Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Jóhann K. Jóhannsson og Birgir Olgeirsson skrifa 21. maí 2017 20:46 Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni sem verður opnuð eftir einn og hálfan sólarhring. Bensínstöð verslunarinnar var opnuð í dag og er verðið á lítranum töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilanum. Mikil eftirvænting er fyrir opnun Costco sem opnar á þriðjudagsmorgun og búist er við að innkoma verslunarrisans á markaðinn komi til að með að hafa mikil áhrif á verðlag annarra verslana í samfélaginu. Einn af framkvæmdastjórum Costco hefur aldrei séð viðlíka undirtektir þar sem verslunin hefur áður opnað. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Peter Kelly, svæðisstjóri Costco í kvöldfréttum Stöðvar 2, og bætti við: „Þetta er stærsta opnunin hjá okkur hvað varðar fjölda nýrra félaga. Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993.“ Þrjátíu og fimm þúsund aðildarkort hafa verið seld í aðdraganda opnunarinnar og býst Peter við því að það verði mikið að gera á þriðjudaginn. „Ætlun okkar og niðurstaða er ekki endilega að breta hegðun Íslendinga. Ætlun okkar er ætíð að bjóða upp á gæðavöru á lægsta mögulega verði á markaði, bjóða upp á frábæra þjónustu og verslunarupplifun. Vonandi tekst okkur að gera betur en það sem fólk er vant. Vonandi verður fólk spennt fyrir vörunum okkar og við getum tryggt gott verð og aukið á sparnað hjá fólki.“ Fréttastofa fékk að kanna verð á nokkrum vörum hjá Costco í dag. Við skoðunina kom í ljós að 24 stór brún egg kosta 999 krónur, sex stykki af 250 gramma reyktu beikoni kosta 2.229 krónur, hálft kíló af smjöri kostar 399 krónur, Bose-hátalari kostar 21.000 krónur, 55 tommu Philips-sjónvarp kostar 99.000 krónur, LG þvottavél kostar 79.999 krónur og fólksbíladekk af stærðinni 185/65 kostar 10.899 krónur. Þá verður einnig til sölu töluvert af fatnaði frá þekktum vörumerkjum. Bensínlítrinn hjá Costco kostar í dag 169 krónur og dísel-lítrinn 164 krónur. Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni sem verður opnuð eftir einn og hálfan sólarhring. Bensínstöð verslunarinnar var opnuð í dag og er verðið á lítranum töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilanum. Mikil eftirvænting er fyrir opnun Costco sem opnar á þriðjudagsmorgun og búist er við að innkoma verslunarrisans á markaðinn komi til að með að hafa mikil áhrif á verðlag annarra verslana í samfélaginu. Einn af framkvæmdastjórum Costco hefur aldrei séð viðlíka undirtektir þar sem verslunin hefur áður opnað. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Peter Kelly, svæðisstjóri Costco í kvöldfréttum Stöðvar 2, og bætti við: „Þetta er stærsta opnunin hjá okkur hvað varðar fjölda nýrra félaga. Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993.“ Þrjátíu og fimm þúsund aðildarkort hafa verið seld í aðdraganda opnunarinnar og býst Peter við því að það verði mikið að gera á þriðjudaginn. „Ætlun okkar og niðurstaða er ekki endilega að breta hegðun Íslendinga. Ætlun okkar er ætíð að bjóða upp á gæðavöru á lægsta mögulega verði á markaði, bjóða upp á frábæra þjónustu og verslunarupplifun. Vonandi tekst okkur að gera betur en það sem fólk er vant. Vonandi verður fólk spennt fyrir vörunum okkar og við getum tryggt gott verð og aukið á sparnað hjá fólki.“ Fréttastofa fékk að kanna verð á nokkrum vörum hjá Costco í dag. Við skoðunina kom í ljós að 24 stór brún egg kosta 999 krónur, sex stykki af 250 gramma reyktu beikoni kosta 2.229 krónur, hálft kíló af smjöri kostar 399 krónur, Bose-hátalari kostar 21.000 krónur, 55 tommu Philips-sjónvarp kostar 99.000 krónur, LG þvottavél kostar 79.999 krónur og fólksbíladekk af stærðinni 185/65 kostar 10.899 krónur. Þá verður einnig til sölu töluvert af fatnaði frá þekktum vörumerkjum. Bensínlítrinn hjá Costco kostar í dag 169 krónur og dísel-lítrinn 164 krónur.
Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28