Búist er við talsverðri eða mikilli úrkomu austan til á landinu í kvöld og fram á sunnudag á Austurfjörðum og á Suðausturlandi austan Öræfa. Úrkoman fellur að öllum líkindum sem rigning á láglendi, en slydda eða snjókoma til fjalla í kvöld og nótt.
Í nótt hlýnar talsvert hratt og mun þá rigna í snjóinn til fjalla sem veldur aukinni bráðnun. Vegna þess hve úrkoman er mikil og langvarandi, má búast við auknu rennsli í ám og lækjum á svæðinu og eru staðbundin flóð líkleg.
Við þessar aðstæður getur hætta á aurskriðum einnig aukist og ofanflóðavakt Veðurstofunnar mun fylgjast með þróun mála.
Enn varað við úrkomu
Birgir Olgeirsson skrifar
