Erlent

Þrýst á Trump að bregðast við árásinni í Portland

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP
Fjölmargir áhrifamenn í bandarísku þjóðfélagi hafa skorað á Donald Trump forseta að hann bregðist við, með einhverjum hætti, morðárás sem gerð var í borginni Portland á laugardaginn var.

Tveir menn voru stungnir til bana og sá þriðji er særður, eftir að þeir komu táningsstúlku, sem er múslimi, til varnar um borð í lest þar sem maður var að áreita hana og kalla öllum illum nöfnum.

Þegar mennirnir báðu manninn um að láta konuna vera tók hann upp hníf og skar tvo þeirra á háls.

Morðinginn er í haldi lögreglu og er hann þekktur fyrir að hafa margsinnis haft uppi kynþáttahatur.

Mennirnir sem létu lífið hafa verið heiðraðir af lögreglunni í Portland og borgarstjóranum en ekkert hefur heyrst frá Hvíta húsinu og því hafa fjölmargir skorað á forsetann að bregðast við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×