Þarf að vera svigrúm til mats Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2017 19:15 Allir þeir sem koma að skipan dómara ættu að hugsa sinn gang að sögn formanns Dómarafélags Íslands. Hann telur að ráðherra ætti að hafa svigrúm til mats þegar verið sé að skipa fimmtán nýja dómara. Mikill ófriður ríkir um skipan dómara í landsrétt og ætlar lögmaðurinn Ástráður Haraldsson að stefna dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu vegna málsins. Ástráður var á lista hæfisnefndar og hefði fengið sæti í Landsrétti ef ráðherra hefði ekki skipt út fjórum dómurum. Formaður Dómarafélags Íslands, segir ráðherra hafa heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar. „Svo er það annað mál hvernig ráðherra ber að standa að slíku fráviki. Og hvort að þá mat ráðherra getur talist ólögmætt," segir Skúli. Hæfisnefndin tók til starfa árið 2010 og hefur skilað sextán umsögnum en þetta er í fyrsta sinn sem ekki er farið eftir matinu. Skúli bendir á að dómefndin hafi ítrekað verið gagnrýnd fyrir að raða umsækjendum of stíft upp á grundvelli matskenndra sjónarmiða. „Hér kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að þarna standi fimmtán umsækjendur framar öðrum og þegar um er að ræða skipan fimmtán nýrra dómara og það á að manna nýjan dómstól frá grunni hlýtur það óneitanlega að teljast umhugsunarefni," segir Skúli. Telur hann að í þessum aðstæðum þurfi ýmis sjónarmið sem tengjast fjölbreytileika að koma til skoðunar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að endurskoða þurfi lög og reglur um dómaraskipan út frá reynslunni í þessu máli. Skoðunin sé hins vegar ekki hafin. Yfir þrjú þúsund manns hafa ritað undir áskorun til forseta um að skrifa ekki undir skipan dómaranna. Skúli segir að þeir verði ekki skipaðir án undirskriftar forseta. „Hitt er svo annað mál; hvort forseti Íslands og sá sem nú situr telji sér pólitískt fært að synja ráðherra staðfestingar á slíkri tillögu. Slíkt hefur aldrei gerst," segir Skúli. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Allir þeir sem koma að skipan dómara ættu að hugsa sinn gang að sögn formanns Dómarafélags Íslands. Hann telur að ráðherra ætti að hafa svigrúm til mats þegar verið sé að skipa fimmtán nýja dómara. Mikill ófriður ríkir um skipan dómara í landsrétt og ætlar lögmaðurinn Ástráður Haraldsson að stefna dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu vegna málsins. Ástráður var á lista hæfisnefndar og hefði fengið sæti í Landsrétti ef ráðherra hefði ekki skipt út fjórum dómurum. Formaður Dómarafélags Íslands, segir ráðherra hafa heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar. „Svo er það annað mál hvernig ráðherra ber að standa að slíku fráviki. Og hvort að þá mat ráðherra getur talist ólögmætt," segir Skúli. Hæfisnefndin tók til starfa árið 2010 og hefur skilað sextán umsögnum en þetta er í fyrsta sinn sem ekki er farið eftir matinu. Skúli bendir á að dómefndin hafi ítrekað verið gagnrýnd fyrir að raða umsækjendum of stíft upp á grundvelli matskenndra sjónarmiða. „Hér kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að þarna standi fimmtán umsækjendur framar öðrum og þegar um er að ræða skipan fimmtán nýrra dómara og það á að manna nýjan dómstól frá grunni hlýtur það óneitanlega að teljast umhugsunarefni," segir Skúli. Telur hann að í þessum aðstæðum þurfi ýmis sjónarmið sem tengjast fjölbreytileika að koma til skoðunar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að endurskoða þurfi lög og reglur um dómaraskipan út frá reynslunni í þessu máli. Skoðunin sé hins vegar ekki hafin. Yfir þrjú þúsund manns hafa ritað undir áskorun til forseta um að skrifa ekki undir skipan dómaranna. Skúli segir að þeir verði ekki skipaðir án undirskriftar forseta. „Hitt er svo annað mál; hvort forseti Íslands og sá sem nú situr telji sér pólitískt fært að synja ráðherra staðfestingar á slíkri tillögu. Slíkt hefur aldrei gerst," segir Skúli.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00