Getur sagt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2017 22:00 Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins sem bera ábyrgð á ritstjórnargreinum blaðsins. Vísir/GVA Ritstjóri Kjarnans er ósáttur við að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi vísað frá kæru hans vegna ásakana í Morgunblaðinu um meint tengsl Kjarnans við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir frávísunina þýða að hann geti fullyrt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala og vísað í „þrálátan orðróm“ því til stuðnings. Forsaga málsins er sú að vísað var til „þráláts orðróms“ um að Kjarninn tengdist kröfuhöfum föllnu bankanna í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. maí. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sagði við Vísi í síðasta mánuði að hann væri að skoða að leita réttar síns vegna þess sem hann kallaði „atvinnuróg“.Sjá einnig:Ritstjóri Kjarnans sakar Davíð Oddsson um atvinnuróg Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess.Siðanefndin tekur ekki afstöðu til ritstjórnargreinaÍ framhaldinu sendi Þórður Snær kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og vildi vita hvort það væri í lagi að vísa í „þrálátan orðróm“ til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Kæran varðar 3. grein siðareglna BÍ en þar segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Í úrskurði siðanefndarinnar kemur fram að hún telji ritstjórnarskrif utan verksviðs síns. Vísar nefndin til fyrri úrskurða, þess elsta frá árinu 1992. Þar voru ritstjórnarskrif talin falla undir persónlega skoðun eða tjáningu. Taldi siðanefndin að Reykjavíkurbréfið félli undir þá skilgreiningu.Segir siðareglurnar „gagnslausar“Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar Þórður Snær að siðanefndin hafi vísað kærunni frá á þeim forsendum að hún fjalli ekki um innihald ritstjórnargreina. „Þá vitum við það. Það má segja hvað sem er í ritstjórnargreinum og rökstyðja það með vísun í „þrálátan orðróm“, án þess að það brjóti í bága við þessar gagnslausu siðareglur. Ég gæti t.d. sagt að ritstjóri Morgunblaðsins væri með hala, samkvæmt „þrálátum orðrómi“ og það er bara allt í lagi. Prófessorar og stjórnmálamenn sem hafa tileinkað sér sömu umræðuhefð og ritstjórinn geta verið ánægðir með það,“ skrifar Þórður Snær. Fjölmiðlar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ritstjóri Kjarnans er ósáttur við að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi vísað frá kæru hans vegna ásakana í Morgunblaðinu um meint tengsl Kjarnans við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir frávísunina þýða að hann geti fullyrt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala og vísað í „þrálátan orðróm“ því til stuðnings. Forsaga málsins er sú að vísað var til „þráláts orðróms“ um að Kjarninn tengdist kröfuhöfum föllnu bankanna í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. maí. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sagði við Vísi í síðasta mánuði að hann væri að skoða að leita réttar síns vegna þess sem hann kallaði „atvinnuróg“.Sjá einnig:Ritstjóri Kjarnans sakar Davíð Oddsson um atvinnuróg Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess.Siðanefndin tekur ekki afstöðu til ritstjórnargreinaÍ framhaldinu sendi Þórður Snær kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og vildi vita hvort það væri í lagi að vísa í „þrálátan orðróm“ til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Kæran varðar 3. grein siðareglna BÍ en þar segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Í úrskurði siðanefndarinnar kemur fram að hún telji ritstjórnarskrif utan verksviðs síns. Vísar nefndin til fyrri úrskurða, þess elsta frá árinu 1992. Þar voru ritstjórnarskrif talin falla undir persónlega skoðun eða tjáningu. Taldi siðanefndin að Reykjavíkurbréfið félli undir þá skilgreiningu.Segir siðareglurnar „gagnslausar“Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar Þórður Snær að siðanefndin hafi vísað kærunni frá á þeim forsendum að hún fjalli ekki um innihald ritstjórnargreina. „Þá vitum við það. Það má segja hvað sem er í ritstjórnargreinum og rökstyðja það með vísun í „þrálátan orðróm“, án þess að það brjóti í bága við þessar gagnslausu siðareglur. Ég gæti t.d. sagt að ritstjóri Morgunblaðsins væri með hala, samkvæmt „þrálátum orðrómi“ og það er bara allt í lagi. Prófessorar og stjórnmálamenn sem hafa tileinkað sér sömu umræðuhefð og ritstjórinn geta verið ánægðir með það,“ skrifar Þórður Snær.
Fjölmiðlar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira