Umhverfisráðherra sendir ferðaþjónustunni glósu Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2017 14:50 Björt telur ekki standa steinn yfir steini í málflutningi forkólfa ferðaþjónustunnar og fær Helga Árnadóttir að kenna á nöpru háði ráðherra. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sendir forkólfum ferðaþjónustunnar meinlega glósu. Hún birti á Facebooksíðu sinni samklippta mynd sem sýnir talsvert ósamræmi í orðum Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Björt lætur fríunarorð fylgja myndinni: „Koma svo, ákveða sig“. Í annarri fréttinni segist Helga vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið.“ Á hinni myndinni kveður hins vegar við annan tón. Þar segir að Samtök ferðaþjónustunnar leggist alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinbera aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu er að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Til að auka enn á flækjustigið má rifja það upp að þarna rís Björt meðal annars upp til varnar Jóni Gunnarssyni, en ekki er langt síðan kastaðist í kekki þeirra á milli, reyndar út af öðrum málum. En, það var áður en þau settust saman í ríkisstjórn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sendir forkólfum ferðaþjónustunnar meinlega glósu. Hún birti á Facebooksíðu sinni samklippta mynd sem sýnir talsvert ósamræmi í orðum Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Björt lætur fríunarorð fylgja myndinni: „Koma svo, ákveða sig“. Í annarri fréttinni segist Helga vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið.“ Á hinni myndinni kveður hins vegar við annan tón. Þar segir að Samtök ferðaþjónustunnar leggist alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinbera aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu er að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Til að auka enn á flækjustigið má rifja það upp að þarna rís Björt meðal annars upp til varnar Jóni Gunnarssyni, en ekki er langt síðan kastaðist í kekki þeirra á milli, reyndar út af öðrum málum. En, það var áður en þau settust saman í ríkisstjórn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30
Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. 15. maí 2017 07:00