Er í mínu besta formi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2017 06:00 Sara Björk fær hér gusu yfir sig í fögnuðinum um helgina. vísir/getty Wolfsburg varð um helgina þýskur meistari í knattspyrnu þrátt fyrir að enn væri ein umferð eftir af keppnistímabili í þýsku 1. deild kvenna. Wolfsburg tapaði að vísu fyrir Freiburg, 0-2, um helgina en það kom ekki að sök þar sem meistari síðustu tveggja ára, Bayern München, steinlá á heimavelli fyrir Potsdam, 4-0, á sama tíma. „Tilfinningin var mjög ljúf, þrátt fyrir að við töpuðum leiknum,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar maður leit í átt að hliðarlínunni og sá að þar var byrjað að fagna þá áttaði maður sig á þessu almennilega. Þetta var frábært.“ Þetta var aðeins annar tapleikur Wolfsburg á tímabilinu en liðið er með fjögurra stiga forystu á Bayern fyrir lokaumferðina. Potsdam og Freiburg koma svo í næstu tveimur sætum á eftir. Sara Björk segir að árangurinn hafi ekki komið á óvart. Wolfsburg sé það stórt félag að það sé gerð krafa um árangur á hverju ári en þetta var þriðji meistaratitill félagsins – hinir komu árin 2013 og 2014. „Þetta gekk betur í síðari umferðinni en þeirri fyrri. Fyrir áramót töpuðu við fyrir Potsdam og gerðum jafntefli við SC Sand og Frankfurt. Það eru allir leikir í þessari deild erfiðir,“ sagði Sara Björk en Wolfsburg hafði unnið alla leiki sína eftir áramót fram að leik helgarinnar.Erfitt og krefjandi Þýska deildin er án nokkurs vafa ein sú allra sterkasta í heimi enda hafa þýsk lið unnið Meistaradeild Evrópu í níu skipti af alls fimmtán. Sara Björk kom til Þýskalands síðastliðið sumar frá Svíþjóð, þar sem hún varð margfaldur meistari með Rosengård. „Ef maður á að bera þetta saman þá gætu 3-4 bestu liðin í Svíþjóð staðið sig vel hér. En mestur er munurinn á líkamlegu formi leikmanna. Það sá ég líka þegar ég var í Svíþjóð og spilaði gegn þýskum liðum – þau voru alltaf í toppstandi,“ segir Sara Björk. „Ég finn því talsverðan mun á deildunum. Þetta er rosalega erfitt og krefjandi en það var líka ástæðan fyrir því að ég vildi skipta og prófa eitthvað nýtt. Sjálf finn ég fyrir því að ég hef aldrei verið í jafn góðu formi og er að toppa sjálfa mig. Á þessu eina tímabili hef ég orðið betri og betri.“ Hún segir að þetta sé ekki bara spurning um að æfa meira en aðrir. „Það skiptir líka máli að æfa rétt,“ bætir Sara Björk við.Samkeppnin ýtir við manni Sara Björk hefur spilað mikið með Wolfsburg og er ánægð með það, ekki síst í ljósi þess hversu mikil samkeppnin er. „Ef maður átti lélegan leik í Svíþjóð var maður nokkuð viss um að halda sætinu sínu. En hér þarf maður alltaf að vera á tánum. En ég er sátt við hversu mikið ég hef spilað og þá trú sem þjálfarinn hefur á mér. Það er ekki létt að halda sætinu sínu í liðinu,“ segir hún. Sara Björk spilar sem varnartengiliður, svokölluð sexa, og segir hún að það séu alls fimm leikmenn í hópnum að berjast um tvær stöður. „Svona lagað ýtir við manni enn lengra og þannig verður maður betri.“ Wolfsburg mætir SC Sand í bikarúrslitunum þann 27. maí og Wolfsburg vill auðvitað vinna tvöfalt. „Svo tökum við Meistaradeildina á næsta ári,“ sagði hún í léttum dúr. Sara Björk á tvö ár eftir af samningi sínum og það er ekkert fararsnið á henni. „Mér líður vel hér og ég er í toppstandi,“ segir Sara Björk að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Wolfsburg varð um helgina þýskur meistari í knattspyrnu þrátt fyrir að enn væri ein umferð eftir af keppnistímabili í þýsku 1. deild kvenna. Wolfsburg tapaði að vísu fyrir Freiburg, 0-2, um helgina en það kom ekki að sök þar sem meistari síðustu tveggja ára, Bayern München, steinlá á heimavelli fyrir Potsdam, 4-0, á sama tíma. „Tilfinningin var mjög ljúf, þrátt fyrir að við töpuðum leiknum,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar maður leit í átt að hliðarlínunni og sá að þar var byrjað að fagna þá áttaði maður sig á þessu almennilega. Þetta var frábært.“ Þetta var aðeins annar tapleikur Wolfsburg á tímabilinu en liðið er með fjögurra stiga forystu á Bayern fyrir lokaumferðina. Potsdam og Freiburg koma svo í næstu tveimur sætum á eftir. Sara Björk segir að árangurinn hafi ekki komið á óvart. Wolfsburg sé það stórt félag að það sé gerð krafa um árangur á hverju ári en þetta var þriðji meistaratitill félagsins – hinir komu árin 2013 og 2014. „Þetta gekk betur í síðari umferðinni en þeirri fyrri. Fyrir áramót töpuðu við fyrir Potsdam og gerðum jafntefli við SC Sand og Frankfurt. Það eru allir leikir í þessari deild erfiðir,“ sagði Sara Björk en Wolfsburg hafði unnið alla leiki sína eftir áramót fram að leik helgarinnar.Erfitt og krefjandi Þýska deildin er án nokkurs vafa ein sú allra sterkasta í heimi enda hafa þýsk lið unnið Meistaradeild Evrópu í níu skipti af alls fimmtán. Sara Björk kom til Þýskalands síðastliðið sumar frá Svíþjóð, þar sem hún varð margfaldur meistari með Rosengård. „Ef maður á að bera þetta saman þá gætu 3-4 bestu liðin í Svíþjóð staðið sig vel hér. En mestur er munurinn á líkamlegu formi leikmanna. Það sá ég líka þegar ég var í Svíþjóð og spilaði gegn þýskum liðum – þau voru alltaf í toppstandi,“ segir Sara Björk. „Ég finn því talsverðan mun á deildunum. Þetta er rosalega erfitt og krefjandi en það var líka ástæðan fyrir því að ég vildi skipta og prófa eitthvað nýtt. Sjálf finn ég fyrir því að ég hef aldrei verið í jafn góðu formi og er að toppa sjálfa mig. Á þessu eina tímabili hef ég orðið betri og betri.“ Hún segir að þetta sé ekki bara spurning um að æfa meira en aðrir. „Það skiptir líka máli að æfa rétt,“ bætir Sara Björk við.Samkeppnin ýtir við manni Sara Björk hefur spilað mikið með Wolfsburg og er ánægð með það, ekki síst í ljósi þess hversu mikil samkeppnin er. „Ef maður átti lélegan leik í Svíþjóð var maður nokkuð viss um að halda sætinu sínu. En hér þarf maður alltaf að vera á tánum. En ég er sátt við hversu mikið ég hef spilað og þá trú sem þjálfarinn hefur á mér. Það er ekki létt að halda sætinu sínu í liðinu,“ segir hún. Sara Björk spilar sem varnartengiliður, svokölluð sexa, og segir hún að það séu alls fimm leikmenn í hópnum að berjast um tvær stöður. „Svona lagað ýtir við manni enn lengra og þannig verður maður betri.“ Wolfsburg mætir SC Sand í bikarúrslitunum þann 27. maí og Wolfsburg vill auðvitað vinna tvöfalt. „Svo tökum við Meistaradeildina á næsta ári,“ sagði hún í léttum dúr. Sara Björk á tvö ár eftir af samningi sínum og það er ekkert fararsnið á henni. „Mér líður vel hér og ég er í toppstandi,“ segir Sara Björk að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira