Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu "furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:13 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitamálaráðherra, í umræðunum í kvöld. vísir/stefán Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. Þá sagði hann andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum dæmi um „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ og nefndi einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sérstaklega. „Við horfum þessa dagana á ákveðna umbyltingu í íslenskri verslun. Það hefur ekki farið framhjá neinum að erlent stórfyrirtæki opnaði nýlega verslun í Garðabæ og annað er á leiðinni hingað til lands. Hér á ég við Costco og H&M. Jafnvel að þótt heyrist gagnrýnisraddir hér úr þinginu og annars staðar í samfélaginu, þá er það engum vafa undirorpið að aukin samkeppni á smásölumarkaði ætti að verða íslenskum neytendum veruleg kjarabót. Og því ber að fagna og undrast um leið þau forpokuðu sjónarmið sem frá gagnrýnendum koma,“ sagði ráðherrann og bætti við að það væri engin tilviljun að fyrirtækin horfðu nú til Íslands og hæfu hér starfsemi.Niðurfelling tolla og vörugjalda hafi haft úrslitaáhrif á komu Costco og H&M „Það er engin tilviljun að þessi fyrirtæki horfa nú til Íslands og ákveða að hefja hér starfsemi. Hér hefur niðurfelling tolla og vörugjalda sem síðasta ríkisstjórn stóð fyrir, og var reyndar gagnrýnd hér á Alþingi af þáverandi minnihluta, haft úrslitaáhrif.“ Jón tók síðan annað dæmi um hina furðulegu skammsýni og hið pólitíska trúarofstæki og ræddi þá einkareksturinn. „Annað dæmi um furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki er andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum þar sem ríkið hefur verið ráðandi. Þetta á til að mynda við um ýmsa starfsemi á heilbrigðissviði. Hvaða vit er til dæmis í því að senda fólk til útlanda í liðsskiptaaðgerðir, á einkasjúkrahúsum svo því sé haldið til haga, með ærnum tilkostnaði, þegar hægt er að gera sömu aðgerðir ódýrar hér á landi?“ sagði Jón. Hann beindi því síðan til þingmanna að gæta að virðingu þingsins en undanfarin ár hafa kannanir ítrekað sýnt að almenningur ber litla virðingu og lítið traust til Alþingis. „Það er mikið rætt um að auka þurfi virðingu Alþingis. Og ekki er vanþörf á. Góð byrjun væri held ég að þingmenn temdu sér að gæta hófs og samkvæmni í málflutningi. Það er borin von að þingið nái að endurvinna traust á meðan talað er út og suður í sumum málum. Sem dæmi um það kemur það fram í einu virtasta tímariti í heimi á vettvangi heilbrigðismála og segir að í samanburði á tilteknum mælikvarða sé íslenskt heilbrigðiskerfi í 2. sæti í heiminum. Gefur þetta ekki tilefni til að staldra við í umræðum um stöðu heilbrigðismála á Íslandi? Ef marka má umræður ýmissa um heilbrigðismál mætti ætla að hér væri allt í kaldakoli. Það er tímabært að við hættum að tala okkur niður þó að við vitum að við eigum óleyst verkefni á ýmsum sviðum.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. Þá sagði hann andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum dæmi um „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ og nefndi einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sérstaklega. „Við horfum þessa dagana á ákveðna umbyltingu í íslenskri verslun. Það hefur ekki farið framhjá neinum að erlent stórfyrirtæki opnaði nýlega verslun í Garðabæ og annað er á leiðinni hingað til lands. Hér á ég við Costco og H&M. Jafnvel að þótt heyrist gagnrýnisraddir hér úr þinginu og annars staðar í samfélaginu, þá er það engum vafa undirorpið að aukin samkeppni á smásölumarkaði ætti að verða íslenskum neytendum veruleg kjarabót. Og því ber að fagna og undrast um leið þau forpokuðu sjónarmið sem frá gagnrýnendum koma,“ sagði ráðherrann og bætti við að það væri engin tilviljun að fyrirtækin horfðu nú til Íslands og hæfu hér starfsemi.Niðurfelling tolla og vörugjalda hafi haft úrslitaáhrif á komu Costco og H&M „Það er engin tilviljun að þessi fyrirtæki horfa nú til Íslands og ákveða að hefja hér starfsemi. Hér hefur niðurfelling tolla og vörugjalda sem síðasta ríkisstjórn stóð fyrir, og var reyndar gagnrýnd hér á Alþingi af þáverandi minnihluta, haft úrslitaáhrif.“ Jón tók síðan annað dæmi um hina furðulegu skammsýni og hið pólitíska trúarofstæki og ræddi þá einkareksturinn. „Annað dæmi um furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki er andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum þar sem ríkið hefur verið ráðandi. Þetta á til að mynda við um ýmsa starfsemi á heilbrigðissviði. Hvaða vit er til dæmis í því að senda fólk til útlanda í liðsskiptaaðgerðir, á einkasjúkrahúsum svo því sé haldið til haga, með ærnum tilkostnaði, þegar hægt er að gera sömu aðgerðir ódýrar hér á landi?“ sagði Jón. Hann beindi því síðan til þingmanna að gæta að virðingu þingsins en undanfarin ár hafa kannanir ítrekað sýnt að almenningur ber litla virðingu og lítið traust til Alþingis. „Það er mikið rætt um að auka þurfi virðingu Alþingis. Og ekki er vanþörf á. Góð byrjun væri held ég að þingmenn temdu sér að gæta hófs og samkvæmni í málflutningi. Það er borin von að þingið nái að endurvinna traust á meðan talað er út og suður í sumum málum. Sem dæmi um það kemur það fram í einu virtasta tímariti í heimi á vettvangi heilbrigðismála og segir að í samanburði á tilteknum mælikvarða sé íslenskt heilbrigðiskerfi í 2. sæti í heiminum. Gefur þetta ekki tilefni til að staldra við í umræðum um stöðu heilbrigðismála á Íslandi? Ef marka má umræður ýmissa um heilbrigðismál mætti ætla að hér væri allt í kaldakoli. Það er tímabært að við hættum að tala okkur niður þó að við vitum að við eigum óleyst verkefni á ýmsum sviðum.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58