Þróttarinn Emil Atlason er með slitið krossband í hné og spilar ekki meira með á tímabilinu.
Emil meiddist illa í 2-1 sigri Þróttar á Þór í 3. umferð Inkasso-deildarinnar á laugardaginn. Við nánari skoðun kom í ljós að krossband í hné er slitið.
Emil hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli síðan hann kom til Þróttar fyrir síðasta tímabil.
Hann fótbrotnaði í 6-0 tapi fyrir Stjörnunni í 3. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra og missti af restinni af tímabilinu.
Emil, sem er 23 ára, hefur aðeins náð að spila sex deildarleiki með Þrótti. Í þeim hefur hann skorað þrjú mörk.
Emil hefur einnig leikið með KR, Val og þýska liðinu Prussen Münster á ferlinum. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Emil varð einnig bikarmeistari með Val 2015.
Emil með slitið krossband

Tengdar fréttir

Þórsarar áfram stigalausir | Góðir útisigrar hjá Gróttu og HK
Ófarir Þórs halda áfram en í dag tapaði liðið 2-1 fyrir Þrótti R. á útivelli í 3. umferð Inkasso-deildarinnar.