Willum Þór: Við verðum bara betri Smári Jökull Jónsson skrifar 22. maí 2017 23:15 Willum Þór er þjálfari KR. vísir/andri marinó Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. „Mér fannst við spila feykilega vel stærstan hluta fyrri hálfleiks, þar til kannski á kafla undir lok hálfleiksins þar sem vörnin fór aðeins úr skipulagi og við vorum teknir flatir í tví- eða þrígang.“ „Þeir ná inn einu marki þar sem við héldum að Kristinn Ingi væri rangstæður, sem hann var svo sannarlega, en svo kemur seinna hlaupið og ég skal ekkert sverja fyrir það hvort Sigurður Egill hafi verið rangstæður. En við eigum auðvitað ekkert að stoppa heldur halda áfram þar til flautan gellur,“ sagði Willum Þór í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. KR-liðið byrjaði mun betur en Valsmenn og hefðu vel getað skorað mörk í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst við eiga miklu meira inni eftir fyrri hálfleikinn en að vera 2-0 undir. Við yfirspiluðum Valsliðið fyrstu 25 mínútur leiksins og spilum feykivel, við verðum að horfa á það. Við gáfumst heldur ekki upp og höfðum trú á því allan tímann að við gætum jafnað. Ég er feykilega sáttur með spilamennskuna en þeir refsuðu okkur grimmilega því þeir eru með frábært lið.“ Óskar Örn Hauksson misnotaði vítaspyrnu á 22.mínútu þegar hann þrumaði í stöngina og í kjölfarið tóku Valsmenn yfir og fengu nokkur góð færi. „Það er akkúrat í kjölfarið á því sem þessi skrýtni kafli kom, sérstaklega í varnarleikinn hjá okkur. Það má vel vera að það hafi slegið okkur út af laginu. Við eigum að vera það sterkir að við náum að yfirstíga það og við gerðum það í síðari hálfleiknum.“ Willum ræddi aðeins við fjórða dómara leiksins á meðan á leiknum stóð en hann virtist vera ósáttur með það að Valsarinn Haukur Páll Sigurðsson fengi ekki gult spjald í fleiri en eitt skipti. „Við erum í sókn og hann (Þóroddur Hjaltalín dómari) lætur leikinn halda áfram eftir brot hjá Hauki Páli og ég spyr þá einfaldlega hvort þeir ætli að gleyma honum. Mér fannst það verðskulda spjald sem hefði kannski stoppað hann í að ganga jafn vasklega fram og hann gerði í síðari hálfleik. En ég kvarta ekkert undan því að menn gangi vasklega fram,“ sagði Willum Þór. KR-ingar eru komnir með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar, eftir sigra gegn Víkingi Ólafsvík og ÍA en töp gegn Víkingum og Val. „Ég met stöðuna þannig að við erum að spila feykilega vel og það er góður bragur á liðinu. Við verðum bara betri,“ sagði Willum Þór að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira
Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. „Mér fannst við spila feykilega vel stærstan hluta fyrri hálfleiks, þar til kannski á kafla undir lok hálfleiksins þar sem vörnin fór aðeins úr skipulagi og við vorum teknir flatir í tví- eða þrígang.“ „Þeir ná inn einu marki þar sem við héldum að Kristinn Ingi væri rangstæður, sem hann var svo sannarlega, en svo kemur seinna hlaupið og ég skal ekkert sverja fyrir það hvort Sigurður Egill hafi verið rangstæður. En við eigum auðvitað ekkert að stoppa heldur halda áfram þar til flautan gellur,“ sagði Willum Þór í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. KR-liðið byrjaði mun betur en Valsmenn og hefðu vel getað skorað mörk í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst við eiga miklu meira inni eftir fyrri hálfleikinn en að vera 2-0 undir. Við yfirspiluðum Valsliðið fyrstu 25 mínútur leiksins og spilum feykivel, við verðum að horfa á það. Við gáfumst heldur ekki upp og höfðum trú á því allan tímann að við gætum jafnað. Ég er feykilega sáttur með spilamennskuna en þeir refsuðu okkur grimmilega því þeir eru með frábært lið.“ Óskar Örn Hauksson misnotaði vítaspyrnu á 22.mínútu þegar hann þrumaði í stöngina og í kjölfarið tóku Valsmenn yfir og fengu nokkur góð færi. „Það er akkúrat í kjölfarið á því sem þessi skrýtni kafli kom, sérstaklega í varnarleikinn hjá okkur. Það má vel vera að það hafi slegið okkur út af laginu. Við eigum að vera það sterkir að við náum að yfirstíga það og við gerðum það í síðari hálfleiknum.“ Willum ræddi aðeins við fjórða dómara leiksins á meðan á leiknum stóð en hann virtist vera ósáttur með það að Valsarinn Haukur Páll Sigurðsson fengi ekki gult spjald í fleiri en eitt skipti. „Við erum í sókn og hann (Þóroddur Hjaltalín dómari) lætur leikinn halda áfram eftir brot hjá Hauki Páli og ég spyr þá einfaldlega hvort þeir ætli að gleyma honum. Mér fannst það verðskulda spjald sem hefði kannski stoppað hann í að ganga jafn vasklega fram og hann gerði í síðari hálfleik. En ég kvarta ekkert undan því að menn gangi vasklega fram,“ sagði Willum Þór. KR-ingar eru komnir með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar, eftir sigra gegn Víkingi Ólafsvík og ÍA en töp gegn Víkingum og Val. „Ég met stöðuna þannig að við erum að spila feykilega vel og það er góður bragur á liðinu. Við verðum bara betri,“ sagði Willum Þór að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira
Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00