Fékk varahlut úr Toyotu í misgripum fyrir tösku sem WOW air týndi tvisvar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2017 10:45 Taskan týndist á leið frá Íslandi til New York. Vísir/Ernir WOW Air hefur samþykkt að greiða bandarískum ferðamanni rúmlega 1.500 dollara í skaðabætur eftir að flugfélagið týndi ferðatösku hans í tvígang. Maðurinn fékk sendan varahlut úr Toytota-bíl í staðinn fyrir töskuna. Töluverðan tíma tók að greiða úr málinu. Bandaríkjamaðurinn Mike Petriano ferðaðist fyrr á árinu til Evrópu frá heimaborg hans San Francisco. Leið hans lá meðal annars til Íslands og á heimleið til Bandaríkjanna flaug hann með WOW Air frá Íslandi til Newark-flugvallar í New York. Þegar þangað var komið kom í ljós að ferðataskan hans var týnd. Petriano fyllti út skýrslu og beið svars frá flugfélaginu. Aðeins fimm dögum seinna hafði WOW Air samband við hann með þeim upplýsingum að taskan væri komin í leitirnar, hún yrði send til hans með póstþjónustu FedEx.Fékk risakassa í stað töskunnar Í samtali við NBC Bay Area, sem fjallaði um málið, segir Petriano að hann hafi verið gríðarlega ánægður með þessar fregnir og beið hann eftir því að taskan kæmi í hús. Honum brá hins vegar í brún þegar ílangur kassi var sendur heim til hans. „Þetta er um tveggja metra langur kassi, stærri en ég sjálfur,“ sagði Petriano í samtali við NBC Bay Area. „Það er ekki möguleiki á því að þetta geti verið taskan mín.“Kassinn sem Petriano fékk í stað töskunnar.Vísir/SkjáskotÁ kassanum var merkimiði sem gaf til kynna að sendingin hafði komið frá Newark-flugvelli. Í ljós kom að þetta var ekki taskan hans, heldur varahlutur frá Toyota.Sendi flugfélaginu póst á 2-3 daga fresti án viðbragða Petriano hafði samband við WOW Air á nýjan leik en þá kom í ljós að taskan hafði týnst á nýjan leik. Hann skilaði varahlutnum og hélt áfram að spyrja WOW Air hvað hafi orðið um töskuna. Fátt var um svör en Petriano sagðist hafa sent tölvupóst til flugfélagsins á 2-3 daga fresti. Eftir 50 daga án svars hafði hann samband við NBC Bay Area í von um aðstoð. Sjónvarpsstöðin hafði samband við WOW Air til þess að fá einhverjar skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis og hvort að flugfélagið ætlaði sér að bæta Petriano tapið á töskunni. Í svari WOW Air við fyrirspurn fréttastofunnar kemur fram að varahluturinn sem sendur var til Petriano hafi af einhverjum ástæðum fengið sama sendingarnúmer og taskan sem átti að senda til Petriano. Taskan hefur verið lýst formlega týnd og mun flugfélagið greiða Petriano 1.531 dollara, um 150 þúsund krónur, í skaðabætur fyrir að hafa týnt töskunni, samkvæmt alþjóðasamningum. Alls tók það Wow Air meira en 90 daga að greiða skaðabæturnar. Segir talsmaður WOW Air að töf hafi orðið á greiðslunni vegna þess að flugfélagið hafi reynt, án teljandi árangurs, að fá upplýsingar um málið frá FedEX sem og þeim sem sjá um mál flugfélagsins á Newark-flugvelli. Sjá má frétt NBC Bay Area um málið, hér að neðan. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
WOW Air hefur samþykkt að greiða bandarískum ferðamanni rúmlega 1.500 dollara í skaðabætur eftir að flugfélagið týndi ferðatösku hans í tvígang. Maðurinn fékk sendan varahlut úr Toytota-bíl í staðinn fyrir töskuna. Töluverðan tíma tók að greiða úr málinu. Bandaríkjamaðurinn Mike Petriano ferðaðist fyrr á árinu til Evrópu frá heimaborg hans San Francisco. Leið hans lá meðal annars til Íslands og á heimleið til Bandaríkjanna flaug hann með WOW Air frá Íslandi til Newark-flugvallar í New York. Þegar þangað var komið kom í ljós að ferðataskan hans var týnd. Petriano fyllti út skýrslu og beið svars frá flugfélaginu. Aðeins fimm dögum seinna hafði WOW Air samband við hann með þeim upplýsingum að taskan væri komin í leitirnar, hún yrði send til hans með póstþjónustu FedEx.Fékk risakassa í stað töskunnar Í samtali við NBC Bay Area, sem fjallaði um málið, segir Petriano að hann hafi verið gríðarlega ánægður með þessar fregnir og beið hann eftir því að taskan kæmi í hús. Honum brá hins vegar í brún þegar ílangur kassi var sendur heim til hans. „Þetta er um tveggja metra langur kassi, stærri en ég sjálfur,“ sagði Petriano í samtali við NBC Bay Area. „Það er ekki möguleiki á því að þetta geti verið taskan mín.“Kassinn sem Petriano fékk í stað töskunnar.Vísir/SkjáskotÁ kassanum var merkimiði sem gaf til kynna að sendingin hafði komið frá Newark-flugvelli. Í ljós kom að þetta var ekki taskan hans, heldur varahlutur frá Toyota.Sendi flugfélaginu póst á 2-3 daga fresti án viðbragða Petriano hafði samband við WOW Air á nýjan leik en þá kom í ljós að taskan hafði týnst á nýjan leik. Hann skilaði varahlutnum og hélt áfram að spyrja WOW Air hvað hafi orðið um töskuna. Fátt var um svör en Petriano sagðist hafa sent tölvupóst til flugfélagsins á 2-3 daga fresti. Eftir 50 daga án svars hafði hann samband við NBC Bay Area í von um aðstoð. Sjónvarpsstöðin hafði samband við WOW Air til þess að fá einhverjar skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis og hvort að flugfélagið ætlaði sér að bæta Petriano tapið á töskunni. Í svari WOW Air við fyrirspurn fréttastofunnar kemur fram að varahluturinn sem sendur var til Petriano hafi af einhverjum ástæðum fengið sama sendingarnúmer og taskan sem átti að senda til Petriano. Taskan hefur verið lýst formlega týnd og mun flugfélagið greiða Petriano 1.531 dollara, um 150 þúsund krónur, í skaðabætur fyrir að hafa týnt töskunni, samkvæmt alþjóðasamningum. Alls tók það Wow Air meira en 90 daga að greiða skaðabæturnar. Segir talsmaður WOW Air að töf hafi orðið á greiðslunni vegna þess að flugfélagið hafi reynt, án teljandi árangurs, að fá upplýsingar um málið frá FedEX sem og þeim sem sjá um mál flugfélagsins á Newark-flugvelli. Sjá má frétt NBC Bay Area um málið, hér að neðan.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent