Nasa sendir geimfar til sólarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2017 14:26 Svona sér listamaður fyrir sér ferðalag geimfarsins. Vísir/ohns Hopkins University Applied Physics Laboratory Geimvísindastofnun Bandaríkjanna Nasa mun í dag kynna áætlanir sínar um að senda geimfar, The Solar Probe Plus, inn í ytra andrúmsloft sólarinnar. Reiknað er með að geimfarinu verði skotið á loft næsta sumar. The Guardian greinir frá. Upprunalega var stefnt að því að geimfarinu yrðu skotið á loft árið 2015 en var því frestað. Geimfarið er á stærð við bíl og er hannað til þess að þola yfir 1400 gráðu hita. Stefnt er að því að geimfarið komist nær sólu en nokkur annar manngerður hlutur. Reiknað er með að geimfarið komist í allt að 6,5 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni sem kann í fyrstu að hljóma eins og töluverð vegalengd. Þegar haft er í huga að jörðin er í um 150 milljón kílómetra frá sólinni er þó ljóst að geimfarið mun komast mjög nálægt sólinni. Tilgangur geimfarsins er meðal annars að rannsaka geimveður og svokallaðar kórónuskvettur sem eru útkast efnis úr kórónu sólar - gríðarstórar gasbólur sem springa út frá kórónunni.Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að kórónuskvetta geti innihaldið allt að tíu milljarða tonna af efni og ef það stefni í átt til jarðar, verði til miklir segulstormar með tilheyrandi norðurljósasýningu. Skelli kórónuskvetta á jörðina verður segulstormur sem getur meðal annars valdið rafmagnsleysi og skemmt fjarskiptagervitungl. Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrif uppgjafahermanna á Rússland Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna Nasa mun í dag kynna áætlanir sínar um að senda geimfar, The Solar Probe Plus, inn í ytra andrúmsloft sólarinnar. Reiknað er með að geimfarinu verði skotið á loft næsta sumar. The Guardian greinir frá. Upprunalega var stefnt að því að geimfarinu yrðu skotið á loft árið 2015 en var því frestað. Geimfarið er á stærð við bíl og er hannað til þess að þola yfir 1400 gráðu hita. Stefnt er að því að geimfarið komist nær sólu en nokkur annar manngerður hlutur. Reiknað er með að geimfarið komist í allt að 6,5 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni sem kann í fyrstu að hljóma eins og töluverð vegalengd. Þegar haft er í huga að jörðin er í um 150 milljón kílómetra frá sólinni er þó ljóst að geimfarið mun komast mjög nálægt sólinni. Tilgangur geimfarsins er meðal annars að rannsaka geimveður og svokallaðar kórónuskvettur sem eru útkast efnis úr kórónu sólar - gríðarstórar gasbólur sem springa út frá kórónunni.Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að kórónuskvetta geti innihaldið allt að tíu milljarða tonna af efni og ef það stefni í átt til jarðar, verði til miklir segulstormar með tilheyrandi norðurljósasýningu. Skelli kórónuskvetta á jörðina verður segulstormur sem getur meðal annars valdið rafmagnsleysi og skemmt fjarskiptagervitungl.
Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrif uppgjafahermanna á Rússland Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira