu eða vesenast eitthvað í því.“ Hún segir að þjónustan um borð í þessa ellefu klukkutíma hafi ekki verið upp á marga fiska. „Við fengum vatn að drekka en það var ekki boðið upp á neina aðra næringu. Einhverjir fengu að kaupa smotterí fljótlega eftir að við lentum en svo var lokað fyrir alla þjónustu og ekki hægt að kaupa neitt meira. Svörin við því voru að ef þau færu að selja þjónustu þá vilja allir kaupa og það var ekki hægt.“ Ellen furðar sig mjög á ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík, allt annað áætlunarflug virðist hafa lent í Keflavík í gær. „Ég bý svo vel að þekkja flugvirkja, flugþjóna og flugmann, flesta hjá Icelandair og það furða sig allir á þessu,“ segir Ellen. „Ef þetta eru ekki þannig sérstakar aðstæður að fleiri hafi þurft að fresta aðflugi í Keflavík þá hlýtur flugfélagið að vera bótaskylt.“Ákvörðun flugfélagsins Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segist engar skýringar hafa á því að flugi Vueling hafi verið snúið við. „Það er ákvörðun flugmannanna, eða flugfélagsins, hverju sinni. En það voru aðrar flugvélar sem lentu þarna,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þetta virkar þannig að það eru gefnar upp veðurupplýsingar og flugmenn ákveða eftir aðstæðum og hvernig þeir meta aðstæður og eftir sínum öryggisreglum. Þannig að þeir taka ákvörðun. Það kemur okkur í raun ekki við hvaða ákvörðun þeir taka og við vitum ekki af hverju þeir taka þessa ákvörðun.“
Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira