Innlent

Girðingu komið upp við Skógafoss

Atli Ísleifsson skrifar
Á myndum má sjá að grasið er horfið á stórum bletti.
Á myndum má sjá að grasið er horfið á stórum bletti. Umhverfisstofnun
Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Á myndum má sjá að grasið er horfið á stórum bletti.

„Næsta skref er að endurheimta gróðurþekjuna innan girðingar. Tvær gönguleiðir eru að fossinum. Meðfram hlíðinni að austan og eftir áreyrunum að vestan,“ segir í tilkynningunni.

Umhverfisstofnun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×