Al og Avery í stuði hjá Boston Celtics í mikilvægum sigri í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Avery Bradley var frábær í nótt. Vísir/AP Boston Celtics er komið í 3-2 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeildinni eftir sigur á móti Washington Wizards í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Washington Wizards hafði unnið tvo síðustu leiki liðanna og jafnað einvígið en Boston-menn fundu aftur taktinn á heimavelli sínum og unnu sannfærandi 123-101 sigur. Boston Celtics náði forystunni strax í byrjun leiksins, stakk af eftir 16-0 sprett snemma leiks og var alls yfir í 44 mínútur og 42 sekúndur í þessum leik. Bakvörðurinn og miðherjinn Al Horford nýttu sér það vel að Washington Wizards lagði ofurkapp á það að stöðva Isaiah Thomas í leiknum. „Isaiah er að fá svo mikla athygli að við þurftum að stíga fram og búa eitthvað til. Isaiah gerði mjög vel að koma til mín boltanum og losa hann á réttum tíma. við náðum síðan að klára vel,“ sagði Al Horford. Avery Bradley skoraði 25 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleik og hefur aldrei skorað meira í leik í úrslitakeppni. Al Horford var með 19 stig, 7 stoðsendingar, 6 fráköst og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Eitt af því sem kom Boston-liðinu á flug í fyrri hálfleiknum var þegar hinn smávaxni Isaiah Thomas setti hindrun fyrir Al Horford sem fékk í framhaldinu galopið þriggja stiga skot sem hann setti niður. „Avery var sjóðheitur og Al var fránær. Við fundum engin svör á móti þessum tveimur,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Washington-liðsins. Bradley hitti meðal annars úr 12 af 19 skotum sínum en fjórar af körfum hans voru þristar. Isaiah Thomas gerði samt sitt en hann endaði með 18 stig og 9 stoðsendingar og kom alls að 41 stigi hjá Boston í nótt. John Wall skoraði mest fyrir Washington eða 21 stig og Bradley Beal var með 16 stig. Liðið hitti aðeins úr 39 prósent skota sinna og skoraði 9 færri þrista en Boston (7 á móti 16). Þeir félagar Wall og Beal þurftu líka 36 skot utan af velli til að skora þessi 37 stig sín. Eftir tvo flotta sigra í fyrstu tveimur leikjunum þá spilaði Boston-liðið skelfilega í tveimur leikjum á heimavelli Wizards. Brad Stevens þjálfara liðsins tókst hinsvegar að koma liðinu aftur á skrið í nótt. Leikur sex er á föstudaginn í Washington og þar getur Boston Celtics tryggt sig inn í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Cleveland Cavaliers en vinni Washington Wizards menn þá verður hreinn úrslitaleikur í Boston á mánudaginn. NBA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Boston Celtics er komið í 3-2 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeildinni eftir sigur á móti Washington Wizards í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Washington Wizards hafði unnið tvo síðustu leiki liðanna og jafnað einvígið en Boston-menn fundu aftur taktinn á heimavelli sínum og unnu sannfærandi 123-101 sigur. Boston Celtics náði forystunni strax í byrjun leiksins, stakk af eftir 16-0 sprett snemma leiks og var alls yfir í 44 mínútur og 42 sekúndur í þessum leik. Bakvörðurinn og miðherjinn Al Horford nýttu sér það vel að Washington Wizards lagði ofurkapp á það að stöðva Isaiah Thomas í leiknum. „Isaiah er að fá svo mikla athygli að við þurftum að stíga fram og búa eitthvað til. Isaiah gerði mjög vel að koma til mín boltanum og losa hann á réttum tíma. við náðum síðan að klára vel,“ sagði Al Horford. Avery Bradley skoraði 25 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleik og hefur aldrei skorað meira í leik í úrslitakeppni. Al Horford var með 19 stig, 7 stoðsendingar, 6 fráköst og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Eitt af því sem kom Boston-liðinu á flug í fyrri hálfleiknum var þegar hinn smávaxni Isaiah Thomas setti hindrun fyrir Al Horford sem fékk í framhaldinu galopið þriggja stiga skot sem hann setti niður. „Avery var sjóðheitur og Al var fránær. Við fundum engin svör á móti þessum tveimur,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Washington-liðsins. Bradley hitti meðal annars úr 12 af 19 skotum sínum en fjórar af körfum hans voru þristar. Isaiah Thomas gerði samt sitt en hann endaði með 18 stig og 9 stoðsendingar og kom alls að 41 stigi hjá Boston í nótt. John Wall skoraði mest fyrir Washington eða 21 stig og Bradley Beal var með 16 stig. Liðið hitti aðeins úr 39 prósent skota sinna og skoraði 9 færri þrista en Boston (7 á móti 16). Þeir félagar Wall og Beal þurftu líka 36 skot utan af velli til að skora þessi 37 stig sín. Eftir tvo flotta sigra í fyrstu tveimur leikjunum þá spilaði Boston-liðið skelfilega í tveimur leikjum á heimavelli Wizards. Brad Stevens þjálfara liðsins tókst hinsvegar að koma liðinu aftur á skrið í nótt. Leikur sex er á föstudaginn í Washington og þar getur Boston Celtics tryggt sig inn í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Cleveland Cavaliers en vinni Washington Wizards menn þá verður hreinn úrslitaleikur í Boston á mánudaginn.
NBA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira